Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 77
67
LOKAORÐ
Enn eru ótaldir ýmsir þjónustuþættir úthagans, þ.m.t. vöm gegn rofi vatns og vinda, dreifing
fræja, og frævun nytjaplantna og náttúrulegra plantna, en of langt mál væri að útskýra þá
frekar hér.
Af framantöldu er ljóst að þjónusta náttúrulegra vistkerfa, í þessu tilviki úthaga, við
mannleg samfélög er bæði ómetanleg og óbætanleg. Öll okkar umgengni við og notkun á
náttúrulegum vistkerfum þarf því að miðast við að halda grunnferlum og -þáttum vistkerfanna
óröskuðum.
Vistkerfi geta verið tiltölulega stöðug og breytast lítt þrátt fyrir álag upp að ákveðnum
marki eða þröskuldi. Er álag fer yfir þröskuldinn geta breytingamar hins vegar orðið hraðar
og ekki verður aftur snúið nema með viðamiklum aðgerðum (Wliisenant 1999). Náttúrulegt
álag eins og af völdum veðurfarssveiflna getur magnað álag vegna landnýtingar. í íslenskum
úthögum gerist þetta t.d. þegar of mikil beit og traðk leiðir til þess að gróðurhulan rofnar og
rofdílar myndast. í slíkum rofdílum gætir ekki vemdandi áhrifa gróðursins og því er frost-
lyfting mikil í þeim og í þumkatíð þorna þeir hratt. Frostlyfting og þurrkun leiða aftur á móti
til þess að gróður á erfítt uppdráttar í slíkum dílum. Dílamir eru því opnir fyrir veðri og
vindum sem þýðir að uppblástur fer að eiga sér stað úr þeim. Vistkerfið er því komið í
ákveðinn vítahring þar sem gróðurhulan tapast smátt og smátt og í kjölfarið allur jarðvegur
vistkerfísins. Slík gjöreyðing vistkerfis hefur afgerandi áhrif á allan vatns- og efnabúskap við-
komandi vatnasviðs.
En nýting náttúrulegra vistkerfa getur leitt til breytinga á kerfínu, án þess að til hruns
þess komi. Veruleg og langvarandi beit á úthaga getur leitt til þess að frjósemi jarðvegsins
minnkar, auk þess sem að gróðurfar breytist vegna þess að piöntutegundir eru misefíirsóttar af
beitardýrum og þola beitina misvel. Sarnan leiða þessir þættir til þess að beitargildi úthagans
rýrnar.
Nýting okkar á náttúrulegum vistkerfum þarf að vera með þeim hætti að tryggt sé að allri
þjónustu kerfísins sé viðhaldið. Þjónusta vistkerfa er grundvallarþáttur í mannlegum sam-
félögum, en skilningur á mikilvægi þjónustunnar er oft takmarkaður; við tökum hana yfírleitt
sem sjálfsagðan hlut. Þjónusta vistkerfa sem slík er því sjaldan metiim til fjár og ekki reiknuð
inn í hagvöxt. Aftur á móti hafa ýmsar framkvæmdir sem hafa í för með sér breytingar á vist-
kerfurn eða eyðingu þeirra, eins og til dæmis stórvirkjanir og vegagerð, jákvæð áhrif á hag-
vöxt. Þetta leiðir til þess að náttúruleg vistkerfi geta átt undir högg að sækja þegar aðrir
„brýnni“ hagsmunir eru í húfí. Þetta er þeim mun alvarlegra þegar haft er í huga að þjónusta
vistkerfa er í flestum tilvikum á svo stórum skala, svo margþátta og svo lítt könnuð að ekki
verður leyst af hólmi með tækninýjungum (Daily o.fl. 1996).
Heimildir
Arnalds, O., Hallmark. C.T. & Wilding, L.P., 1995. Andisols from four different regions of Iceland. Soil Sci.
Soc. Am. J. 59: 161-169.
Chanway, C.. 1993. Biodiversity at risk: soil microflora. í: Our Living Legacy (ritstj. Fenger, M.A., Miller, E.H.,
Johnson, J.A. & Williams, E.J.R.). Proceedings of a Symposium on Biological Diversity. Royal British Colum-
bia Museum. Victoria, Canada, 229-238.
Daily, G.C., Alexander, S., Ehrlich, P.R., Goulder, L., Lubchenco, J., Matson, P.A., Mooney, H.A., Postel, S.,
Schneider, S.H., Tilman, D. & Woodwell, G.M.. 1996. Ecosystem Services: Benefits Supplied to Human Soci-
eties by Natural Ecosystems. Issues in Ecology 2. Ecological Society of America, Washington DC, 16 s.
Gou, Z„ Xiao, X. & Li, D., 2000. An assessment of ecosystem services: water flow regulation and hydroelectric
power production. Ecological Applications 10: 925-936.
Kjoller, A. & Struwe, S., 1997. Microbial diversity and its relationship to decomposition processes. í: Func-