Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 49
39
húsmusinnihalds. í Svíþjóð hefur verið sett fram markmið um að ná upp fyrra húmusmagni.
Eina lausnin til þess er að leggja stór landsvæði undir gras og reiknað hefur verið út að til að
ná markmiðinu fyrir 2020 þyríti að leggja svo stór svæði undir að sænska þjóðin hefði varla
undan að éta kjöt af jórturdýrum sem þyrfti til að nýta allt það gras.
Fyrir skömmu síðan var tekið saman yfirlit um rannsóknir á Norðurlöndm sem tengjast
lífrænum landbúnaði. Sú flóra er fjölskrúðug og í ýmsu frábrugðin þeirri sem ,,ólífræn“ sam-
antekt myndi gefa. Verkefnavalið er annað, þar eru að sjálfsögðu engar rannsóknir í notkun
hefðbundinna varnarefna og lyfja. Aðrir flokkar eru þeim mun sterkari. t.d. urn 8% um nýt-
ingu búijáráburðar. í heildina séð er varla hægt að sjá eðlismun á rannsóknunum. Spurning-
arnar eru sama eðlis, en taka mið af öðru umhverfi og nálgunin er því önnur.
Sameiginlegur þekkingargrunnur kemur berlega í ljós við samanburð kennslubóka í líf-
rænurn og hefðbundnum landbúnaði. Urnfang einstakra kafla og umijöllun er mismunandi.
Að sjálfsögðu er engin umijöllun um tilbúinn áburð í þær fyrmefndu, en í öllurn aðalatriðum
er innihaldið ótrúlega líkt. Stefnt er að sömu markmiðum þó leióirnar séu nokkuð mismun-
andi.
BÚÐARHILLAN
Þegar verslunarkeðjur á Norðurlöndum og hér á landi ákveða að veita lífrænum vörum hillu-
pláss þarf enginn að segja mér að það sé af umhyggju fyrir heilsu neytandans. Frarnan af
hafði auglýsingagildi áreiðanlega sitt að segja, á seinni árum eftirspurnin. í stórmörkuðum.
l.d. Kaupmannahafnar, má vart á rnilli sjá hvor fær meiri hillupláss lífræna mjólkin eða hin og
enginn tekur til þess hvor er tekin. Hefðbundinn landbúnaður og lífrænn hafa þannig nálagst
hvorn annan markaðslega. Samkvæmt könnunum mun obbi þeirra sem frekar kaupa lífræna
mjólk taka hina ef hillan er tóm frekar en að leggja í búðarráp. Vörumar eru sem sagt að veru-
legu leyti skiptivörur. Kaupendahópurinn sem velur frekar lífrænt er býsna stór í nágranna-
löndunum og hefur fremur farið vaxandi. en unr leið verður hópurinn sem heild tækifæris-
sinnaðri.
Að mínu mati er alrangt að líta á lífræna og ólífræna mjólk í kæliborði sem vörur í sam-
keppni. heldur sem aukna fjölbreytni vara með sömu notaeiginleika, en mismunandi eigindir.
Og þá skiptir ekki máli hvort eigindin er huglæg eða hlutlæg. Vissulega velur kaupandinn
aðra. cn sarnan eru þær sterkari í samkeppni við næsta kæliborð þar sem safarnir eru
falboðnir. Carlsbergsjóðurinn framleiðir bæði Tuborg og Carlsberg; varla af þegnskap heldur
er það talið auka heildarsöluna. Annað dæmi okkur nærtækt er sú ókjör af jógúrtgerðum sem
við finnum í kæliborðum hérlendis. Neytandinn þarf að geta valið milli vara, a.rn.k. verður
hann að hafa þá tilfinningu.
PÓLITÍK
Ég sagði áðan að ríkisvaldið væri mikilvægur kaupandi lífræns landbúnaðar, ekki varanna
sem slíki-a heldur framleiðsluháttanna. Ástæða þessa er sjálfsagt ekki einhlýt, en í mörgum til-
fellum hafa menn vonast eftir að slá tvær flugur í einu höggi. Annars vegar að minnka frarn-
leiðslu með minnkun aðfanga, hins vegar pólitísk viðbrögð við þeirri ógn sem hefðbundinn
landbúnaður var og er sagður, með réttu og röngu, við umhverfi okkar; mengun grunnvatns,
efnaleifar í matv'ælum, einhæft lífríki. rýrnun landgæða og sjálfsagt mætti tína fleira til. Að-
ferðir til að takmarka búvöruframleiðslu höfðu gengið fremur illa, bændur virtust alltaf geta
snúið á kerfíð. Með turnun til lífræns búskapar hlaut framleiðslan að minnka og það hefur
gengið eftir. Þá er augljóst að mengun vegna plöntulyfja er engin frá lífrænum búum. Mengun
af plöntunæringarefnum var einnig mjög einlrliða rakin til notkun tilbúins áburðar.