Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 38
28
fríað sig ábyrgð, en höfuðverkurinn er nú neytandans. Færa má rök fyrir því að tiltölulega
litlar verðhældcanir á verði til neytenda ættu að geta gefíð bændum veruleg tækifæri til að
bæta aðbúnað síns búíjár. Meðal-nautgripabóndinn framleiðir ríflega 3000 kg af nautakjöti á
ári, en meðalneytandinn borðar rétt um 13 kg á ári (Bændasamtök Islands 2000). Það þýðir að
ef smásöluverð nautakjöts hækkar um 50 kr/kg, þá hækka útgjöld meðalneytandans um 650
kr/ári, en meðalframleiðandinn fær 150.000 kr/ári. Að minnsta kosti í orði.
Raunveruleikinn er oftast allt annar og neytandinn þarf því að borga mun meir eigi
bóndinn að hagnast svo einlrverju nemi. Og eigi neytandinn að fást til þess að borga hærra
verð fyrir bætta dýravelferð þá þurfúm við fyrst að sannfæra hann um að það sé þess virði að
gera það. Til að það sé hægt þurfum við að gera tvennt: I fýrsta lagi að sannfæra neytandann
um að ríkjandi ástand sé ekki nógu gott (sem er ekki endileg það sem við höfum mestan
áhuga á). Og í öðru lagi að tryggja það að upplýsingar um bætt ástand séu sannar og berist
skilvirknilega til neytandans (sem er ekki alltaf mjög auðvelt).
NIÐURSTAÐA
í þessum pistli hef ég reynt að sýna fram á hvernig greina megi hegðun framleiðenda út frá
mismunandi siðfræðikenningum. Þegar aðbúnaður og velferð dýra eru skoðuð í stærra sam-
hengi kemur í ljós að framleiðendur, hversu siðfræðilega þenkjandi sem þeir eru, geta ekki
einir tryggt að þar komi ekki upp vandamál. Bændur bera aðeins hluta af þeirri ábyrgð sem
búíjárhaldi fylgir og mikilvægt er að efla vitund neytenda sem virkra ákvarðanatökuaðila.
Slíkt getur aðeins orðið framleiðendum til góða. Að lokum má draga þá ályktun að lykillinn
að bættri sambúð bænda neytenda og búfjár sé aukin þekking og miðlun upplýsinga. Ef einu
upplýsingamar sem fylgja vöru frá bónda til neytanda er verð vörunnar þá mun neytandimi
eingöngu byggja sitt val á verðinu. Því fleiri upplýsingar sem fylgja vörunni því fleiri upp-
lýsingar mun neytandinn leggja til grundvallar sínu vali.
HEIMILDIR
Bentham, J.. 1970. An Introduction to the Principles of Morals and Legislation. í: The Collected Works of
Jeremy Bentham. Principles of Legislation (ritstj. Burns, J.H. & Hart, H.L.A.). The Athlone Press, London, UK,
353 s.
Bændasamtök íslands, 2000. Hagtölur landbúnaöarins 2000, 32 s.
Fisher, A.D., Crowe, M.A., Delavarga, M.E.A. & Enright, W.J., 1996 Effect of castration method and thc
provision of local anesthesia on plasma cortisol, scrotal circumference, growth, and feed intakc of bull calves.
.lournal of Animal Science 74: 2336-2343.
Flecknell, P.A. & Molony, V., 1997. Pain and injury. í: Animal Welfare (ritstj. Appelby, M.C. & Hughes, B.O.).
CAB-lnternational. Wallingford. UK, 63-73.
Gendin. S., 1989. The use of animals in science. í: Animal Rights and Human Obligations (ritstj. Regan, T. &
Singer, P.). Prentice Hall, New Jersey, USA, 197-208.
Hemsworth. P.H., Barnett, J.L. & Jones, R.B., 1993. Situational factors tliat influence the level of fcar of
humans by laying hens. Applied Animal Behavioural Science 36: 197-210.
Mill, .I.S., 1957. Utilitarianism. The Liberal Arts Press, Inc., New York, USA, 79 s.
Mclnerney, J.P., 1994. Animal welfare: an economic perspective. í: Valuing Farm Animal Welfare (ritstj.
Bennett, R.M.). Proceedings of a Workshop held at the University of Reading. Sept. 30, 1993. Occasional Paper
No. 3. Department of Agricultural Economics & Management, University of Reading, UK, 9-25.
Morton, D.B. & Griffiths, P.H.M., 1985. Guidelines on the recognition of pain. distress and discomfort in
experimental animals and an hypothesis for assessment. Veterinary Record 116: 431-436.
Rachels, J., 1993. The Elements of Moral Philosophy. McGraw-Hill, USA, 216 s.
Savater, F., 1994. Amador. Henry Holt & Company, Inc., USA, 342 s.