Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 46
36
rAðunrutafundjr 2001
Lífrænn/hefðbundinn Iandbúnaður - Andstæður eða hliðstæður?
Ríkharð Brynjólfsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
í þessu erindi er ætlun mín ekki sú að kafa djúpt í forsendur og hugmyndaffæði þess sem einu
nafni er nefnt lífrænn landbúnaður. né taka þær reglur sem um hann gilda til sérstaklega
gagnrýnnar skoðunar. Frekar er ætlun mín að leiða rök að því að ekki beri að skoða lífrænan
landbúnað sem eitthvað sérstakt eða einstætt, heldur sem hvern amran landbúnað, bæði frá
framleiðslulegu og félagslegu sjónarmiði. Þetta er ekki lærður fyrirlestur í þeirn skilningi að
hvert orð, skoðun eða staðhæfmg sé studd beinhörðum tilvitnunum. Það sem að baki liggur er
að verulegu leyti tilfinning sem byggir á viðræðum við aðila innan og utan þess sem kalla má
lífræna geirans hér á landi og á Norðurlöndum í allmörg ár.
Lífrænn landbúnaður er ekki einhlýtt hugtak eða framleiðsluaðferð. Þar eru ýrnsar stefnur
og skólar uppi sem má til einföldunar skipta í tvo flokka. Annar þeirra er lífefld, biodynam-
isk, ræktun. Það er einföldun að skoða lífelfdan landbúnað einan og sér, hann er aðeins angi
af heildstæðri heimsmynd sem kallast antroposofi. Uppeldis- og kennsluffæði þessarar heims-
myndar Itefur líklega haft mun víðtækari álirif en búvöruframleiðslan; hér hefur hún birst að
nokkru á Sólheimum og Skaftholti og í svokölluðum Waldorfskólum, en leikskóli af þeirri
„gerð“ er rekinn hér á landi.
Menn geta gert sér glatt í geði með því að lýsa ýmsum „kúnstum“ lífelfdrar ræktunar;
ofurþynntar lausnir af kvartsmjöli sem lífmagnast með vist í kýrhorni, sáðtíma eftir stöðu
tungls og stjarna og þessháttar. Það er svo sem margt í mannheimi sem er fáránlegt; er fárán-
legra eða tilgangslausara að úða kvartspreparati yfir kálið sitt en príla að erindisleysu upp á
Everest? Lífelfdar aðferðir lærði upphafsmaðurinn, Rudolf Steiner, í miðilsástandi snemma á
öldinni. Ég viðurkenni fúslega að ég skil ekki samhengi aðferðanna við vöxt og viðgang
plantna og dýra, né hef ég séð hin viðurkenndu vísindi taka mark á þeim. Hins vegar tel ég að
sýna skuli fulla virðingu fyrir hverju því sem gert er í góðri trú, af einlægni og án þess að
gengið sé á hlut annarra. Skólarnir njóta yfirleitt mikillar virðingar og lífelfdar vörur eru
traustar á markaði. Það er ótrúlegt að þær verði nokkru sinni fyrirferðarmiklar á því sviði, en
framleiðandi og kaupandi framleiða og kaupa í þeirri trú, jafnvel vissu. að þeir séu að gera
sjálfum sér og umhverfinu gott.
Lífræn ræktun, önnur en lífelfd, er megin viðfangsefnið hér. Skilgreiningin byggir á sam-
eiginlegum reglukjarna þar sem þekktast er algjört bamt við notkun tilbúins áburðar og hvers-
kvns efna sem notuð eru til að stýra vexti lífvera. nema til að lækna sjúk dýr og þá undir mjög
ströngum reglum. Þetta er vissulega mikil einföldun. Kjarni málsins er að lífrænn land-
búnaður telst sá einn sem fylgir tilteknum reglum.
Rétt eins og með lífefldu aðferðirnar rná halda uppi skemmtan um ósamkvæmni reglna
eða að þær standist ekki almennt viðurkennd vísindaleg viðmið. Hversvegna má alls ekki nota
kalíumklóríð, en hins vegar kalíumsúlfat, að rnati eítirlitsaðila? Af hverju má nota malað
hráfosfat, en ekki þrífosfat? Hvers vegna má lækna dýr þegar þau eru sjúk, en ekki plöntur?
Þannig mætti sjálfsagt lengi telja, en er til lítils nema þá til skemmtunar fyrir þá sem það vilja.
Það er líka hægt að benda á að reglurnar verða holari og holari í þeirn skilningi að stöðugt er
verið að bæta efnum á lista hinna leyfilegu. Til dærnis var rétt fyrir jólin, meðal annarra efha.