Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 68
58
umfram það sem er ijarlægt má auka styrkinn og þá getur fosfór, sem áður var lítt aðgengi-
legur, orðið betur aðgengilegur. Styrkur efnis er einnig háður hita. Því getur skorts á fosfór
gætt fyrst á vorin þótt hann sé að öðru leyti nægur. Þessi áhrif hita eru líkleg skýring á því að
mikilvægt hefur reynst að fella áburð niður nálægt sáðkorni, en byggi er jafnan sáð snemma
vors meðan jarðvegur er enn kaldur (Jónatan Hermannson 1999). I langtímatilraun hefur
fundist minni svörun við fosfór eftir hlýjan vetur en kaldan (Hólmgeir Björnsson 1978).
í tilraunum er sjaldgæft að áburður umfram 13 kg P/ha gefi umtalsverðan uppskeruauka,
en hann gefur aukinn fosfór í grasi. A 2. mynd eru niðurstöður 29 tilrauna búnaðar-
fræðslunnar 1956-59 sýndar á normalriti. Samkvæmt því má telja líklegt að á a.m.k. tveimur
stöðum hafi verið umtalsverður uppskeruauki fyrir fosfór urnfram 17,5 kg/ha, en einnig rná
túlka niðurstöður þannig að allvíða geti verið lítils háttar uppskeruauki fyrir rneiri fosfór þótt
hann flnnist ekki með þeirri nákvæmni sem er í einstökum tilraunum. Algengt er að fosfór
hafi verið borinn á umfram þarfír og því hafa líkurnar á uppskeruauka fyrir stóra áburðar-
skammta minnkað.
2. mynd. Normalrit af niðurstöðum úr 29 tilraunum búnaðarfræðslu Búnaðarfélags íslands, meðaltöl 4 ára,
1956-59 (Agnar Guðnason og Lárus Jónsson 1961). Uppskeruauki, hkg/ha af þurrefni, er á x-ás og stöðluð
normalfrávik jafndreifóra gilda á y-ás. Kross til vinstri við miðju sýnir núllpunkt línurits. Skálína sýnir leg
punkta sem fylgja normaldreifingu með sömu dreifni og niðurstöður tilraunanna. Skurðpunktur hennar við x-ás
er meðaltal uppskeruaukans og hallinn er mælikvarði á staðalfrávik.
Á línuriti lengst til vinstri er uppskeruauki fosfóráburðar, meðaltal 35 og 52,5 kg P/ha, umfram 17,5 kg
P/ha og lcngst til hægri er uppskeruauki umfram 35 kg P/lia. Uppskera umfram 17,5 kg P/ha sýnir greinileg
frávik frá normaldreifingu. en það er til marks um að í einhverjum tilraununt sé uppskeruauki meiri en í öðrum.
Á línuritinu í miðjunni er tveimur stærstu gildunum sleppt. Meðaltal og staðalskekkja þeirra 27 gilda, sem nú eru
eftir, er 1,16±0,42. Uppskeraukinn telst því marktækur að meðaltali. Þar sem um jafna dreifingu gilda er að ræða
er ekki hægt að benda á ákveðnar tiiraunir, þar sem fosfór gefi uppskeruauka. enda er alveg eins líklegt að um sé
að ræða nokkuð útbreiddan, en mjög lítinn, uppskeruauka. Uppskeruauki umfram 35 kg P/ha er að meðaltali
0,90±0,43, einnig tölfræðilega marktækur þótt lítill sé.
í 3. töflu eru nokkur dæmi um upptöku fosfórs í tilraunum tilraunastöðvarinnar á Akur-
eyri og í tilraun nr 3-58 á Hvanneyri (Magnús Oskarsson og Ríkharð Bnmjólfsson 2000). Al-
gengt er að upptekið rnagn fosfórs sé nálægt 5 kg/ha þar sem hann hefur ekki verið borinn á
lengi. Slík lágmarksupptaka hefúr haldist áratugum saman án þess að spretta fari minnkandi.
Dæmi um það eru reitir á tilraunastöðvunum á Sámsstöðum og Akureyri sem hafa verið án
fosfóráburðar frá 1938. Styrkur fosfórs er um 0,15% af þurrefni að meðaltali og lægst fer
hann í 0,12%. Hann hefur þó ekki verið rnældur nýlega. Sjaldgæft er að upptekimt fosfór
aukist um meira en 40% af ábomu þegar 13 kg/ha af fosfór eru borin á (sjá t.d. Magnús Ósk-
arsson 1998) þótt dæmi urn það séu í 3. töflu. Tilraun nr 3-58 á Hvanneyri hefur nokkra sér-
stöðu. Þar er fosfórskortur mjög rnikill og voru 131 kg/ha af fosfór borin á ári áður en til-