Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 59
49
• Breyttar forsendur landbúnaðarframleiðslu vegna breytinga á umhverfinu. Breyt-
ingar geta ýmist orðið á náttúrulegum aðstæðum eða af mannavöldum. Landbúnaður
á Vesturlöndum er tæknivæddur og háður aðkeyptri orku og öðrum aðföngum sem
framleidd eru í iðnaði (tilbúinn áburður, varnarefni. lyf. o.s.frv.), auk þess sem æ
meiri umræða er (a.rn.k. í Evrópu) urn meint neikvæð áhrif landbúnaðar á umhverfið.
Mikið er rætt um yfirvofandi loftslagsbreytingar sem rnunu án efa hafa rnikil áhrif á
umhverfi landbúnaðar ef af þeim verður. Nýir sjúkdómar geta komið upp og oft rná
sækja sjúkdómsþol í gamla ræktarstofna eða nána ættingja. Við breyttar aðstæður
getur orðið þörf fyrir aðra eiginleika en nú eru taldir verðmætastir í ræktuðum teg-
undurn bæði plantna og búfjár.
• Fræðilegt gildi erfðalinda til rannsókna er afar mikilvægt. Erfðabreytileiki er oft
lykill að skilningi á líffræðilegum eiginleikum nytjategunda og viðbrögðum þeirra
við umhverfinu.
• Röksemdir sem ekki eru jafn nátengdar hagnýtingu eru einnig fullgildar og má þar
nefna menningarsögulegt og umhverfislegt gildi. Búsetulandslag, þ.e. ummerki bú-
setu og nýtingar náttúrunnar í landslaginu, er afleiðing ræktunar og beitar og er víða
talið æskilegt að viðhalda því jafnvel þó nýting lands hafi breyst að einhverju leyti.
Ræktun nytjaplantna og búfjár er hluti af menningarsögu landbúnaðarsvæða og hefur
gildi á við aðra þætti sögunnar.
STAÐAN í ÍSLENSKUM LANDBÚNAÐI
Hefðbundinn landbúnaður á íslandi byggist að verulegu ieyti á íslenskum erfðalindum, sér-
staklega búfjárræktin. Ræktun nytjaplantna hefur í auknum rnæli byggst á aðfluttum
tegundum á undanförnum áratugum. Samkvæmt ákvæðum Ríósamningsins er íslendingum
skylt að viðhalda erfðalindum sem eru sérstakar í landinu og ber þar hæst gömlu búfjárkynin
sem áður er getið, sem og íslenskar nytjaplöntur sem ekki eru í ræktun annars staðar. Yfirleitt
má reilcna með því að virk hagnýting erfðalinda sé besta leiðin lil þess að viðhalda þeim og
þvi er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af tegundum eða stofnum sem eru í almennri ræktun.
Ef nýting er lítil eða engin þarf að vakta tegundina eða erfðahópinn. Sama má segja ef inn-
flutningur erfðaefnis af annarri eða sömu tegund setur innlenda erfðalind í hættu.
Það plöntuerföaefni sem þarf að varðveita er tvenns konar. Annars vegar eru eiginlegar
ræktarplöntur. ísland er fullgildur aðili að Norræna genbankanum. Hlutverk hans er að varð-
veita nytjaplöntur af norrænum uppruna. Þar eru nú varðveittir nokkrir íslenskir stofnar
ýmissa nytjajurta sem teljast sérstakir. Hins vegar þarf að varðveita villtar plöntur í íslenskri
náttúru og koma í veg fyrir að innfluttar ryðji þeim úr vegi. Hverfandi hætta er á að útlendar
nvtjaplöntur, sem einungis þrífast í ræktuðu landi, ógni innlendum plöntutegundum. Hins
vegar er ástæða til að fýlgjast náið með áhrifum útlendra piantna sem dreift er á útjörð eða í
uppgræðslu. Skógrækt byggist nánast alfarið á innfluttum tegundum og dæmi eru um að þær
séu farnar að sá sér. Alaskalúpínan hefur reynst aflmikill nýbúi i íslensku gróðurfari og sett
svip sinn á landið. Viss hætta er á að hún ógni búsvæðum, svo sem lyngmóum á norðanverðu
landinu. Ekki virðist þó stórfelld hætta á að hún eyði iimlendum erfðalindum í náinni framtíð.
Því er rétt að vera á varðbergi þegar plantað er eða sáð utan eiginlegs ræktarlands. Umhverfis-
ráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð með stoð í nýlegum lögum um náttúruvemd sem tekur
einmitt á þessum þætti. Er hún sett með skírskotun í Ríósáttmálann og er meginmarkmið
hennar að koma í veg fyrir að útlendar plöntutegundir valdi óæskilegum breytingum á líf-
fræðilegri fjölbreytni í íslenskum vistkerfum.
Gömlu íslensku búQárkynin falla öll undir innlendar erfðalindir sem þjóðin ber ábyrgð á
að viðhalda. Ástæða er til að vakta geitur og landnámshænsni sérstaklega sem og forystuféð
og hvetja til íjölbreyttari nýtingar þessara stofna eftir því sem hægt er. Einnig hefur verið bent