Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 63
53
Á Skriðuklaustri var upptaka niturs og kalís allmikið umfram áborið magn. Þó eru ekki
mikil merki um að magn þessara efna í jarðvegi sé lægra þar sem upptaka umfram áborið er
mest. Lífrænt efni í jarðvegi, og þar með einnig nitur, virðist fremur hafa aukist en minnkað
og er þá meðal annars stuðst við mælingar á sýnum úr sömu tilraun frá 1973 (Bjami Helgason
1975). Upptaka kalís var langt umfram áborið og meiri en það sem nú mælist sem veðran-
legur forði í efstu 10 srn. Fosfór var hins vegar borinn á langt umfram upptekið magn og sér
þess stað í auknu magni veðranlegs fosfórs í jarðvegi. Upptekið magn steinefna, sem ekki eru
borin á nema þá sem aukaefni þ.e. natríum, kalsíum og magnesíum, er tiltölulega lítið borið
saman við veðranlegan forða. Hins vegar hefur gengið á þessi efni þar sem sýrandi áhrif
ammóníumsúlfats (stækju) valda aukinni veðrun og útskolun.
í 2. töflu er styrkur næringarefna í heyi. í fyrsta lagi er meðaltal næringarefna í heysýnum
sem efnagreind voru hjá Ræktunarfélagi Norðurlands 1972-88 eins og þau birtast í starfs-
skýrslum ráðunautanna Þórarins Lárussonar (1972-84), Bjarna E. Guðleifssonar (1985) og
Guðmundar H. Gunnarssonar (1986-88) í ársriti félagsins. Að meðaltali var mælt í sýnum af
602 bæjum. 1506 sýni á ári. Enn fremur er meðaltal næringarefna í 1. sl. í tilraun nr 19-54 á
Skriðuklaustri, meðaltal tveggja tilraunaliða með 75 og 120 kg N/ha í Kjarna, niðurstöður frá
21 til 27 af þeim 43 árum sem tilraunin stóð. Loks er mcðaltal 1128 þjónustuefnagreininga á
heyi af 1. sl. árið 2000 sem gerðar eru í samvinnu Rala og Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri (Tryggvi Eiríksson, persónuleg heimild). Öllum þessum meðaltölum fylgja staðalfrávik,
en þau eru ólíks eðlis. Frá RN eru staðalfrávik milli ársmeðaltala með meira en þúsund
mælingar á ári, á Skriðuklaustri er meðaltal a.m.k. tveggja mælinga hvert ár, en frá 2000 eru
staðalfrávik millí sýna. Af þeim má ráða að lægstu gildi eru mjög lág og lægri en viðunandi
má teljast. Dreifmgin er þó skekkt þannig að hæstu gildi víkja meira frá meðaltali en þau
lægstu (niðurstöður ekki sýndar). Á 1. mynd er sýnd árleg dreifing efna um meðaltalið. Eins
og sjá má hefur ekki orðið umtalsverð breyting með tíma á styrk efna í uppskeru. Nitur eóa
prótein er þó mun meira á s.l. ári en fyrr og nokkurrar þróunar í þá átt gætti í sýnum mældum
hjá RN. Á Skriðuklaustri var meira kalí fyrstu árin en síðar varð. Fylgni kalsíums við
magnesíum er allmikil milli ára hjá RN (r=0,83) og einnig er nokkur fylgni kalsíums og
natríums við nitur (0,6-0,7). í megindráttum hafa sýni koniið af sama svæðinu í þessi 17 ár.
Sýnin eru mörg og meðaltölin því nákvæm. Því kann breytileiki milli ára að koma á óvart.
Hann getur m.a. stafað af þáttum eins og sprettuhraða og sláttutíma. áburðartíma, raka í jarð-
vegi á sprettutíma og verkun heysins. Styrkur efna verður meiri ef seint er borið á. Styrkur
niturs. fosfórs og kalís lækkar ef seint er slegið, en kalsíum og magnesíum helst næsta stöðugt
(Hólmgeir Björnsson og Friðrik Pálmason 1994).
2. tafla. Styrkur næringarefna í heyi, % af þurrefni. Sýnt eru meðaltal þjónustuefnagreininga hjá Ræktunar-
félagi Norðurlands 1972-88. meðaltal þjónustuefnagreininga úr 1. sl. 2000 og meðaltal uppskerusýna úr 1. sl. í
21-27 ár í tilraun nr 19-54 á Skriðuklaustri af reitum þar sem Kjarni var borinn á árlega 1954-96. Ennfremur
er sýnt staðalfrávik þessara gagnasafna, sjá skýringar í texta.
N P Ca Mg K. Na
Meðaltöl
Þiónustuefnagreiningar RN 1972-88 2,07 0,31 0,40 0,22 1,75 0,10
Þjónustuefnagreiningar 2000 2,47 0,34 0.39 0,23 1,75 0,13
Tilraun nr 19-54 á Skriðuklaustri 2,34 0,34 0.42 0,21 1,89 0,10
Staðalfrávik
Þjónustuefnagreiningar RN 1972-88 0,10 0,010 0.020 0,012 0,074 0,010
Þjónustuefnagreiningar 2000 0,43 0,06 0,10 0,06 0,48 0,11
Tilraun nr 19-54 á Skriðuklaustri 0,19 0,028 0,058 0,024 0,30 0,039