Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 36
26
DÝRAVELFERÐ OG HAGFRÆÐI
Samhengið milli dýravelferðar, hagkvæmni og framleiðni má skýra með línuritinu í 1. mynd.
Við byrjum í punkti A, sem vísar til búfjárframleiðslu þar sem nær engu er til kostað og dýrin
ganga nánast sjálfala. Framleiðnin í svona framleiðslukerfi er lág, og ýmis konar velferðar-
vandamál eru til staðar. í punkti B er búið að koma lagi á ýmis grunnatriði eins og fóðrun,
húsaskjól og meðhöndlun sjúkdóma. Þess vegna hefur bæði framleiðnin og velferð dýranna
batnað.
Eftir því sem fram-
leiðslan verður slcipu-
lagðari (meira intens-
iv) eykst framleiðnin,
en samkvæmt mynd-
inni eru líkur á að vel-
ferð dýranna versni um
leið uns punkti E er
náð, þar sem bakslag
kemur í framleiðnina
vegna sjúkdóma/dánar-
prósentu dýranna.
Dýravemdunarlöggjöf
miðar gjarnan að því að
tryggja að framleiðslan
fari ekki niður fyrir
punkl D - lágmarksstig
velferðar. Of oft vill það gerast að framleiðendur miða við að uppfylla lágmarkskröfur og
þannig verða þær um leið að nokkurs konar hámarksstigi velferðar.
Stóra spurningin er hvar á þessu línuriti isienska búfjárframleiðslu sé að fmna og hver
stefna okkar sé: Stefnum við einungis að því að halda okkur ofan við punkt E, eða erum við
að reyna að komast eins nálægt punkti B og hægt er? Valið er okkar og er fyrst og fremst
spurning um siðfræði.
SIÐFÆRÐI OG HAGFRÆÐI
Dæmin sem áður vom tekin um halaklippingu og geldingu voru þægilega einfold og afmörkuð.
Því miður á það sama ekki við flest þau álitamál sem við stöndum stöðugt frammi fyrir í ís-
lenskri búfjárframleiðslu. Löggjöfin, t.d. um dýravelferð, er oft óskýr og jafnvel mótsagna-
kennd, þannig að hún veitir okkur ekki nær alltaf aðstoð við ákvarðanatöku í erfiðum álita-
málum.
En ef við ætlum að beita siðfræðilegum kenningum á noklcur þeirra flóknu álitamála sem
olckur er att út í þá verðum við að byrja einhvers staðar. Gott er að byrja á að greina milli
þrenns lconar athafna;
• Þær sem hafa ekki neikvæð áhrif á velferð dýranna, en bæta hag bóndans.
• Þær sem bæta velferð dýranna, án þess að valda bóndanum Qárhagslegu tjóni.
• Þær sem bæta velferð dýranna, en minnka hagnað framleiðslunnar.
Við hljótum að gera ráð fyrir að allir bændur - burtséð frá móral - muni framkvæma að-
gerðir er heyra undir punkt 1 hér að ofan. Dæmi getur verið val á ódýru, en passandi fóðri.
Hér er enginn ágreiningur milli hagsmuna dýranna og bóndans.