Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 70
60
Magnesíum
Basait. sem er ríkjandi í berggrunni íslands, er að jafnaði ríkt af magnesíumi. Það skortir því
ekki í íslenskan jarðveg, en styrkur þess í fóðri er þó oft lægri en æskilegt er talið. Því hefur
sums staðar verið mælt með því að nota blandaðan áburð með magnesíumi. í nokkrum
tegundum blandaðs áburðar frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi er 1,0 til 1,4% magnesíum.
Algengt mun að borin séu á um 8 kg/ha af magnesíum þar sem þessi áburður er notaður og er
það ekki ólíkt því sem er fjarlægt með uppskeru. Þar sem búljáráburður er ekki notaður er því
reglunni um að jafnmikið sé borið á og íjarlægt sæmilega vel fullnægt með þessum áburði.
íblöndun magnesíums í áburð er kostnaðarsöm og því er rétt að spyrja hvort sá árangur
náist sem til er ætlasl. I fyrsta lagi má búast við að forði sé víða svo mikill og veðrun svo ör
að ekki gangi að ráði á magnesíum í jarðvegi. Undantekningar gætu verið í sandjarðvegi, á
líparítsvæðum og í framræstum mýrum þar sem áfok er lítið. Til viðhalds er notkun á
dólómítkalki vænlegri leið. í öðru lagi er óvíst að svona lítið magn hafi þau áhrif til að auka
magnesíum í fóðri sem sóst er eftir. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með að bera á magn-
csíumsúlfat. Oftast hafa verið borin á 50 kg Mg/ha, þ.e. um sexfalt það magn sem kemur með
blönduðum áburði. í þrem tilraunum á Suðurlandi, þar sem einna helst hefúr verið talin þörf á
að magnesíum skorti, jókst magnesíum í heyi að meðaltali í 19 tilraunaár úr 0,167% i 0,192%
við þennan stóra magnesíumskammt. Aukningin nemur 0,025±0,0042 prósentueiningum
(staðalfrávik 0,018), en í 8 skipti varð prósentan sarnt ekki nema á bilinu 0,13-0,16% Mg
með magnesíumáburði. Aukningin verður eflaust mun minni með því litla magni sem er í
blönduðum áburði og varla svo að rnáli skipti til að auka gæði fóðurs. Því má telja blöndun
magnesíums í áburð óþarfan aukakostnað. Sé talin þörf á öruggari vitneskju um áhrif þessarar
íblöndunar þarf allmargar tilraunir í nokkur ár þar sem um lítil áhrif er að ræða.
Utskolun og veðrun
Segja má að það mikilvægasta, sem hægt er að gera til viðhalds næringarefna, sé að koma í
veg fyrir óþarfa útskolun. Tvennt skiptir einkum máli, að komast hjá sigi vatns gegnum jarð-
veginn eins og kostur er og að nota ekki áburð umfram þarfír eða áburðarefni sem sýra jarð-
veg og valda með því útskolun og veðrun.
Útskolun er að jaíhaði lítil sem engin að vori og sumri þegar gróðurinn nýtir meira vatn
til vaxtar en fellur sem úrkoma. í haustrigningum, þegar gróðurinn er hættur að nýta vatnið,
getur útskolun hafist. Hún stöðvast þegar jarðvegur frýs. Mest verður útskolun að líkindum ef
leysingarvatn rennur ekki af á yfirborði heldur sígur niður í gegnum jarðveginn vegna þess að
jörð hefur ekki náð að frjósa áður en snjóaði. Snjór safnar í sig mun meiri ólireinindum úr
lofti en regn þegar hann fellur (Sigurður Reynir Gislason 1993). Óhreinindin sitja einkum á
yfirborði snjókristallanna og berast því að miklu leyti í fyrsta leysingarvatnið. Styrkur leystra
efna getur því orðið töluverður og það getur orðið töluvert súrara en annað yfirborðsvatn
(Sigurður Reynir Gíslason o.fl. 1999). Sígi þetta vatn gegnum jarðveg veldur það aukinni út-
skolun og veðrun jarðvegssteinda. Helgi Hallgrímsson og Jóhannes Sigvaldason (1974) fundu
að jarðvegur í snjódældum, þar sem snjór safnast á vetrum og jarðvegur er því oft þíður, er
snauður af kalsíum. Jóhannes Sigvaldason (1995) tók sýni í mismikilli fjarlægð frá skjólbelti
og fann að í allt að 8 m fjarlægð var pH lægra og kalsium og magnesíum minna en þegar fjær
dró. Munurinn er að vísu ekki mikill, annars vegar 16,5-18,5 mj/lOOg og hins vegar 21-24
tnj/lOOg jarðvegs af kalsíum, minna þar sem meiri snjór safnast og jarðvegsklaki er því
minni. Aðeins er um eitt snið að ræða og því hugsanlega munur á jarðvegi frá upphafi.
I grónum jarðvegi tekur gróðurinn upp næringarefni. Koltvísýringur myndast við öndun
og ýmsar lífrænar sýrur myndast í jarðvegi. Þessi efni vinna að því að leysa upp steindir í
jarðvegi. Næringarefni verða nýtanleg. Sumt skolast út og nýjar steindir myndast. Til verður