Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 18
8
Neytendur eiga oft erfitt með að átta síg á að þeir eru valdameiri í aðgerðum sínum með
innkaupakerruna en margur forstjórinn. Hugtakið pólitískur neytandi er ekki bara hugtak,
heldur einnig veruleiki, því stjómendur íyrirtækja fmna meiri og rneiri þrýsting og aðhald frá
þessum hópi, sem fyrst og fremst virðist eiga það sameiginlegt að búa í stórborgum vestur-
landa, vera hámenntað og há- eða miðtekjufólk.
LOKAORÐ
Ljóst er að engin ein leið er út úr þeirri samningasjálflreldu sem frumframleiðendur eru
komnir í.
Einhverjar hlutalausnir gætu þó legið í aðgerðum sem gera „lítilleika“ að forskoti á
markaði. Veiting vinalegri, persónulegri og staðbundnari þjónustu gæti hugsanlega höfðað til
mjög mikilvægs hluta neytenda. Eða öðruvísi þjónusta sem eykur traust milli neytandans og
frumframleiðandans.
í Bandaríkjunum og Kanada hafa bændamarkaðir fengið uppreisn æru. Hér standa frurn-
framleiðendur andspænis neytendum. Þekking þeirra á afurðinni, og þeim vinnsluferlum sem
liggja að baki henni, skapar meira traust viðskiptavinarins og eins er umhverfí öllu vinalegra
en í stórmarkaðnum. Aukin fjöldi fólks á þessum slóðurn streymir til markaða einu sinni til
tvisvar í vilcu.
Ömrur leið sem þekktari er frá Evrópu, t.d. Danmörku og Þýskalandi, eru svokallaðar
hlaðbúðir þar sem bændur sjálfir setja upp markað við eigin býli og viðskiptavinir gera sér
leið í sveitina til að nálgast góða matvöru. Því ef bóndinn getur stillt sér opinberlega frarn
með sína framleiðslu hlýtur afurðin að vera betri en ókennileg og innpökkuð matvara í kæli-
borði.
Ljóst er að frumframleiðendur þurfa að hugsa rneira skapandi en oft áður. Kannski er
neytandinn orðinn læsari á þau tákn senr matvæli hafa verið prýdd á seinni árum.
Einnig má velta því fyrir sér hvort fólk sé að verða satt á því að ginnast af tilboðunr á
matvörum þar sem fylgja vídeóspólur eða annað dót. Kannski er ósk neytandans unr góðan og
heilsusamlegan mat orðinn yfirgnæfandi.
Margir endar eru á viðfangsefninu. Viðfangsefnið er fyrst og fremst flókið, en einnig er
ljóst að mun rneiri rannsókna er þörf á þessu sviði, ekki síst á aðstæðum hérlendis. Þróunar-
sálfræði neytandans er eitt viðfangsefni. markaðsleiðir stórmarkaðanna annað og hið þriðja er
skoðun á öðrum og betri leiðum til að bæta samningastöðu frumframleiðenda. Mestmegnis
rannsókna og þekkingar á þessu sviði, sem ég vel að kalla stúdíur. í „valda- og samningastöðu
rnilli frumífamleiðenda og innkaupasambanda“ hafa verið gerð á fræðisviði sem heyrir til
rannsókna á „agro-food systems“. Einnig hafa landfræðingar í Englandi og í Banda-
ríkjunum/Kanada þróað nýja fræðigrein tengda þessu innan landfræðinnar sem þeir kalla
„retail geography“.
HEIMILDIR
Anna Karlsdóttir, 2000. Managerial Transformations in seafood organisation in Atlantic Canada and in Iceland -
An Entpirical Approach. Arbejdspapir nr 153. Publikationer fra Geografi, Institut for Geografi og Intemational
Udviklingsstudier, Roskilde Universitetscenter.
Connor, J., Rogers, Marion & Mueller, 1985. The Food Manufacturing lndustries, Structure, Strategies, Per-
ormance and Policies. D.C. Heath and Company.
Connor, J. & Schiek, W., 1997. Food processing - An Industrial Powerhouse in Transition. A Wiley - Inter-
science Publication, John Wiley &. Sons, NY.
Grunert, K. & Brunso, K., 1993. Market Surveillance for the food industr>'. MAPP, Working paper no. 16, Nov-
ember 1993, Árhus, DK.