Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 69
59
raunin hófst. Upptaka fosfórs á OP-liðnum náði ekki því magni á tilraunatímanum. Kalárin á
sjöunda áratugnum eru látin skipta tímabilum við útreikning á upptöku. Á hlýskeiðinu sem
tók við af kalárunum jókst uppskera að miklum mun á reitum sem fengu fosfóráburð svo að
sýndaraukning upptöku við minnsta áburðarskammtinn varð jöfn áburðinum. Þessir reitir
voru orðnir að frjósömu túni þar sem ekki er fullnægjandi að bera 13 kg/ha af fosfór á á ári ef
gæta á jafnvægis rnilli áborins og upptekins fosfórs.
3. tafla. Upptekið magn fosfórs og aukning upptöku (skáletraó) við fosfóráburðargjöf, kg P/ha. Nokkur dæmi úr
tilraunum tilraunastöðvarinnar á Akureyri og úr tilraun á Hvanneyri.
Áburður
N kg/ha 0 kg P/ha Aukning upptöku fyrir 13,1 kg P/ha 39,3 kg P/ha,
Tilraun Árabil á ári upptekið 0-13,1 13,1-26,2 26,2-39,3 upptekið alls
2-50 Akureyri 1961-72 70 4,4 6.3 3.3 1,0 15,0
16-56 Akureyri 1961-73 150 7,7 5,8 5,0 2,0 20,5
207-62 Hálsi 1969-73 120 4,8 4,5 2,3 -0,6 11.0
208-62 Hafralæk 1970-73 120 5,8 3,2 1,3 1,3 11,6
3-58 Hvannevri 1958-65 120 7,6 4,6 2,9 0,7 15,8
3-58 Hvanneyri 1966-70 120 3,6 7,6 2,6 1,6 15,4
3-58 Hvanneyri 1971-75 120 5,4 13,1 4,4 2,6 26,5
Þegar l'osfór er borinn á umfram upptekið magn safnast hann fyrir nálægt yfirborði jarð-
vegs (Hólmgeir Björnsson o.fl. 2001). Þar sem grasspretta er lítil hækka fosfórtölur í jarðvegi
því að sjaldan er dregið úr steinefnaáburði þótt lítið spretti. Þegar tún er plægt er yfirborðs-
lagið, þar sem fosfór hefur safnast fyrir. plægt niður, en upp kemur fosfórsnauður jarðvegur.
Talið er að þá þurfi að bera á meiri fosfór en á tún. eða líkt og um nýrækt væri að ræða.
Spretta er oft mikil á endurræktuðu landi og því þarf einnig að bera á meiri fosfór af þeim
sökum. Ærin ástæða virðist til að gera tilraunir með fosfóráburð í endurræktun og prófa hvort
ekki megi draga úr fosfórnotkun, a.m.k. þegar land hefur verið endurunnið oft. Slíkar tilraunir
þurfa að vera studdar jarðvegsathugunum og e.t.v. athugunum á rótarvexti.
Tengsl áburðarþarfar, eins og hún mælist í tilraunum, við niðurstöður efnagreininga á
jarðvegi eru ekki skýr (Jóhannes Sigvaldason 1996). Þörf er á sérstökum tilraunum til að
finna samband áburðarsvörunar og mælinga á fosfór í jarðvegi. Lagt er til að gerðar verði
tvenns konar tilraunir. Aimars vegar allmargar einærar tilraunir. Leitast verði við að finna til-
raunastaði sem spanni nokkuð vel það bil sem finnst í þjónustuefnagreiningum á jarðvegi. Á
einn tilraunalið verði borið eftir leiðbeiningum, tveir tilraunaliðir verði með meiri áburð og
tveir með minni. Með slíkum tilraunum má draga ályktanir um skammtímaáhrif fosfór-
áburðar. Þær segja þó ekki til um hvaða áburðamotkun sé heppileg til lengdar. Til þess þarf
ljölærar tilraunir til a.m.k. 10 ára, sem skiptist á tvö skeið og verði jarðvegssýni tekin af
hverjum reit við skil milli skeiða, auk sýna við upphaf og lok tilraunar. Á fyrra skeiði verði
stórir reitir. Á einum lið verði stefnt að því sem talið er æskilegt fosfórástand í jarðvegi, en á
öðrum verði stefnt að annars vegar að söfnun fosfórs í jarðvegi og hins vegar verði gengið á
forðann. í iok fyrra skeiðs, sem vari í a.m.k. 5 ár, verði reitum skipt og tilraunaliðir á smá-
reitum ákveðnir eftir sömu hugmyndum. Með þessu móti ætti að finnast jafnvægisástand í
jarðvegi til að stefna að, sé það raunhæft markmið. Tilraunir með kalí mætti gera eftir svipuðu
kerfi. en tilraunatíminn má vera skemmri.