Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 82
72
mikinn hluta kolefnisbindingarinnar í samræmi við landbóta- og skógræktaráætlanir í
tengslum við verkefnið Betra bú.
Breytingar á búgreinum og atvinnu í sveitum
Breytingar á byggðum og vægi búgreina hafa mikil áhrif á landnýtingu og ástand lands. Sauð-
fjárræktin krefst rnikils landrýmis, nerna þar sem land er frjótt. Fækkun sauðfjárbænda sam-
hliða auknurn kröfum um vörslu búfjár mun því hafa keðjuverkandi áhrif og sauðfjárræktin
færast til að hluta. í mörgum héruðum verður aðeins búandi með sauðfé á afgirtu landi. Beit á
mörgum afréttum mun væntanlega leggjast af vegna fækkunar sauófjárbænda eða gæðavott-
unar.
Búfjársjúkdómar og hormónanotkun erlendis eru líklegar til að hamla nokkuð gegn inn-
flutningi kjötvöru og skapa jafnframt markaði fyrir framleiðsluvörur sem fengið hafa gæða-
vottun. Stofnun samtaka nautakjötsframleiðenda myndi leysa þessa framleiðslugrein úr
álögum, sem m.a. kæmi sér vel þar sem land hentar illa til sauðfjárframleiðslu, t.d. vegna
vörsluskyldu búfjár. Vænta má að vaxandi markaður bæði fyrir dilka- og nautakjöt muni
stuðla að enn frekari þörf fyrir landbætur.
Aukin ferðaþjónusta ýmist styður eða leysir af hefðbundinn búskap. Hjá mörgum „ferða-
bændum“ og hjá „netbændum" eða öðrum sem stunda óhefðbundna vinnu á jörðum sínum
verður nokkuð af skepnum sem hluti af lífsstíl. Asókn í jarðir fer væntanlega vaxandi, bæði
íslendinga og útlendinga. Verðhækkun jarða gæti víða aukið um of framlegðarkröfu
hefðbundins búskapar. Útlendingar munu m.a. nota jarðir sínar sem sumardvalastaði eða
byggja upp búskap með ráðsmönnum, sem gæti valdið erfiðleikum líkt og í Ástralíu. Sá vax-
andi hópur landeigenda sem ekki stundar búíjárrækt á það sameiginlegt að amast við annarra
fénaði á sínu landi. Krafa um aukna vörsluskyldu til að koma í veg fyrir ágang búfjár fer vax-
andi.
LANDNÝTING OG ÁSTAND LANDS - FRAMTÍÐARSÝN
Hér að frarnan hefúr verið reynt að rekja líklegar meginbreytingar á byggðum og landbúnaði
og áhrif þeirra á landnýtingu og ástand Iands. I megindráttum eru niðurstöðurnar þessar fram-
tíðarsýnar að:
• Frjótt land til búíjárræktar og akuryrkju verður íslendingum æ mikilvægara. Því
valda alþjóðlegar ástæður, s.s. nýir búvörumarkaðir vegna ótta útlendinga við sjúk-
dóma og hormóna, en einnig yfirvofandi hörgull á matvælum vegna samspils mann-
Ijölgunar og landhnignunar. Stóraukna áherslu verður því að leggja á landbætur og
stöðvun jarðvegsrofs. Fjármögnun gæti m.a. verið í tengslum við bindingu kolefnis á
vegum ríkis og fyrirtækja sem liður í að mæta alþjóðlegum skuldbindingum urn
verndun loftslags.
• Búfjárbeit verður vonandi innan tíðar alls staðar með sjálfbærum hætti, m.a. vegna
gæðastjórnunar, aukinnar þekkingar, breyttra viðhorfa og aukins aðhalds með
breyttum lögum og reglum.
• Bami við lausagöngu búfjár, með undantekningum þar sem við á vegna sérstakra að-
stæðna, og full ábyrgð eigenda á fénaði sínum þarf sem fýrst að verða hin almenna
regla.
• Brýnt er að sauðfjárbeit á illa farið land leggist af sem fyrst, þ.m.t. á stórum hlutum
miðhálendisins. Annars vegar með áherslu á breyta illa förnu landi í gróið land með
landbótum, einkum í byggð og neðst á afréttum í tengslum við úrbótaáætlanir vegna
gæðavottunar og átak í bindingu kolefnis. Hins vegar með friðun lands sem ekki fær
vottun í gæðastjórnun. I sumum héruðum mun mikið af illa förnu landi fá sjálfkrafa
friðun vegna fækkunar sauðíjár.
J