Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 58
48
Nýting hlunninda hefur alla tíð verið drjúgur þáttur í íslenskum búskap og þar er byggt á
nýtingu erfðalinda í villtum tegundum, svo sem laxi, silungi og æðarfugli. A seinni árum hafa
lax og silungur verið gerðir að húsdýrum í fiskeldi, jafnframt því sem haldið er áfram að nýta
villta stofna til veiða. Laxeldið er byggt á kynbættum norskum laxi og deilur eru um hvort
villtum laxastofnum standi ógn af kynblöndun við eldislax sem til stendur að ala í sjókvíum.
Innfluttur regnbogasilungur er alinn í nokkrum mæli, en finnst ekki villtur. Bleikja af ís-
lenskum stofnum er notuð í eldi og unnið er að kynbótum á henni. Erfðalindir í ferskvatns-
fiski má því flokka annars vegar í eldisstofna og hins vegar í villta stofna.
VARÐVEISLA OG SJÁLFBÆR NÝTING ERFÐALINDA
Ríósamningurinn um líffræðilega íjölbreytni fjallar um viðhald og sjálfbæra nýtingu lifandi
auðlinda þar sem þjóðirnar skuldbinda sig til þess að vernda og viðhalda erfðalindum bæði í
villtum og ræktuðum tegundum. Litið er á líffræðilega íjölbreytni sem sameiginlega auðlind.
Jafnframt er lögð áhersla á umráðarétt þjóða vfir eigin erfðalindum og þar með ábyrgð þeirra
á verndun þeirra ef þörf krefur. Einnig er fjallað um sanngjarna skiptingu hagnaðar sem hlýst
af nýtingu erfðalinda. Eitt af höfuðatriðum samningsins er að nauðsynlegt sé að viðhalda líf-
fræðilegri fjölbreytni til þess að hægt sé að hagnýta auðlindina á sjálfbæran hátt um ókomna
framtíð. Þetta á ekki síst við um erfðalindir í landbúnaði þar sem ræktun getur orðið nokkuð
einhæf. Það er alls ekki öruggt að sú ræktun haldi ef aðstæður breytast.
Á alþjóðavettvangi er unnið umfangsmikið starf um vemdun erfðalinda. Þar ber e.t.v.
hæst stjórnarnefnd FAO um erfðalindir í landbúnaði (Commission on Genetic Resources for
Food and Agriculture). Á vettvangi FAO er unnið að verndun erfðalinda í landbúnaði á
heimsvísu, bæði varðandi nytjaplöntur og búfé. Fleiri alþjóðlegar stofnanir vinna að þessuin
málum, m.a. á vegum Evrópusambandsins og norrænt samstarf um verndun erfðalinda á sér
alllanga hefð. ísland á aðild bæði að Norræna genbankanum fyrir plöntur (NGB) og Norræna
genbankanum fyrir húsdýr. Öll þessi samtök og stofnanir hafa leitast við að skipuleggja starf-
semi sína í samræmi við ákvæði Ríósamningsins, þannig að unnið sé að sömu markmiðum.
Samvinna er einkum fólgin í fræðslustarfsemi, ásamt söfnun og miðlun upplýsinga um út-
breiðslu og eiginleika erfðalinda víðsvegar um heiminn, en hverri þjóð er ætluð ábyrgð á
beinum aðgerðum. Nauðsyn þess að auka matvælaframleiðslu í heiminum, ekki síst í þróunar-
löndunum, er áberandi í stefnumörkun FAO varðandi verndun erfðalinda. Mikil áhersla er
lögð á nauðsyn þess að auka nýtingu og ræktun tegunda sem eru aðlagaðar aðstæðum í hverju
landi eða heimshluta í því skyni að auka sjálfbæra framleiðslu matvæla.
Samkvæmt ákvæóum samningsins er ríkjum skylt að vernda og viðhalda eigin erfða-
lindum og þá eru mörkin sett við tegundir, stofna eða yrki (afbrigði), sem ekki er að finna
annars staðar með sambærilega aðlögun. Almennt er miðað við uppruna erfðalindanna. Ríki
hafa því ekki skyldur gagnvart tegundum sem upprunnar eru annars staðar, en hafa verið
fluttar til landsins tiltölulega nýlega, og ekki er ástæða til að ætla að hafi breyst. Á þessu geta
að sjálfsögðu verið undantekningar, t.d. ef tegund eða stofn hefur dáið út í upprunalandinu,
þannig að eini möguleikinn til vemdunar er í iimflutningslandinu.
Rétt er að gera stutta grein fyrir röksemdum fyrir nauðsyn þess að vernda erfðalindir í
landbúnaði út frá sjónarmiðum urn hagnýtingu. Eftirfarandi atriði eru talin skipta mestu máli í
því sambandi:
• Möguleikar til að bregðast við framtíðarkröfum markaðar fyrir landbúnaðarafurðir.
Á Vesturlöndum er vaxandi eftirspum eftir alls kyns sérvörum og þjónustu sem land-
búnaðurinn þarf að geta sinnt. Hér má nefna sérstakar matvörur fyrir sérhæfða
markaði, en hér á einnig við að nefna aukna og íjölbrevttari eftirspum í núverandi
þróunarlöndum.