Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 76
66
hluti af þessu kolefni endar í jarðveginum, en meiri hluti þess skilar sér aftur út í andrúms-
loftinu við jarðvegsöndun og niðurbrot (rotnun) lífrænna leifa. A þennan hátt tekur úthaginn
þátt í að viðhalda hringrás kolefnis sem er helsta byggingarefni allra lífvera. Við rnyndun og
uppbyggingu vistkerfisins safnaðist kolefni og önnur næringarefni fyrir í kerfinu, að stórum
hluta í formi lífræns efnis í jarðvegi, sem gegnir ákaflega mikilvægu hlutverki og kemur við
sögu í flestum grundvallarferlum kerfisins. Uppsöfnun lífræns efnis er langtímaferli, en með
tímanum kernst á jafnvægi milli ferla nýmyndunar og rotnunar. Stöðvast þá frekari upp-
söfnun, en yfirleitt ekki fyrr en allmikið magn kolefnis hefur bundist í lífrænu efni, eða allt að
40 kg á fermetra (Arnalds o.fl. 1995). Er þá ótalið allt það kolefni sem bundið er í gróðri vist-
kerfisins. Því er Ijóst að úthaginn hefur í tímans rás verið mikilvirkur við að binda koltví-
sýring úr andrúmslofti og starfsemi vistkerfisins er slík að kerfíð verndar bæði og viðheldur
lífræna forðanum. Ef vistkerfi úthagans hnignar hins vegar tapast hluti af kolefnisforða jarð-
vegs og gróðurs og kolefni er losað út í andrúmsloftið.
Nióurbrot lífrœnna leifa
Heimurinn mundi fljótt stöðvast ef að allt það lífræna efni sem plöntur mynda árlega væri
ckki brotið niður. Lífrænt efni, ásamt rótum planta, er undirstaða geysifjölbreytts lífheims
jarðvegsins sem stöðugt vinnur að niðurbroti lífrænna leifa. Tegundir jarðvegslífvera skipta
hundruðum ef ekki þúsundum og þéltleiki þeirra getur verið óhemju hár. Sem dæmi má taka
að í einum fermetra af dönskum jarðvegi eru um 50.000 ánamaðkar og pottormar, um 50.000
skordýr og áttfætlumaurar og um 12 milljón þráðormar. Og þessar tölur eru einungis brot af
þéttleika örvera því að í handfylli af jarðvegi eru um 30.000 frumdýr, um 50.000 þörungar og
yfir milljarður af bakteríum og sveppfrumum (Overgaard-Nielsen 1955, Rouatt og Katznelson
1961, Chanway 1993).
Hringrás nœringarefna ogfrjósemi jardvegs
Starfsemi jarðvegslífvera viðheldur frjósemi jarðvegsins. Stöðugt niðurbrot lífrænna efna við-
heldur jöfnu framboði næringarefna og samvinna örvera og plantna sér um að næringarefnin
skili sér til gróðursins (Kjoller og Struwe 1997, Wilsey og Potvin 2000). Önnur starfsemi
jarðvegslífvera hefur mikil áhrif á jarðveginn, má þar nefna áhrif á byggingu jarðvegsins,
loftun og flæði vatns um hann og niðurbrot skaðlegra úrgangsefna.
Upptaka og miðlun vatns
Dæmigerður úthagajarðvegur er samsettur úr leir (15—40%), lífrænu efni (5-20%), silti, sandi
og grjóti (Arnalds o.fl. 1995). Þessi samsetning hefur mikla vatnsheldni og jarðvegurinn,
ásamt gróðri vistkerfisins, hefur því veruleg áhrif á vatnsbúskap umhverfisins. I rigningartíð
tekur jarðvegurinn til sín vatn, en skilar þvi frá sér að einhverju leyti í kjölfar rigninga. Vist-
kerfið hægir því á flæði vatns um vatnasviðið og stuðlar að jafnara flæði í straumvötnum
þess. Úthaginn dregur þamiig úr áhrifum stórviðra og stuðlar að jafnari lífskilyrðum í straum-
vatnsvistkerfum (Guo o.fl. 2000).
L íffrœó ilegur fjölbreytile i ki
Aður var getið fjölbreytileika jarðvegslífvera, en einnig er að finna fjölbreytileika i gróðri.
smádýralífi úthagans og mismunandi samfélögum og vistkerfúm. Úthaginn er einnig búsvæði
margra tegunda fugla og íslensku hagamúsarinnar. Innifalið í líffræðilegum fjölbrevtileika er
einnig erfða- og efnafræðilegur fjölbreytileiki. Fjölbreytileikinn er ákveðin erfðalind, sem hægt
er að leita í, t.d. við þróun nytjaplantna og vama gegn skaðvöldum á plöntum. Einnig má geta
þess að í líffræðilegan fjölbreytileika höfum við sótt stóran hluta þeirra lyfja sem við neytum.