Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 57
47
glataðist landnámskornið. Byggyrki frá Svíþjóð og Noregi hafa verið hryggjarstykkið í korn-
ræktinni, en nú hyllir undir kynbætt íslensk yrki. I matjurtarækt hafa á hinn bóginn varðveist
gamlir stofnar sem eru enn mikilvægir fyrir ræktun. Kartaflan kom upphaflega til landsins
fyrir atbeina Björns í Sauðlauksdal og hefur verið ræktuð síðan. Þrír kartöflustofnar em
varðveittir í Norræna genbankanum sem íslenskir og ganga þeir undir nöfnunum gular, rauðar
og bláar íslenskar. Rauðar íslenskar eru um fjórðungur af íslensku stofnútsæðisræktuninni og
því enn vinsælar hjá neytendum. Gulrófur hafa verið ræktaðar hér í tvær aldir. í kjölfar inn-
lendrar fræræktar urðu til staðbundnir stofnar lagaðir að veðurfari hér. Nú er hins vegar svo
kornið að einungis þrír þeirra hafa sjálfstætt vörslugildi og nefnast þeir Ragnarsrófa, Maríu-
bakkarófa og Sandvíkurrófa. Einn er í ræktun og unnið er að því að koma hinum í notkun.
í íslenskum plöntum leynast ýmsir eftirsóknarverðir eiginleikar sem hagnýta má með
ntargs konar hætti. Auk eiginlegra nytjaplantna má geta þess að margar plöntur búa yfir
lækningamætti og eru uppi áforrn um að nýta þær við framleiðslu á náttúrulyfjum ýmiss
konar. Má þar nefna ýmsar fléttur og skófir, ætihvönn, geithvönn, vallhumal og blóðberg.
Nýting villtra plantna telst til hlunninda. Auk eiginlegra lækningajurta má nefna berjatínslu,
fjallagrös og fleiri jurtir sem nýttar eru t.d. í jurtate og snyrtivörur.
Hefðbundin búfjárrækt á íslandi er bundin við gönrlu íslensku búQárkynin sem voru flutt
hingað með landnámsmönnum. lslenska kúakynið, sauðfjárkynið og hrossakynið teljast öll
vera upprunaleg íslensk kyn og eru í fullri notkun sem hefðbundin framleiðslukyn. Þessi kyn
hafa mikla sérstöðu vegna þess hve lítið þau hafa blandast effir komuna til Islands. Heimildir
eru um nokkurn innflutning nautgripa á 18. og 19. öld, en áhrifa þess gætir lítt og erfða-
rannsóknum ber saman við sögulegar heimildir urn aðskilnað íslenska kúakymsins frá öðrurn
stofnum í 1100 ár. Endurteknar tilraunir voru gerðar til að flytja inn sauðfé til kynbóta, en þær
tilraunir enduðu flestar með ósköpum eins og kunnugt er vegna sjúkdóma sem innflutta féð
bar með sér. Ekki fara sögur af innflutningi lirossa til kvnbóta. Þrengingar urðu í öllurn inn-
lendu stofnunum þegar harðindatímabil gengu yfir og búfé var fellt vegna fóðurskorts eða féll
hreinlega úr hor. Þrátt fyrir þessar þrengingar og langtímaeinangrun hefur skyldleikarækt ekki
aukist til skaða að því er virðist og mikill árangur hefur náðst í ræktun þessara kynja efti’ ið
skipulegar ky'nbætur hófust.
íslenska geitin er rnjög garnalt kyn, sem tekist hefur að halda við þrátt fyrir mjög lítinn
stofn í áratugi. Nytjar af geitum eru því miður litlar og þær eru í flestum tilfellum haldnar til
skemmtunar og því hefur gengið hægt að ijölga í stofninum. Greiddur hefur verið stofn-
vemdarstyrkur til geitfjáreigenda síðan 1965 og hefur það án efa haft rnikla þýðingu fyrir við-
hald stofnsins. Görnlu íslensku hænsnin eru einnig aðallega höfð til skemmtunar og skrauts
þar sem þau þykja treg til varps, en litadýrð þeirra er hins vegar rómuð. Töluverður áhugi er á
íslenskum hænsnunum og virðist stofninn fara heldur vaxandi samkvæmt athugun sem gerð
var fyrir nokkrum árurn.
Nytjar annarra búf|ártegunda byggjast á stofnum sem fluttir voru til landsins á 20. öld,
annað hvort sent nýjar tegundir, svo sem minkar. blárefír, silfurrefir. kanínur og kalkúnar eða
sem endumýjun tegunda sem urðu útdauðar (svín) eða þóttu ekki hæfar sem framleiðslukyn
(varphænur og holdahænsni).
Svín voru ræktuð hér frá landnámi og fram á 16. öld. en þá dó upprunalegi stofninn út.
Svín voru flutt frá Evrópu sitt hvoru megin við aldamótin 1900 og ræktuð að mestu án skipu-
legra kynbóta fram til 1997 þegar innílutningur var tekinn upp að nýju. Svínastofninn hefur
aldrei verið stór og sá stofn sem kallaður hefur verið íslenskur var sennilega á mörkum þess
að geta talist sérstakur stofn, nema ef hugsast gæti að hann væri dæmigerður fyrir svínastofna
sem voru ræktaðir í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar og eru nú flestir horfnir eða gjörbreyttir.