Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 66
56
120 kg N/ha. Þar sem framræsla er góð og önnur skilyrði hagstæð er þó líklega oft borið
meira á. Þetta á helst við um grænfóður og nýlega endurunnið tún. Stundum er talað um áburð
milli slátta sem viðbót við voráburð. Það á þó ekki rétt á sér. Eðlilegra er að draga úr áburði
að vori ef ætlunin er að bera á aftur. í rauniimi er ekki vel þekkt hve breytileg uppskerusvörun
við nituráburði getur verið og þess eru dæmi að hún sé lítil þótt sprettuskilyrði séu ágæt
(Hólmgeir Björnsson 1975b).
Vel skal vanda til ræktunar og nitur skal borið á þegar það nýtist vel svo að komist verði
hjá tapi. Annars vegar er um að ræða tap á lofttegundum. Mikilvægast er tap á ammóníaki,
aðallega úr búfjáráburði, og afnítrun, einkum ef framræsla er ófullnægjandi. Hins vegar er út-
skolun sem mengar. Sérstaklega skaðlegt er ef nítrat berst í neysluvatn. I ám og vötnum getur
það valdið ofauðgun. en sú hætta mun víðast lítil hér á landi. Lítill hluti þess niturs sem fínnst
í ám hér á landi er kominn af ræktuðu landi (Friðrik Pálmason o.fl. 1989). Sjaldgæít er að
áburður skolist burt. heldur eykur hann frjósemi jarðvegs og þar með umsetningu á lífrænu
efni. Því verður töluvert af ammóníum- og nítratjónum í ábornum jarðvegi utan sprettutíma.
Þá taka plöntur elcki upp vatn og næringarefni úr jarðvegi og uppleyst efni geta skolast út.
Eins og áður er rakið gildir jafnan Nupptckið=No+bNí áburði um samband áborins og upp-
tekins niturs á túni þótt uppskerusvörun fylgi boglínu samkvæmt lögmálinu um minnkandi
vaxtarauka. Hallastuðulinn b mætti kalla sýndarnýtingu áborins niturs. Hæstu gildi eru um
0.75 (Ball og Ryden 1984), en hætt er við að þau séu ofmat á stuðlinum vegna álirifa tilrauna-
skekkju. Hér á landi virðist mega gera ráð fyrir b=0,67 við bestu skilyrði, en annars minna.
Samkvæmt þessu verður að jafnaði a.m.k. þriðjungur áborins niturs eftir í lífrænum leifum í
jarðvegi eða tapast. Það skilar sér ekki sem aukin áburðaráhrif árið eftir. Undantekning er
þegar ekki er slegið eftir dreifingu áburðar síðsutnars. Ræturnar taka áburðimr upp og hann
nýtist til sprettu vorið eftir (Hólmgeir Björnsson 1998). Líklegt er að einlrver hluti þess niturs,
setn eftir verður, safnist fyrir sem lífrænt efni og að áburður á tún stuðli því að bindingu lcol-
tvísýrings úr andrúmslofti. Niðurstöður úr tilraun nr 19-54 á Skriðuklaustri gefa vísbendingu í
þá átt, en tæplega nógu skýra.
Venjulegt er að kalla No, það nitur sem túnið gefur af sér án áburðar, losun úr jarðvegi
(mineralisering). Losun á nitri í íslenskum jarðvegi hefur verið mæld (Friðrik Pálmason o.fl.
1996, Þorsteinn Guðmundsson 1989). Það sem kemur með úrkomu eða berst að á annan sam-
bærilegan hátt er talið mjög lítið hér á landi. Hins vegar getur verið um niturnám örvera í
jarðvegi að ræða, auk losunar. Þegar mýrlendi er ræst eða framræsla endurbætt má búast við
aukinni losun (Hólmgeir Björnsson og Magnús Oskarsson 1978). Hið sama gerist þegar tún er
brotið til akuryrkju. Þegar því er aftur breytt í tún safnast lífrænt efni fyrir að nýju, en talið er
að jafnvægi náist á fáum árurn (Ball og Ryden 1984). Islenskur jarðvegur hefur einkenni eld-
íjallajarðvegs sem hefur meiri tilhneigingu til að safna lífrænu efni en annar jarðvegur (Ólaíur
Arnalds o.fl. 2000). Ætla má að það eigi einnig við á túni þar sem áburðarnotkun eykur magn
þess efnis sem til fellur.
Samband grassprettu við hita undanfarins vetrai- virðist mega skýra þannig að það sé
einkum No, þ.e. losun og niturnám, sem sé breytilegt, og hún virðist að mestu eða öllu leyti
óháð magni áborins niturs (Hólmgeir Björnsson og Aslaug Helgadóttir 1988). í tilrauninni á
Skriðuklaustri er No um 90 kg/ha á ári, en þó virðist lífrænt efni, og þar með einnig nitur.
safnast fyrir í yfirborðslagi jarðvegsins (Hólmgeir Björnsson o.fl. 2001). Það getur hafa
losnað úr neðri lögum jarðvegs, en varla í þessum mæli. Niturnám í gróðurlendi takmarkast
ckki við belgjurtir (Hólmgeir Björnsson 1980) og það rná telja verulegt í náttúru íslands. I
mýrum hafa safnast um 10-15 kg/ha á ári frá ísaldarlokum að meðaltali (Hólmgeir Björnsson
1975a), en niturnámið hefur vafalaust verið mun meira. Samkvæmt Ball og Ryden (1984) eru