Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 61
51
rAðunrutrfundur 2001
Viðhald næringarefna í túnrækt
Hólmgeir Bjömsson
Rarmsóknastofnun landbúnadarins
INNGANGUR
Viðhorf til notkunar áburðar hafa breyst mikið á undanfömum árum og áburðarþörf túna
breytist þegar ræktunin eldist. Mestu máli skiptir hugmyndin um sjálfbæra þróun. Þessi hug-
rnynd felur í sér að nýting náttúrugæða, þar með talin ræktarjörð, verði með þeim hætti að
komandi kynslóðir geti hagnýtt þau sér til lífsviðurværis til jafns við okkur sem nú lifum. í
strangasta skilningi getur virst erfitt að ná þessu marki, en samt ber að telja sjálfbæra ræktun
það markmið sem stefnt skuli að. Hvað næringarefni í ræktun varðar er um það að ræða að
varðveita ræktunareiginleika jarðvegs, ganga ekki á næringarforða hans eftir því sem framast
er unnt, ganga ekki um of á námur áburðarefna, t.d. fosfórs, og varast að mengun frá ræktun,
sem oft er réttara að kalla ofauðgun næringarefna, spilli næsta umhverfi. Viðhorf af þessu tagi
hafa m.a. alloff mótað umræðu um áburð í erindum á ráðunautafundi á nýliðnum áratug, þ.e.
1991.1993. 1995, 1998 og 2000.
Frjósemi jarðvegs er gerð úr tveimur meginþáttum. Annars vegar er forði jarðvegs af
næringarefnum sem plöntumar geta lekið upp. Við ræktun em næringarefni fjarlægð með
uppskeru nytjaplantna og þá gengur á þennan forða. Hann getur þó endumýjast á náttúmlegan
hátt, t.d. með því sem berst með úrkomu og áfoki og með nitumámi örvera í jarðvegi og í sam-
býli við plöntur. Veðrun bergsteinda í jarðvegi endurnýjar einnig forða jarðvegs af nýtanlegum
næringarefnum, en þá gengur á forða hans af veðranlegum steindum. Hinn meginþáttur frjó-
semi eru eðliseiginleikar hans, þ.e. geymsla og miðlun nýtanlegs vatns, eiginleikar til að veita
róturn og örverum vaxtarskilyrði svo sem loft og varma, eiginleikar til jarðvinnslu og til að
taka við og miðla áburðarefnum. Segja má að viðhald og jafnvel endurbætur á þessum eðlis-
eiginleikum séu frumskilyrði sjálfbærrar ræktunar. Um þann þátt verður þó ekki íjallað hér.
Tilraunir með áburð á tún, aðallega tilbúinn áburð, voru mjög ríkjandi í tilraunastarf-
seminni á þriðja fjórðungi nýliðinnar aldar. Eftir það dró úr slíkum tilraunum og litið er um að
tilraunir með áburð hafi verið skipulagðar á gamalræktuðu landi. í upphafi ræktunar er lögð
áhersla á að ná upp frjósemi jarðvegs með nægilegu magni áburðar, einkum fosfórs. Fosfór er
þá að jafnaði borinn á töluvert umfram þarfir og safnast hann fyrir í yfirborði jarðvegs. Þegar
landið er endun-æktað blandast yfirborðslagið í meira rými eða grefst ef landið er plægt. Því
getur þurft að bera á ríflegt magn af fosfór við endurvinnslu, en að því kemur að sú þörf
minnkar.
Eins og áður er komið fram hefur töluvert verið fjallað um næringarefni í jarðvegi og
gróðri, áburð og áburðarleiðbeiningar á ráðunautafundum á nýliðnum áratug þótt ekki sé
tnikið um nýlegar tilraunaniðurstöður. ítarlegust er þó umfjöllun Þorsteins Guðmundssonar í
greinaflokki í Frey um næringarefni í jarðvegi (Þorsteinn Guðmundsson 1998, 1999abc). í
Þýskalandi og víðar er það grunnhugsun áburðarleiðbeininga að litið sé á jafngildi þess sem
fjarlægt er með uppskeru sem grunnáburð eða viðhaldsáburð (Þorsteinn Guðmundsson
1999a). Vikið er frá til meiri eða minni áburðar eftir því hvort um er að ræða skort í jarðvegi
eða umframmagn af nýtanlegu efni. Þessi aðferð á þó ekki alltaf við. Skýrasta dæmið er nitur-
áburður í grasrækt. Upptöku á nitri miðað við áborið magn má lýsa með eftirfarandi jöfnu: