Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 56
46
hugsanlega hefði mátt temja og er lamadýrið nánast eina spendýrið sem tamið hefur verið í
þeirri álfu. Þróunin varð þvi sú að tiltölulega fáar tegundir plantna og dýra, sem hafa dreifst
um heim allan, eru nýttar í landbúnaði. Þær eru undirstaða þess rnikla mannfjölda sem nú
byggir jörðina.
Frá upphafi landbúnaðar hefur það talist til mestu auðæfa að eiga aðgang að lífverum
sem henta til ræktunar og gefa af sér nýtanlegar afurðir. í öllum hernaði og landkönnunar-
leiðöngrum var söfnun á áhugaverðum tegundum eitt mikilvægasta viðfangsefnið. Gullið sem
Kólumbus tók með sér frá Ameríku vakti vissulega athygli. Meiri áhrif höfðu þó þær nytja-
tegundir sem hann kom með, svo sem kartöflur og tómatar. Vegna stöðugs flutnings á áhuga-
verðu erfðaefni er staðan sú að landbúnaður í heiminum byggir alls staðar að rnestu leyti á
tegundum sem eru aðfluttar.
Það er sameiginlegt bæði dýrum og plöntum að tegundir og stofnar taka miklum breyt-
ingum við aðlögun að nýju umhverfi og áframhaldandi ræktun. Við það verða til nýir stofnar
oft ólíkir þeim upprunalegu. Þessar breytingar eru afleiðingar meðvitaðs vals mamisins á
ólíkum svipgerðum, tilviljanakennds genaflökts og ekki síst náttúruúrvals, sem er aðlögun að
umhverfinu á hverjum stað. Á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar skilgreindi Rússinn Vavilov
sjö megin upprunasvæði ræktunar og sýndi fram á að erfðabreytileiki nytjaplantna er rnestur
þar sem ræktun tiltekiimar tegundar hefur verið stunduð lengst. Með aukinni þekkingu í
erfða- og kynbótafræðum síðustu tvö hundruð árin, einkum eftir að Mendel uppgötvaði erfða-
lögmálin, urðu stórstígar framfarir í ræktun nytjaplantna og búpenings. Þær urðu afar miklar í
upphafi. Það byggðist á því að hægt var að ná miklum framförum með tiltölulega einföldu úr-
vali vegna mikils breytileika. Nútímatækni liefur tekist að viðhalda framförum þó svo að
breytileikinn sé orðinn minni og stofnar meó sértæka aðlögun hafi glatast. Bændur sem áður
höfðu ræktað marga stofna hófu að rækta nýja kynbætta stofna og þar með glötuðust þeir
gömlu. Erfðabreytileiki er þó undirstaða áframhaldandi framfara og grundvöllur þess að geta
brugðist við óvæntum aðstæðum svo sem nýjum sjúkdóinum.
NÝTING ERFÐALINDA í ÍSLENSKUM LANDBÚNAÐI
Skipta má plöntum á íslandi í þrennt eftir uppruna. I fyrsta lagi vaxa hér villtar plöntur sem
lifðu af ísöldina og hafa borist með ýmsum hætti til landsins síðan. í öðru lagi er um að ræða
gamlar ræktarplöntur sem hafa komið af mannavöldum frá landnámi. Má líta á þær sem ís-
lenskar plöntur og fullgilda þegna flórumiar. Loks má svo nefna eiginlegar nytjaplöntur af
erlendum uppruna sem borist hafa til landsins eftir að markviss ræktun hófst á 20. öldinni.
Það er óhætt að fullyrða að íslenskur landbúnaður hafi byggst eingöngu á nýtingu inn-
lends gróðurs í aldanna rás. Eiginleg ræktun hófst ekki fyrr en fyrir um 100 árum og nú er
landbúnaður fyrst og fremst ræktunarbúskapur. Nytjaplöntur eru fáar í íslensku flórunni. Því
hélst ræktun lands í hendur við innflutning nytjaplantna frá útlöndum. Fóðurrækt nú á tímum
byggist að hluta á innfluttum tegundum og stofnum. Beit á óáborinn úthaga nýtir alfarið inn-
lendar tegundir.
Vallarfoxgras er algengasta sáðgresið. Var það upphaflega innflutt, en kynbætur þess hér
á landi hafa leitt af sér tvö íslensk yrki, Korpu og Öddu. Einnig hefur verið sáð erlendu vallar-
sveifgrasi, túnvingli og háliðagrasi. Innlendur gróður kemur fljótt inn í sáðsléttur og þrífst þar
samhliða innfluttu sáðgresi. Um tveir þriðju hlutar túna er eldri en fimm ára og þar eru inn-
lend túngrös ríkjandi. Með útlendu sáðgresi hafa borist til landsins ýmsar aðrar plöntutegundir
sem gjarnan voru illgresi í fræökrum erlendis. Fæstar hafa þær náð fótfestu hér á landi.
Korn- og grænfóðurrækt byggist eingöngu á innfluttum tegundum og stofnum. Land-
námsmenn lluttu með sér bygg til landsins, en kornrækt lagðist af á miðöldum og þar með