Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 80
70
áhrifavalda er alþjóðleg áhersla á sjálfbæra þróun, alþjóðlegir samningar sem íslendingar eru
aðilar að, samspil landhnignunar og fólksfjölgunar í heiminum og veðurfarsbreytingar af
mannavöldum. Sívaxandi íjöldi ferðamanna stækkar innanlandsmarkað fyrir landbúnaðar-
vörur, auk þess sem vænta má að markaðir fari stækkandi erlendis fyrir vöru sem framleidd er
undir formerkjum hollustu og sjálfbærrar landnýtingar. Kúariðufárið bendir til að búijársjúk-
dómar erlendis geti veitt imilendu framleiðslumri óbeina vernd gegn innflutningi kjötvara.
í hnotskurn undirstrika þessir ytri áhrifavaldar mikilvægi þess að auka landkosti hér á
landi og að miklum fjármunum verði varið til þess, m.a. í tengslum við kolefnisbindingu sem
lið i aðgerðum til varnar gegn loftslagsbreytingum. Markaðsaðstæður landbúnaðarins breytast
og auknar kröfur verða gerðar um sjálfbæra landnýtingu, varðveislu innlends erfðaefnis i
gróðri og enduiTeisn líffræðilegs íjölbreytileika.
Landhnignun ogfólksfölgun
Hin takmarkaða jarðvegsauðlind heimsins er undirstaða fæðu fý'rir meginhluta jarðarbúa. Á
flórða aðildarþingi Sáttmálans urn vamir gegn myndun eyðimarka, sem haldið var í desember
2000, var sett fram spá um að tvöfalda þyrfti matvælaframleiðslu heimsins til 2030, þ.e. að
metta þyrfti 3 milljarða manns í viðbót, en þrefalda matvælaíramleiðsluna til 2050. í íjöl-
mörgum löndum gengur illa að auka matvælaframleiðsluna vegna landhnignunar, og tölur um
jarðvegseyðingu í heiminum eru ógnvekjandi. Sem dæmi má nefna að árið 2000 hafði hvert
mannsbarn um 32% minni jarðveg til umráða en 1980. Jarðvegsrof á ári hverju nemur um
þremur tonnum á hvert mannsbarn, einkum vegna ósjálfbærrar landnýtingar. Það stefnir því í
að milljaróar manna hafi ónóga fæðu og víða er mikill skortur á vatni. Þeim fjölgar sem lenda
á vergangi og baráttan um brauðið er vaxandi rót ófriðar víða um heim.
Vonarglætu stafar frá starfi á vegum Sáttmálans um varnir gegn myndun eyðimarka, sem
mun á næstu árum áorka miklu í samstarfi við sáttmálana um verndun h'ffræðilegrar ijöl-
breytni og verndim loftslags við að hamla gegn landhnignun og endurreisa vistkerfi. Stór hluti
þjóða heimsins er nú að vimia að slíkum verndunaráætlunum undir alþjóðlegri leiðsögn og
mikill áhersla er þar lögð á að tryggja sjálfbæra landnýtingu.
Baráttan um brauðið mun leiða til hærra verðs á korni á hinurn samofnu matvæla-
mörkuóum heimsins og verð á öðrum búvörum mun væntanlega hækka. Vaxandi þörf verður
því fyrir gott beitiland og frjótt land til akurj'rkju og búfjárræktar hér á landi.
Varnir gegn loftslagsbreytmgum
Talið er að ef ekki er gripið til nægra ráðstafana til að hamla gegn uppbyggingu gróðurhúsa-
lofttegunda í lofthjúpnum gæti meðalhiti á Jörðimii aukist um 2 til 6 gráður á næstu áratugum.
Svo hröð breyting, sú örasta frá lokum síðustu meginísaldar fyrir um 150 þúsund árum, gæti
valdið rniklu álagi á vistkerfi heimsins. Loftslagsbelti gætu færst til, sem hefði mikil áhrif á
matvælaframleiðslu þjóða.
Ekki er sjálfgefið að gróðurskilyrði batni hér á landi. þótt annars staðar hlýni. Breytingar
á hafstraumum á norðurslóðum myndu leiða til kólnunar, t.d. ef Golfstraumurinn færðist
sunnar, því að á íslandi er óvenjuhlýtt miðað við hnattstöðu.
Iðnríkin skuldbundu sig 1997 til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5%. Hins
vegar er talið að samdrátturinn þurfi að ná 60% ef koma á í veg fyrir loftslagsbreytingar. Það er
hvorki tæknilega né hagfræðilega gerlegt að draga eins hratt út loftmengun og með þyrfti. Magn
gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti mun því halda áfram að aukast enn um simr, en það er nú
þegar komið langt yfir hættumörk. Af því leiðir að samltliða aðgerðum til að draga úr loft-
mengun er nauðsyn íyrir framtíð jarðarbúa að breyta koltvísýringi í lífræn efni með því að auka
ljóstillífun plantna, t.d. með landbótum, beitarstjómun, skógrækt og bættri meðferð akra.