Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 37
27
Annað atriðið í listanum vísar til hluta eins og þess að gefa kálfum brodd strax eftir
fæðingu, takmörkun á flutningum dýra og tillitsama umgengni um dýr. Framleiðandi sem að-
hyllist nytjasiðfræði myndi óhikað framkvæma þessar athafnir/aðgerðir. Egóisti myndi hins
vegar aðeins gera það ef honum finnst sjálfum gott að umgangast dýr sem líður vel. Engin
ástæða er til að draga í efa að flestum bændum fmnist akkur í slíku, en stundum skortir menn
skilning á því hvenær velferð dýra er góð og hvenær hún er slæm. Þannig mætti lagafæra
stóran hluta af dýravelferðarvandamálum nútíma búfjárframleiðslu með því að auka almenna
þekkingu og skilning þeirra sem umgangast dýrin á þeim þáttum er stuðla að bættri líðan
dýra. Hér er það að sjálfsögðu hlutverk ráðunauta og dýralækna að ráðgefa bændum um
hvemig hægt sé að bæta velferð dýranna á sem ódýrastan hátt.
Þriðja atriðið á listanum er hið eiginlega ágreiningsefni - þar stangast á hagsmunir dýr-
anna og fxamleiðandans. Dæmin eru mörg; aukið rými í stíum, rnýkra undirlag í básum fyrir
kýr og gyltur, betri hýsing og fóðrun útigangshesta og svo framvegis. Það er ekki erfitt að
færa rök fyrir því að búfjárframleiðsla á íslandi hefur í för með sér margvísleg velferðar-
vandamál hjá þeim dýrum er um ræðir. Fjölmargir sjúkdómar eru svo algengir að við köllum
þá „framleiðslusjúkdóma'1, ýrnsar tegundir „óeðlilegs atferlis" sjást hjá nær öllum okkar bú-
ljártegundum. mörg dýr fara aldrei út fyrir hússins dyr og önnur eru úti í öllum veðrum. svo
örfá dæmi séu tekin. Ástæðan fyrir þessar meðferð á dýrunum er einföld - hún borgar sig
fyrir framleiðandann. Svo hér virðist sem flestir bændur hagi sér sem örgustu egóistar - taki
einungis tillit til líðanar dýranna, svo framarlega sem þeir tapa ekki sjálfir á því. Eða hvað?
Málið er reyndar aðeins flóknara en svo.
LEITIN AÐ MILLIVEGINUM
Það er Ijóst að á meðan egóistinn hefur engar áhyggjur af velferð dýranna þá reynir nytja-
siðfræðingurinn að vega sarnan eigin hagsmuni og dýranna (ásamt hagsmunum allra annarra
sem að málinu koma). Vandamálið er að ef bóndinn tekur of rnikið tillit til dýranna þá mun
framleiðni búsins mimrka (sbr. 1. ntynd) og að lokum mun búið verða gjaldþrota. Það mun
væntanlega hafa rnjög slæm áhrif á bóndann og hans fjölskyldu og hugsanlega veikja stöðu
heils byggðarlags. Það er heldur ekki víst að þetta myndi vera hagur dýranna, sem heildar.
Framleiðslan myndi væntanlega færast annað (hugsanlega erlendis), án þess að velferð dýr-
anna mvndi endilega batna. Samkvæmt nytjasiðfræðinni ber okkur að taka tillit til þessara
þátta.
Annað atriði sem skiptir verulegu máli. og áður hefur verið minnst á, er það hversu með-
vitaður bóndinn er urn samhengið milli framleiðsluaðstæðna og dýravelferðar. Því minni
þekkingu sem bóndinn hefur á þáttum er lúta að velferð dýranna því minna tillit tekur hann til
hennar.
Af framansögðu er Ijóst að jafnvel þótt bændur velji framleiðsluform er hafa í för með sér
dýravelferðarvandamál þá er ekki þar með sagt að þeim finnist sjálfsagt að dýrunum líði illa.
Þvert á móti getur vel verið að bóndinn hafi framkvæmt meðvitað val á fyrirliggjandi kostum,
að teknu tilliti til velferðar dýranna, en að niðurstaðan stýrist af blöndu af vanþekkingu og
hagfræðilegum þrengingum.
Hvað er til ráða? Vanþekkingu er auðvelt að bæta - við höfum næga atvinnumenn í því
fagi. Hagræni þátturinn er erfiðari. Bændur eru aðeins einn hlekkur í langri framleiðenda-
keöju sem endar á borði neytenda. Ein leið til að auðvelda bændum ákvarðanatöku um atriði
þar sem stangast á velferð dýranna og hagkvæmni rekstrar er að bjóða neytandanum að taka
þátt í kostnaðinum. Það má segja að þetta sé sú leið sem valin er í lífrænum landbúnaði, þótt
þar sé tekið á miklu fleiri þáttum en dýravelferð. Með þessu móti getur bóndinn að vissu leyti