Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 72
62
aiinars vegar til að þau séu nýtanleg og hins vegar til að komast hjá því að þau skolist út og
eyðist þar með úr jarðvegi. Að öðru leyti skal ekki fjallað um þetta efni hér, enda ekki við
mikið að styðjast af íslenskum rannsóknum varðandi snefilefnin.
Tilraunir og rannsóknir
Á nokkrum stöðum hefur verið vikið að tilraunaverkefnum sem þurfi að sinna. Miklar upp-
lýsingar er að finna í þeirn tilraunum, sem hafa verið gerðar, og töluvert getur verið á því að
vinna að taka betur sarnan niðurstöður þeirra. Þær svara þó ekki nema að takmörkuðu leyti
þeirn spurningum sem nú teljast brýnastar. Mikil verðmæti eru fólgin í langtímatilraunum til-
raunastöðvanna og vonandi verður haldið áfram rannsóknum á jarðvegi úr þeim. Það verða
nýir menn með nýjar hugmyndir sem munu sinna þessurn rannsóknum á nýrri öld.
NOKKRAR ÁLYKTANIR
Nauðsynlegt er að viðhalda frjósemi jarðvegs til að ræktun verði sjálfbær. Mikilvægt er að
viðhalda ræktunareiginleikum jarðvegs, þ.e. eðliseiginleikum hans, eðajafnvel bæta þá.
Til að ræktun verði sjálfbær má hún ekki örva veðrun meira en nauðsynlegt er svo að
hægt gangi á forða jarðvegs af steinefnum og útskolun verði sem minnst. Þetta markmið
samræmist mjög vel viðhaldi góðra ræktunareiginleika.
Athugun á ræktunarjafnvægi næringarefna. þ.e. samanburður á því sem borið er á og ijar-
lægt. gefur vísbendingu um hvort verið sé að ganga á næringarforða jarðvegs. Nauðsynlegt er
þó að taka tillit til eólilegrar veðrunar í jarðvegi og þess sem berst að með úrkomu og áfoki.
Kalínotkun má hvorki vera of né van vegna þarfa búfjárins. Forði kalís í jarðvegi er
víðast lítill og sums staðar nær enginn. Auðvelt er að ofnota kalí með búQáráburði. Því þarf
að samræma notkun hans og tilbúins áburðar.
Nituráburður nýtist vel til ræktunar þegar hann er borinn á á hagstæðum tíma. A.m.k.
þriðjungur verður þó eltir í jarðvegi og tapast eða binst í lífrænu efni sem safnast fyrir og
vinnur þar með gegn aukningu gróðurhúsalofttegunda. Þó verður ekki til forði sem nýtist á
næstu árum. Ræktunarjafnvægi gefur ekki gagnlegar vísbendingar um nituráburð.
Þeirri kenningu er haldið fram hér að í túnum á Islandi geti nám niturs úr andrúmslofti
verið umtalsvert við góð skilyrði, auk losunar þess úr lífrænum forða jarðvegs. Finna þarf
hvernig haga beri ræktun til að þessi starfsemi örvera i jarðvegi fái notið sín.
Þegar gott fosfórástand í jarðvegi hefur verið tryggt er sennilega nægilegt að jafnvægi sé
ntilli áburðar og upptöku. Hugsanlega má draga meira úr áburði og jarðvegur, þar sem fosfór-
ástand er gott, þyldi í nokkur ár að fosfóráburður væri ekki fáanlegur. Jarðvegur mun þó lengi
halda tilhneigingunni til að binda fosfór.
Kallc er nauðsynlegt til viðhalds frjósemi í jarðvegi. 1 súrum jarðvegi geta lífrænar sýrur
örvað veðrun meira en æskilegt er þótt hann sé ekki orðinn svo súr að gróður þrífist illa. Því
ætti að kalka fyrr en almennt er ráðlagt og stuðla með því að góðu jarðvegsástandi. Stundum
er rétt að nota dólómítkalk til viðhalds á magnesíum í jarðvegi, en blandaður áburður með
magnesíum á sennilega ekki rétt á sér.
Góð hirðing og nýting búfjáráburðar er mikilvæg frá rnjög mörgum sjónarmiðum. Með
því móti verður búskapurinn ekki eins háður aðfluttum áburði. Umhugsunarefni er hvort ekki
beri að herða eftirlit með því að áburður. sem til fellur á stórbúum einkum í svína- og ali-
fuglarækt, nýtist til fulls. Hið sama á við um stækkandi kúabú.
Snefilefnum þarf að gefa aukinn gaum. Góð hagnýting búijáráburðar og heppileg notkun
kalks skiptir miklu máli.