Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 48
38
var þeirra ekki þörf þegar nánd framleiðanda og neytanda var mikil. Breyttar markaðs-
aðstæður. sem hafa verður í huga að eru ekki síður vegna aukinnar eftirspurnar en framboðs,
samhliða því að stjórnvöld í mörgum löndum reyndu að slá tvær flugur í einu höggi með því
að ýta undir þróum lífrænu framleiðslunnar gerðu reglur og eftirlit óhjákvæmilegt. Það er
erfitt að tímasetja hvenær þessi þróun hófst að marki, miður níundi áratugurinn er ekki fjarri
lagi. Takmarkaður hópur hugsjónamanna sem framleiddi og seldi þessar vörur að verulegu
leyti beint var skyndilega orðinn í minnihluta innan miklu blandaðri hóps. Kaupandinn var
heldur ekki lengur ..sérlundaður" hugsjónahópur heldur almennur neytandi, og ekki má
gleyma því, stjórnvöld. Það var óhugsandi að ríkisvald styddu breytingu á framleiðsluháttum,
nema því fylgdi öflugt eftirlit.
Það væri ofmælt að segja að útbreiðslu lífrænna búskaparhátta á níunda áratugnum hafi
verið tekið fagnandi af „venjulegum“ bændum. Þeir sáu í þessu ákveðna ógnun og forsvars-
menn lífræna geirans voru einnig mjög óvægnir í garð hinna. Það hefur breyst mikið. Lífrænir
bændur, sem fyrir tveim áratugum voru skýrt aðgreindur hópur, jafnvel milli tanna annarra
bænda sem sérvitringar, dreifendur illgresis og sjúkdóma, eru nú sjálfsagður þáttur í frarn-
leiðslulandslaginu. Þeir eru ýmist stórir eða smáir framleiðendur, í Danmörku er svo kornið
að meðaistærð lífrænna kúabúa er orðin meiri en meðalstærð hefðbundinna.
Þá má ekki gleyma þvi að regluumhverfi hefðbundins landbúnaðar er stöðugt að
styrkjast. Sameiginlegt markmið ríkis og Bændasamtaka Islands er að efla gæðastýringu í bú-
skapnum til að framleiðslan verði gegnsærri í þeim skilningi að neytandinn viti betur hvað
hann er að kaupa, bæði hver framleiddi og hvernig. Að mínu mati er þetta ekki skrel' til
aukinnar miðstýringar og skriffinsku heldur til þess fallið að bæta í senn rekstur einstakra
býla og að styrkja landbúnaðinn sem slíkan.
RANNSÓKNIR
Haíi almennir bændur tekið útbreiðslu lífrænna búhátta með fyrin'ara voru viðhorfín innan
rannsóknageirans ekki síður efablandin. Þetta var gagnkvæmt. Forsvarsmenn lífræns landbún-
aðar töldu sig ekki hafa mikið að sækja til hinna. Lífrænir rannsóknamenn töluðu af mikilli
fyrirlitningu um hefðbundnar rannsóknir, þær snerust um að rannsaka örlitla hluta af flóknu
kerfi og meginmarkmiðið var að safna gögnum og breyta þeirn í frítölur og marktækni. Sam-
heiti þeirra var vaxandi skammtar af köfnunarefni. Hinar nýju rannsóknir voru heildstæðar,
holiskar, þær tóku á heilum kerfum og ég heyrði þeim jafnvel talið til gildis að í þeim væri
ekki hægt að beita tölfræði. Hinir hefðbundnu sáu hins vegar nýju rannsóknirnar sem hálfgert
kák þar sem tekið var á mörgu en engu svarað. Þessi mynd er viljandi ýkt, en ég hygg að hún
gefi nokkuð sanna mynd af umræðum innan hvors hóps um hinn.
Að sjálfsögðu er það fásinna að afgreiða megi alla eldri þekkingaröflun manna á sviði
landbúnaðar í víðtækum skilningi sem tilgangslausa gagnasöfnun. Á sama hátt er fráleitt að
afgreiða heildrænar rannsóknir sem yfirborðskák. Erfitt er að hugsa sér lífrænan landbúnað án
þekkingar á næringarþörf plantna og dýra og ég held að tilraunir til þess að skoða framleiðslu-
ferlið sem heild, ásamt með þeim áhuga sem lífrænir rannsakendur hafa sýnt á sambýli sveita
og þéttbýlis, verði að taka jákvætt. Áhugi á lífrænni ræktun jókst samtímis auknum áhyggjum
af áhrifum mannlegrar starfsemi á umhverfið. Rannsóknir á aflrænum lausnum á illgresis-
vandamálum hefðu trúlega aukist þó svo lífræn ræktun hafði ekki komið til. Sama má segja
um nýtingu búíjáráburðar og belgjurta. Hin brýna þörf lífrænna bænda fyrir lausnir hefur hins
vegar knúið á.
Sama má segja um aukinn áhuga á jarðvegi sem frumforsendu allra matvælaframleiðslu á
landi. Á komræktarsvæðum hefur ,,gæðum“ hans farið hrakandi sem best mælist í lækkun