Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 22
12
rAðunhutrfundur 2001
Hollusta matvæla
Laufey Steingrímsdóttir
Manneldisrádi Islands
í orðabókum er hollusta skilgreind bæði sem heilnæmi og trúfesta, sbr. konungshollusta.
Væntanlega er hér á ferðinni einn og sami uppruni í báðum tilvikum: Heilnæm fæða er sönn
og rétt fæða sem gerir okkur gott, frekar en einfaldlega rnatur sem við verðum ekki veik af að
borða.
GÆÐI MATVÆLA
Næg, holl og góð matvæli teljast tvímælalaust til lífsins gæða, en hollustan er líka eimr liður í
gæðum matvæla. Gæðin eru margþætt og ekki heiglum hent að segja til um hvaða eiginleikar
skipta neytendur mestu máli við val á vöru. Væntanlega eru bragðgæði, ferskleiki og útlit
fæðunnar efst á lista yfir gæðakröfur neytandans. Enginn vill borða vondan eða skemmdan
mat, sama hvaða eiginleika hann hefur aðra. Hollusta vörunnar er einnig ofarlega á listanum
og t.d. hafa kannanir manneldisráðs sýnt að langflestir segjast taka tillit til hollustunnar við
val á mat. Það er þó athyglisvert að konur eru í meirihluta þeirra sem hugsa urn hollustuna,
enda sjá þær oftar um matarinnkaup til heimilisins en karlar.
En gæðakröfulisti neytenda lengist og þar verður æ meira áberandi lcrafan um góða um-
gengni við náttúruna, um sjálfbæra þróun við framleiðslu matvara og hreinleika afurða.
Einnig óska neytendur eftir matvælum sem eru auðveld í matreiðslu. jafnvel tilbúin til neyslu,
og að pökkun og merkingar séu eins og best verður á kosið. Síðast en ekki síst verður sífellt
háværari siðfræðikrafan varðandi alla framleiðslu matvara, þar með talin dýravernd og af-
staða til erfðabreyttra lífvera.
Hollustan er því aðeins einn
liður á löngum kröfulista sem
framleiðendur matvara þurfa að
hafa til hliðsjónar við sína iðju,
hvort heldur er við landbúnaðar-
störf eða matvælaiðnað. En undir
hollustuhattinum felast ýmsir eig-
inleikar sem gjarnan eru flokkaðir í
tvö meginsvið sem eru næringar-
gildi fæðunnar og öryggi, þ.e. að
fæðan sé örugg og beri ekki fæðu-
borna sjúkdóma eða aðskotaefni
sem geta skaðað neytandann.
1-IVERSU ÞUNGT VEGUR HOLLUSTAN?
Margir hafa spreytt sig á að meta hlutfallslegt vægi hollustuþáttanna þriggja fyrir heilsu og
beitt í því skyni einhvers konar áhættumati. Hversu þungt vegur hver þáttur fyrir sig þegar um
líf og heilsu er að tefla: Næringarleg samsetning, fæðubornir sjúkdómar og aðskotaefni? Hvað
kosta þessir þættir samfélagið í fjármunum, í veikindadögum eða mannslífum? Að nokkru
Hollusta matvæla
Næringargildi
- hæfilegt magn næringar- og hollustuefna
Öryggi
-gegn fæðubornum sjúkdómum
-gegn aöskotaefnum (mengunarefnum,
vaxtahvetjandi efnum, lyfjaleifum,
skordýraeitri, aukefnum o.fl.)