Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 65
55
Á Skriðuklaustri var spretta að jafnaði mikil og upptaka kalís um 1,9 t/ha umfram áborið á 43
árum. Er þetta mjög mikið rniðað við veðranlegt magn í jarðvegi (1. tafla), en í upphafi hefur
kalí sennilega verið ríflegt í jarðvegi. Hugsanlegt er að meira sé veðranlegt en mælist eða að
kalí sé sótt dýpra (Hólmgeir Bjömsson o.fl. 2001).
Samkvæmt jafnvægisreikningum á 13 kúabúum í Eyjafirði eru að jafnaði borin á 111
kg/ha af kalíi í tilbúnum áburði og búfjáráburði samanlagt og upptekið magn er 93 kg/ha.
Ræktunaijöfnuður er því jákvæður, meira borið á en fjarlægt er með uppskeru, sem nernur 18
kg/lia að meðaltali og staðalfrávik rnilli búa er 18 (Þóroddur Sveinsson 1998). Þarna er ekki
gert ráð fyrir tapi vegna útskolunar. Það er að líkindum lítið sem ekkert þegar hóflegt magn er
borið á á hagstæðum tíma. Búfjáráburður mun hins vegar alloft borinn á utan þess tíma sem
vænta má bestrar nýtingar og líklegt er að kalínotkun sé stundum umfram þarfir þegar hann er
notaður. Kalí er fremur laust bundið í jónaskiptum í jarðvegi og útskolun getur því orðið
veruleg. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt sá breytileiki sem staðalfrávikið sýnir má ætla
að á sumum þessara 13 bæja og á hluta túns á öðrum sé meira kalí fjarlægt úr jarðvegi en
borið er á. Til samanburðar rná nefna að Ólöf Björg Einarsdóttir og Magnús Óskarsson (1995)
fundu með nokkuð öðrum aðferðum jafnvægið 24 kg K/ha á hefðbundnu íslensku búi. Jafn-
vægisreikningar á búum byggjast að sjálfsögðu ekki á nákvæmum eða óyggjandi mælingum.
Útkoman er tiltölulega lítill mismunur á tveimur óvissum stærðum. Niðurstöðurnar eru þó
mjög gagnleg vísbending og ekki er hægt að fullyrða að rannsóknir, eins og t.d. hér er stuðst
við frá Skriðuklaustri, gefi í raunimii öruggari niðurstöður.
Nokkuð erfíðlega hefur gengið að tengja niðurstöður efnagreininga á kalíi í jarðvegi við
áburðarþörf eins og hún mælist sem uppskeruauki í tilraunum (Jóhannes Sigvaldason 1996,
Þorsteinn Guðmundsson 1999a, Þorsteinn Guðmundsson og Jóhannes Sigvaldason 2000,
Ríklrarð Brynjólfsson 1990). Sú spurning vaknar hvort það kunni að vera vegna þess að sýni
eru aðeins tekin úr efstu 5 sm. Leysanlegt kalí er að vísu einkum þar aö finna, en það er mun
hreyfanlegra en fosfór og því kann magn þess dýpra í jarðvegi að skipta nokkru máli. Algengt
virðist að kalíáburður gefi ekki uppskeruauka þegar styrkur þess í heyi nálgast 1,7% af þurr-
efni (sjá t.d. Magnús Óskarsson 1998). Vel rná styðjast við efnagreiningu á heyi til leið-
beiningar um kalínotkun (Friðrik Pálmason 2000), enda mun algengt að ráðunautar geri það
(Kristján B. Jónsson, persónuleg heimild). Nauðsynlegt er að hafa í huga hve breytilegar
niðurstöðurnar geta orðið við sambærilegar aðstæður. eins og áður er rakið, en heimildum
virðist bera nokkuð saman um að gildi undir 1,2% séu til rnarks um að of lítið hafi verið borið
á og það er einnig of lítið með tilliti til fóðrunar (Þórarinn Lárusson 1972). í upphafi ræktunar
er oft töluvert af levsanlegu kalíi í jarðvegi, stundum vegna þess að mikill búíjáráburður er
borinn í. Áburóarþörfin er þá lítil, en fljótt gengur á forðann ef veðranlegt kalí er lítið. Því er
sérstök nauðsyn á að fylgjast vel með styrk kalís í lieyi og jarðvegi og útreikningur á
ræktunarjafnvægi er gagnlegur.
Nitur
Köfnunarefni eða nitur'1 er það áburðarefni sem mest áhrif hefur að jafnaði á uppskeru. Lög-
rnálið um minnkandi vaxtarauka á vel við um nituráburð. I túnrækt er að jafnaði mælt með að
nota minna magn en einföldustu útreikningar á hagkvæmni gætu sýnt. Venjuleg viðmiðun er
1 Örnólfur Thorlacius mun hafa farið að nota orðið nitur í kennslubókum skömmu eftir 1960. bað er nú
almennt notað í fræðiritum og orðabókum. Sjálfur notaði ég það fyrst í grein 1980. Litið er á breytinguna í - i
í orðunum nítrat - nitur sem hljóðskipti eftir reglum íslenskrar tungu, sbr. lita - leit - litum. Ekki hafa allir
fellt sig við þessi hljóðskipti og orömyndin nitur er stundum notuð, en hún hefur ekki fengið sambærilega
viðurkenningu.