Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 34
24
RflÐUNflUTRFUNDUR 2001
Um siðfræði búfjárframleiðslu
Torfi Jóhannesson
Landbúnadarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Siðfræði er sá hluti heimspekinnar sem fæst við spurningar um mannlega hegðun og hvernig
við veljum milli réttra og rangra athafna. Gangstætt því sern margir, er ekki hafa kynnt sér
siðfræði, halda er hér ekki endilega um að ræða botnlausar vangaveltur um ýmis konar hug-
læg málefni og því síður er siðfræðin órökrétt kenningablaður. Hornsteimi flestra siðfræði-
kenninga er rökfræðin; samhengið milli forsenda og ályktanna og listin að vera sjálfum sér
samkvæmur. Þótt flestar siðfræðikenningar miði að þvi að skilgreina hvað er rétt og rangt,
geta þær verið nokkuð á skjön við það sem almenningur á hverjum tíma telur „göfugt“. Til að
mynda finnast siðfræðingar sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert athugavert sé við
að kryfja lifandi dýr eða drepa gamalt og veikt fólk. svo dæmi séu tekin (Rachels 1993).
Rithöfundurinn Femando Savater (1994) lýsti eitt sinn siðfræðinni á eftirfarandi hátt:
Siðfræðin fjallar ekki um hvernig maður aflar sér fæðu, verndar sig mót kulda, eða
hvernig maður kemur sér yfir fljót án þess að dmkkna, allt saman eitthvað sem áreiðan-
lega er mjög mikilvægt þegar maður þarf að komast af undir vissum lcringumstæðum.
En það sem siðfræðin hefur áhuga á, og það sem er hennar sérgrein er, hvernig rnaður
eignast gott líf sem manneskja meðal annarra manneskja.
Þannig hefur sérhver siðfræðikenning ákveðna grunnsetningu sem skilgreinir æskilega
hegðun okkar. eða er forsenda æskilegrar hegðunar. Eg hef valið að taka tvær þess háttar
grunnsetningar til skoðunar, og velta því upp hvor þeirra henti betur til að lýsa því sem kalla
má siófrœði bújjárframleiðslu á íslandi. Þessar tvær kenningar eru egóismi og nytjasiðfræði.
EGÓISMl
Samkvæmt egóismanum ber okkur einungis að taka tillit til annarra. sjálfs okkar vegna
(Rachels 1993). „Ég klóra þér og þú klórar mér“. Þannig er eðlilegt fyrir bóndann að sinna
umhverfisvernd, svo lengi sem hann græðir sjálfur á því, og eins ber honum að taka tillit til
velferðar dýranna ef hann græðir á því, en að öðrum kosti ekki.
Það er margt í okkar nútímasamfélagi - ekki síst i því hvernig við umgöngumst dýr -
sem fær mann til að trúa á þessa kenningu. Þannig er fólk yfirleitt mjög upptekið af velferð
gæludýra, enda er vellíðan þeirra íbrsenda þess að við njótum þess að vera með þeim. A
meðan eru önnur dýr - svokölluð meindýr - réttdræp hvar sem til þeirra næst, og í raun með
hvaða aðferðum sem gefast, þar sem þau valda okkur ama. Þetta þykir eðlilegt, jafnvel þótt í
sumum tilfellum sé um sömu dýrategundir að ræða (t.d. mýs).
Vandamálið við að viðurkenna egóisman sem heppilega samfélagssiðfræði er að á honum
eru ákveðnir gallar. I fyrsta lagi felst í því mótsögn að vera fylgismaður egóismans. Sem
slíkur telur maður að sínir eigin hagsmunir séu æðri öllum öðrum. En á sama tíma vill maður
að nágranni manns sé líka egóisti. Það þýðir að maður óskar þess að hann sniðgangi okkar
óskir... sem er jú nákvæmlega það sem maður vill elcki!