Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 71
61
lagskipt jarðvegssnið með einkennum sem ráðast af efnum í jarðvegi og gróðurfars- og veður-
skilyrðum. Á ræktuðu landi er umsetning örari og meira myndast af lífrænum sýrum sem örva
þessa þróun. Einkum myndast þær þar sem jarðvegur er illa ræstur og loftlítill, og í yfnborði
jarðvegs á kaltúni finnast einnig efni sem hamla spírun og vexti plantna (Bjami E. Guðleifs-
son 1999).
Við umhverfisvöktun á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga hefur*sigvatni verið safnað í sog-
bolla í 50 sm dýpt á sjö stöðum. Einn bollanna er í ræktuðu landi. Þar hefur fundist mun
meira af ýmsum uppleystum efnum, t.d. ammóníum og nítrati, en annars staðar. Það sem
rnesta athygli hefur vakið er þó lágt pH. Það var oftast undir 5 og allt niður í 4,6 í sigvatni úr
túninu, en annars staðar mn og yfír 6. Við þetta lága pH er mikið af leystu áli sem getur verið
skaðlegt lífi ef það berst út í ár og læki (Sigurður Reynir Gíslason o.fl. 1999). Við samanburð
á framræstu mýrartúni og óframræstri mýri á Hvanneyri (Arnheiður Þórðardóttir og Þorsteinn
Guðmundsson 1994) kom fram veruleg sýrustigslækkun og minnkun á skiptanlegu kalsíum
og magnesíum í túninu samanborið við óframræsta Iandið. Er það skýrt með þeirri hreyfingu
sem kemst á jarðvatn þegar rnýrin er ræst.
Stækja eða ammóníumsúlfat er nituráburður sem er notaður víða um lönd. í tilraunum á
íslandi hefur hann reynst mjög sýrandi (Bjami Helgason 1975, Bjarni E. Guðleifsson og E.
Schnug 1990) og afleiðingin hefur orðið mikil veðrun og útskolun á t.d. kalsíum og magn-
esíum úr jarðvegi í tilraun nr 19-54 á Skriðuklaustri (Hólmgeir Björnsson o.fl. 2001). í 4.
töflu eru niðurstöður um magn natríums, kalsíums og magnesíums í jarðvegi þar sem þessi
áhrif koma mjög skýrt fram. Einnig kemur fram að kalksaltpétur hefur aukið kalsíum í jarð-
vegi, en þar var áborið magn umfram upp-
tekið um 5,6 t/ha á tilraunatímanum. í töfl-
unni er einnig árleg upptaka efnanna á
reitum þar sem Kjarni er borimr á, meðaltal
liða sem fengu 75 og 120 kg N/ha, og magn
kalsíums í áburði. Af kalksaltpétri og stækju
voru borin á 120 kg N/ha. Upptekið magn
efna, af kalsíum umfram áborið, er ekki svo
mikið í þessum tilraunaliðum að vænta megi
ótvíræðra áhrifa í jarðvegi. Munur á t.d.
magnesíum í jarðvegi borið saman við
óáborna rönd er að vísu sambærilegur við
upptekið magn, en þessi samanburður er
óviss og töluvert magn efna hefúr einnig
verið fjarlægt af óábornu röndinni þegar hún
var hirt.
Kalk
Hófleg notkun kalks er nauðsynleg til að viðhalda nægilega háu sýrustigi til að nytjagróður
þrífist. Kjarni eða ammóníumnítrat er töluvert sýrandi áburður og veldur því útskolun þótt
sýrustig hafi lítið Iækkað í Kjarnareitum í tilraun nr 19-54 á Skriðuklaustri (Hólmgeir Björns-
son o.fl. 2001). Því er almennt þörf á að kalka jarðveg til viðhalds þar sem hann er notaður. í
blönduðum túnáburði er meira ammóníum en nítrat. í Græði 6 er NO3-N 8,1% og NH4-N
11,9%. Samkvæmt því ætti hann að vera töluvert meira sýrandi en Kjarni. I honum er einnig
nokkurt kalk, en þó ekki nóg til að vega upp þennan mun. Kalkþörfin er því meiri þegar
blandaður áburður er notaður.
Sérstaklega er ástæða til að hyggja vandlega að notkun kalks með tilliti til snefilefna,
4. tafla. Natríum, kalsíum og magníum í tilraun nr 19-
54 á Skriðuklaustri. Efhi í áburði og uppskeru á
Kjamareitum. Efni í jarðvegi með öllum tegundum
áburða og í áburðarlausri rönd utan tilraunar, Uha
(Hólmgeir Björnsson o.fl. 2001).
Na Ca Mg
Í áburði í 43 ár 0 0,85 0
Upptekið í 43 ár í jarðvegi 1996 0,30 1,3 0,65
Kjarni 2,1 10,6 3,8
Stækja 1,7 6,1 2,5
Kalksaltpétur 2,2 15,0 4,0
Án N-áburðar Áburðarlaus rönd 2,0 9,9 3,8
utan tilraunar 2,3 11,5 4,5