Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 62
52
Nupptekið No+bN, áburði
þar sem Nq er það magn niturs sem er í uppskeru af reitum án nituráburðar. Stuðullinn b er
nálægt því að vera fasti og virðist mega reikna með að hann sé um tveir þriðju í túnrækt við
góð skilyrði. (Hólmgeir Björnsson o.fl. 1975). Gildi sem eru örugglega lægri en 0,6 má taka
til marks um að skilyrði til nýtingar áburðar séu ekki sem skyldi, t.d. vegna afnítrunar (Hólm-
geir Björnsson 1998). Sá hluti upptekins niturs sem er óháður áburðarnotkun, No, er mjög
breytilegur milli staða og eftir árferði, en eðlilegast er að miða við langtímameðaltal. Þá
gildir;
^f Niáburöi=(NUpptekiö-No)/b-NUpptekiö, að N,' áburði—No/(l“b)
Tökurn dæmi. Ef N0 er 10 kg/ha af N á ári, sem er fremur lágt, og b=0,67 kemur út að
ekki skuli bera á nema um 30 kg N/ha, en 150 kg/ha ef N0 er 50 kg/ha. Ræktunarjafnvægi er
því ekki gagnleg viðmiðun þegar nitur á í hlut. Nituráburður á tún á ekki að taka mið af því
sem er fjarlægt með uppskeru. Líklegt er að það eigi víðar við og jafnvel um fleiri efni ef vel
er að gáð. Sérstaða niturs kami að vera að það, sem ekki er fjarlægt með uppskeru, myndar
ekki forða sem getur nýst á næstu árum.
RÆKTUNARJAFNVÆGI
Athugun á ræktunarjafnvægi efna, þ.e. aðflutt efni að frádregnu því sem er ijarlægt, er gagn-
leg ef menn gera sér grein fyrir takmörkunum þess og því að fullkomið jafnvægi, þ.e. jafh-
mikið fjarlægt og berst að, er ekki trygging fyrir því að áburðamotkun sé sú sem æskilegust
væri. Til meiri skilnings þarf að þekkja magn næringarefna í jarðvegi og ferli þeirra (Þor-
steinn Guðmundsson 1998). Á þessum ráðunautafundi eru kynntar á veggspjaldi helstu niður-
stöður ítarlegrar rannsóknar á jarðvegi í tilraun m 19-54 með tegundir nituráburðar á Skriðu-
klaustri 1954-96 (Hólmgeir Bjömsson o.fl. 2001).
Til skamms tíma litið er það einkum forði jarðvegs af auðleystum efnum sem nýtist, auk
þess sem kemur með áburði. Á lengri tíma nýtast einnig efni sem losna við veðrun. Rúm-
þyngd íslensks jarðvegs, einkum á mýri, er yfirleitt rnjög lág og rótardýpt á túni lítil. Magn
næringarefna getur því verið fremur lítið þótt styrkur þeirra sé í meðallagi eðajafnvel hár. í 1.
töflu er magn veðranlegra næringarefna í efstu 10 sm jarðvegs samkvæmt rannsóknum á jarð-
vegi á Hvanneyri og víðar á Vesturlandi (Þorsteinn Guðmundsson 1998a) og í tilraun nr 19-
54 á Skriðuklaustri (Hólmgeir Björnsson o.fl. 2001). Rúmþyngd jarðvegs ræður mestu um
mismunandi magn steinefna í efstu 10 srn jarðvegs. Það magn efna sem plöntum er aðgengi-
legt ræðst einnig af
rótardýpt og líklega
er hún viðast meiri
en 10 sm. Á Skriðu-
klaustri meira en
tvöfaldast magn
veðranlegra stein-
efna ef reiknað er í
20 sm dýpt, nema
fosfórs, því að
áburður umfram
þarfír hefur safnast
fyrir í yfirborðs-
laginu.
1. tafla. Magn veðranlegra næringarefna. t/ha, í efstu 10 srn jarðvegs (Þorsteinn Guð-
mundsson 1998a. Hólmgeir Björnsson o.fl. 2001).
Jarðvegur t/ha Ca Mg K Na P
Hvanneyri
Engi Eyrarjörð 700 8,9 5,7 0,23 2,0 0,7
Asgarðshóll Móajörð 500 2,7 1,1 0.10 0.5 1,9
Óframræst Mýrarjörð 220 1,3 0,5 0,03 0,2 0,4
Tún Mýrarjörð 350 1,2 0,6 0,20 0,3 0,8
Skjólbelti Mýrarjörð 650 7,2 5,6 0,10 1,3 0,8
Fossurn, ræktað land
Á mel Móajörð 540 3,7 3,1 0,28
Á mel Frumjörð 1000 5,9 8,3 0,51
Skriðuklaustri, 75 og 120 kg N/ha i Kjama borin í á1954-96
Gljáajörð 600 10,6 3,8 0,69 2,1 1,5