Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 23
13
leyti er þetta fánýt iðja því oft skortir traustar forsendur til slíkra reiknilista. Að auki eru
hollustuþættirnir ólíkir að því leyti að neytendur eiga tvímælalaust rétt á öruggum matvælum
og það er framleiðandans og allra aðstandenda vörunnar að tryggja eins og kostur er að varan
sé ekki rnenguð af sjúkdómsvaldandi örverum eða mengunarefnum. Þegar um er að ræða
næringarlega samsetningu er nokkuð annað upp á teningnum, því slik hollusta er að verulegu
leyti háð vali neytandans, hvort hann kaupir súkkulaði eða gulrót, kjöt eða físk, mjólk eða
gosdryklc. Framleiðendur matvara þurfa eigi að síður að láta sig næringargildið varða, því
neytendur eru háðir því framboði sem býðst í matvöruverslunum, auk þess sem verðlag
skiptir miklu máli fyrir fæðuvalið og þar með hollustuna.
Það er athyglisvert að hinn almenni neytandi virðist meta vægi ofangreindra hollustuþátta
nokkuð ólíkt því sem beinhart áhættumat gefur tilefni til. Ef iitið er á hve þungt næringarleg
samsetning fæðunnar vegur með hliðsjón af dánarorsökum í Evrópu kemur í ljós að rangt
fæðuval, þ.e. of nrikil mettuð fita og of lítið af grænmeti og ávöxtum er ofarlega á lista yfir þá
umhverfisþætti eða lífshætti sem stytta ævi Evrópubúans. Ástæðan er sú að þar koma m.a. við
sögu helstu dánarorsakir í Evrópu. þ.e. hjarta- og æðasjúkdómar og krabbamein. I nýlegri
skýrslu frá Evrópusambandinu er þannig lagt mat á vægi umhverfis- og lífsstílsþátta á heilsu
og tekið tillit til aldurs eða fjölda tapaðra æviára í flóknu reiknilíkani. Tóbaksnotkun trjónir
þar efst á lista. næst á eftir kemur misnotkun áfengis og vímuefna, en fæðuval og samsetning
næringarefna er í þriðja sæti, á undan áhrifum mengunar. umferðarslysa, sýkinga og fleiri
þátta.
Fæðubornir sjúkdómar valda einnig miklum usla í Evrópu og kosta þjóðfélögin gífurlegar
fjárhæðir eins og kunnugt er. Samkvæmt skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun er áætlað
að árið 1995 hafi 130 milljónir Evrópubúa sýkst af fæðubornum sjúkdómum. Vægi þessa
þáttar í töpuðum æviárum er hins vegar sem betur fer lítið. Flvert og eitt dauðsfall af slíkum
orsökum, t.d. ef urn er að ræða Creutzfeldt-Jakob’s sjúkdóm, verður þó að líta allt öðrum og
alvarlegri augum en dauðsfall vegna reykinga eða rangra fæðuvenja, þar sem try'gging fyrir
hreinni og ómengaðri fæðu hlýtur að teljast til grundvallarmannréttinda, rétt eins og menn
telja sig eiga rétt á að reykja eða eta sig í hel.
Sá hollustuþáttur sem vekur hvað mesta athygli almennings og jafnvel ótta er hins vegar
sá þáttur sem, eftir því sem best er vitað. hefur minnst vægi í útreiknuðum heilsuáhrifum
borið saman við hina tvo. I Vestur-Evrópu alla vega telst vægi aðskotaefna fyrir heilsu
íbúanna sem betur fer fremur lítið borið saman við matarsýkingar og næringarlega sam-
setningu fæðunnar. Sem dæmi má nefna að áhrif næringar á krabbameinsáhættu eru áætluð
um 20-30% í mörgum Evrópulöndum, þ.e. að hægt væri að koma í veg fyrir 20-30% krabba-
meina ef mataræði væri háttað á annan veg. Þar vegur þyngst að auka hlut grænmetis og
ávaxta, en einnig að forðast of mikla fitu og rnikið steikt kjöt eða fisk. Aðskotaefni eru hins
vegar aðeins talin valda u.þ.b. einu af hundraði fæðutengdra krabbameina.
Ótti fólks við hugsanleg aðskotaefni er því úr öllu samræmi við þekkt heilsuáhrif um-
ræddra efna. hvort heldur um er að ræða aukefni eða mengunarefni. Tortryggnin er jafnvel
slík að fólk forðast holla fæðu af ótta við að eitra fyrir sér og fjölskyldunni. Ástæðan er
væntanlega sú að á þessu sviði stendur neytandinn gjörsamlega varnarlaus og berskjaldaður
þar sem aðskotaeínin eru oftast ósýnileg í vörunni, nema um íblönduð aukefni sé að ræða.
Eins eru þetta yfirleitt rnjög svo fráhrindandi efni, komin í vöruna af óæskilegum eða
ónáttúrulegum orsökum, t.d. vegna mengunar eða vinnslu, og rnörg efnin geta jafnframt, sé
þeirra neytt í of rniklu magni, leitt til heilsutjóns. Einstaka mengunarefni, t.d. díoxín, eru
meira að segja svo eitruð að magnið þarf ekki einu sinni að vera hátt til að valda alvarlegum
skaða.