Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 24
14
Krafan um ómengað umhverfí og vandaða framleiðslu, hvort heldur um er að ræða land-
búnað eða vinnslu afurða, hefur óefað mest áhrif á viðhorf neytandans til aðskotaefna.
Hollustumat verður því seint byggt eingöngu á bláköldum reiknilíkönum fyrir áhættu. Matur
er í lífi okkar flestra annað og meira en samsafn mishollra efnasambanda. Hann er tákn um
umhyggju og lífsgildi - matur er eiginlega lífið sjálft.
STEFNA ÍSLENDINGA í MANNELDISMÁLUM
Árið 1989 var samþykkt á Alþingi íslendinga þingsályktun um manneldis- og neyslustefnu.
Að undirbúningi málsins komu fulltrúar nokkurra ráðuneyta, m.a. landbúnaðarráðuneytis, en
vinnan var undir stjórn heilbrigðisráðuneytis. Það vekur athygli að í stefnunni er að langmestu
leyti fjallað um næringarlega samsetningu fæðisins, en lítið minnst á að fæðan sé örugg eða
ómenguð.
Meginmarkmið þingsályktunarinnar eru þessi:
• Að fæðuval sé fjölbreytt og kjarngott.
• Að neysla hvers einstaklings miði að því að viðhalda æskilegri líkamsþyngd.
• Að neysla kolvetna sé aukin, einkum úr grófu korni, kartöflum, grænmeti og
ávöxtum en sykurneyslan minnki til muna.
• Að prótein sé áfram ríflegt í fæðu landsmanna.
• Að dregið verði úr neyslu fitu, einkum úr mettuðum lituefnum.
• Að takmarka saltnotkun og neyslu saltmetis.
Manneldis- og neyslustefnan var að mörgu leyti tímamótaplagg sem hefur haft áhrif á
þróun manneldismála í landinu, ekki síst fyrir tilstilli skólakerfisins. Á þeim tólf árum sem
liðin eru frá mótun hennar og samþykkt hefur hins vegar margt breyst og því er komin tími til
að hrista af henni rykið og líta með ferskum augum fram á veginn. I þeim efnum væri t.d.
vænlegt að nýta frumkvæði Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar, en þar á bæ
samþykktu heilbrigðis- og matvælaráðherrar svæðisins Aðgerðaráætlun um mat og næringu í
Evrópu í september á síðasta ári. Tvemit er öðru fremur óvenjulegt og merkilegt við þessa
samþykkt: í fyrsta lagi er hér á ferðimii fyrsta aðgerðaráætlun um mat og næringu fyrir
svæðið þar sem vægi þessa þáttar fyrir heilsu Evrópubúa er metið og viðurkemit. í öðru lagi
telst það til nýlundu að tekið er á málefninu heildstætt og fjallað um þrjá meginþætti hollust-
unnar: (1) næringu og fæðuval, (2) fæðuöryggi og (3) umhverfismál og sjálfbæra þróun.
Það hefur háð umræðu og þróun á sviði manneldismála að matur og næring eru aðskilin
svo gjörsamlega að þau heyra undir mismunandi stofnanir og ráðuneyti sem eiga litla sam-
vinnu sín á rnilli. Það er vissulega orðið tímabært að endurskoða manneldis- og neyslustefnu
íslendinga, bæði í ljósi þróunar í manneldismálum og neysluvenjum þjóðarinnar, en einnig
með hliðsjón af aðgerðaráætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar og ástands í matvælamálum
og fæðuöryggi í Evrópu. Vonandi berum við gæfu til að móta heildstæða matvælastefnu fyrir
ísland þar sem tekið er á öllum þremur meginstoðum hollustunnar - fæðuöryggi, umhverfis-
málum og næringu - og komið á samvinnu milli allra sem málið varða.