Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 87
77
RÁÐUNAUTflFUNDUR 2001
Ásýnd landsins
Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Líffiœðistofnun Háskólans
Búseta á íslandi á sér skamma sögu, aðeins liðlega ellefu aldir. Á þessum stutta tíma hafa um-
svif mannsins engu síður leitt af sér róttækari umbyltingu á landi en víðast hvar annars staðar
því stór hluti landsins hefur tapað gróðurþekju sinni og breyst í líflitla eyðimörk. Mikið hefur
verið rætt, ritað og deilt um jarðvegseyðinguna, en hún verður ekki meginviðfangsefni þessa
erindis. Það má hins vegar vera að sú umræða hafi valdið því að menn hafi minna íhugað
önnur áhrif búsetu á lífríki og landslag.
Hér á eftir mun ég velta því íyrir mér hvernig búsetan hefúr mótað ásýnd íslenskra sveita
og hvaða tímabil eða athafnir hafi skipt þar mestu. Ákatlega lítið hefur verið ijallað um ís-
lenskt búsetulandslag og nær ekkert hugað að því hvort í því kunni að felast menningarleg,
söguleg eða líffræðileg verðmæti sem gætu glatast. Þó ég telji mig ekki vel í stakk til þess
búna ætla ég stuttlega að reifa hvað kunni að hafa álirif á fegurðarmat á íslenskum sveitum.
Að lokum ætla ég að velta því fyrir mér hvaða breytingar kumú að verða á ásýnd landsins á
þeirri öld sem nú er rétt að heijast. Efnið er víðfeðmt, en ég mun einkum nálgast það af
mínum heimavelli, þ.e. út frá gróðurfari. Þó kem ég inn á fleiri svið þar sem margir aðrir eru
betur að sér en ég. Bið ég lesendur að líta á innlegg mitt sem tilraun til að kveikja umræðu um
málefni sem mörg hver hefur lítið borið á góma. en sem fvllsta ástæða kann að vera til að taka
upp.
FYRSTA UMBYLTING: LANDIÐ VERÐUR SKÓGLAUST OG UPPBLÁSTUR FYLGIR
EFTIR
Frjókornagreining sýnir að láglendi var að miklu leyti kjarri eða skógi vaxinn við landnám,
þótt þá hafi nokkuð hallað undan fæti frá því fyrr á nútíma, og heiðar og mýrar breiðst út
(Margrét Hallsdóttir 1987, 1992). Því rniður vitum við sáralítið um skógarmörk inn til lands-
ins og enn minna um gróður á miðhálendinu við landnám. Vísbendingar eru þó um að a.rn.k.
hluti af auðnum hálendissléttuimar hafi þá borið samfelldan gróður (Steindór Steindórsson
1994, Ólafur Arnalds 1992, Sigurður Þórarinsson 1961).
Enginn vafi er á að við landnám urðu hér afar snögg umskipti á landi (Þorleifur Einarsson
1962, Sigurður Þórarinsson 1961) og marka þau hina fyrstu umbyltingu á ásýnd lslands. Víða
virðist skóguriim ekki hafa komið upp að ráði aftur eftir að honum hafði verið eytt í fyrsta
sinn (Margrét Hallsdóttir 1987). Um upphaf uppblástursins tel ég að hafi skipt sköpum að
gjóskufall hefur allt önnur og miklu afdrifaríkari afleiðingar fyrir skóglaust land. Nokkurra
tuga sentimetra gjóskufall getur kæft gróður á graslendi og þar sem beit eða sláttur hefur tekið
ofan af plöntum. náð að drepa allar plönturnar, sem flestar hafa sína vaxtarbrodda neðan-
jarðar, í sverði eða rétt ofan við yfirborð. Eftir liggur gjóskan, óvarin fyrir vindi og vatni og
verður upphaf að sandfoki og frekari gróðureyðingu á nærliggjandi svæðurn þegar aðflutt efni
kæfa gróður á nýjum stað. Jafnþykkt gjóskulag kann að hafa lítil áhrif þar sem tré og runnar
sem standa upp. Botngróður deyr, en hávaxnari gróður heldur að gjóskunni og kemur í veg
fyrir að hún fjúki og skapar auk þess betri skilyrði fyrir uppvöxt botngróðurs á nýjan leik.
Fram eftir öldum lagðist allt á eitt: stórskaðleg áhrif gjóskufalls á skóglausu landi, við-