Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 20
10
rAðunrutrfundur 2001
Sjónarmið og staða bænda
Sigurgeir Þorgeirsson
Bœndasamtökum Islands
YFIRLIT
Staða landbúnaðarins á komandi árum og áratugum mun mikið mótast af alþjóðasamningum
innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og aðstöðu okkar gagnvart Evrópusambandinu
(ESB).
Tvö meginsjónarmið takast á á vettvangi WTO, þ.e. annars vegar ríki sem berjast fyrir
auknu frjálsræði í framleiðslu og viðskiptum með búvörur og stunda útflutning á grundvelli
hagkvæmni og stórbúskapar. Þau vilja afnema eða minnka styrki til landbúnaðar og draga
stórlega úr allri tollvernd með því markmiði að framleiðslan færist þangað sem ódýrast er að
stunda hana.
Hins vegar eru ríki sem búa við óblíðari náttúru, en þjóðirnar leggja engu síður áherslu á
að viðhalda landbúnaði á grundvelli fæðuörj'ggis, byggðastefnu, umhverfis- og menningar-
sjónarmiða.
Island skipar sér á bekk með síðarnefnda ríkjaflokknum og hefur í samningaviðræðum
lagt þunga áherslu á gildi landbúnaðarins fyrir viðhald dreifðra byggða og réttinn til að
tryggja heilbrigði búíjár og plantna og viðhalda ströngum kröfum um heilnæmi og gæði af-
urða til manneldis.
Enda þótt þessi sjónarmið, a.m.k. sum hver, njóti vaxandi stuðnings meðal almennings á
Vesturlöndum er ólíklegt að horfið verði frá þeirri stefnu sem mótuð var í landbúnaðar-
samningi WTO 1994 og felur í sér:
• lækkun framleiðslutengdra styrkja,
• lækkun útflutningsbóta,
• minnkandi tollvernd.
íslenskur Iandbúnaður mun óhjákvæmilega horfast í augu við harðnandi samkeppni á
komandi árum. Spurningin er hvernig við búum okkur best undir hana.
Landbúnaðurinn verður að þróast í sátt við samfélagið. Helsti styrkur hans liggur í því að
neytendur hafa almennt tiltrú á heilnæmi og gæðum íslenskra afurða, enda þótt við höfum
vissulega orðið fyrir áföllum í sumum greinum á síðustu árum. Það er forgangsatriði í stefnu-
mótun bænda að styrkja þessa gæðaímynd en glata henni ekki.
Neytendur vilja þróun, nýjungar og aukna íjölbreytni. Þann þátt má ekki vanrækja og
bændur þurfa með jákvæðum hætti að örva vöruþróun í afurða- og vinnslustöðvum.
Neytendur gera kröfu um „hóflegt“ verðlag. I þessu tilliti stendur íslensk búvörufram-
leiðsla e.t.v. hvað veikast þegar horft er til minnkandi vemdar. Búskaparskilyrði eru hér óblíð
miðað við helstu landbúnaðarlönd og íslenskir bændur hljóta að krefjast skilnings á því að
landbúnaður fær ekki þrifist án stuðnings og vemdar. Engu að síður megum við aldrei missa
sjónar á því að hagræða svo sem kostur er, bæði í frumframleiðslu og úrvinnslu afurða.
Landbúnaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í viðhaldi búsetu á landsbyggðinni. Hann er
víða undirstaða eða stoðgrein annarrar atvinnuþróunar. Stefnumótun í landbúnaði verður að
taka mið af þessari staðreynd, en þó stöndum við frammi fyrir þeirri þversögn að hagræðing