Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 88
78
kvæmari og auðrofnari jarðvegur, kólnandi loftslag og lakari vaxtarskilyrði gróðurs sem jafn-
framt var lengur að ná sér eftir áföll, stækkandi skriðjöklar og vatnsmeiri jökulár með rneiri
rofmætti og auknum framburði. Eyðingin hefur þó alltaf ekki þokast jafnt og þétt, afkastamest
voru svæðisbundnar uppblásturshrinur sem gátu staðið stutt, en fylgdu oft í kjölfar eldgosa.
Verstu uppblástursskeiðin voru ekkert annað en hreinar náttúruhamfarir, t.d. það sem reið yfir
Landsveit í lok 19. aldar og á fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu (Amór Sigurjónsson 1958).
Hin gagngeru líffræðilegu umskipti, sem verða þegar grónu landi með jarðvegi sem þró-
ast hefur um þúsundir ára er breytt í líflitla eyðimörk með nær engum lífi-ænum jarðvegi og
hverfandi frumframleiðni, verða seint ofmetin. Búsetunni fylgdu hins vegar ýmsar fleiri
breytingar á gróðri (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1994). Tún, valllendi og mólendi eru t.d. mann-
gerð vistkerfi orðin til á áður skógi eða kjarri vöxnu landi. Skógaeyðing og bú^árbeit höfðu
áhrif á útbreiðslu margra tegunda lífvera. Sumum plöntutegundum fjölgaði, einkum þeim sem
einltenna berangur eða þola vel beit, en þeirn fækkaði sem treystu á skógimi eða voru sérlega
lostætar beitarjurtir (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1994). Ekki er vitað til þess að neinar tegundir
lífvera hafi dáið hér út eftir landnám. Þó verður að bæta því við að þær rannsóknir sem gerðar
hafa verið hafa ekki haft þá „upplausn", ef svo má segja, að þær geti sýnt brotthvarf einstakra
tegunda, frekar en innflutning nýrra (með örfáum undantekningum).
Að gróðureyðingunni undanskilinni er það auðvitað búfjárbeitin sem hefur haft mest
áhrif á lífríki. Landið er nær allt markað langri og þungri beitarsögu. Beitaráhrifm eru svo út-
breidd og allt að því altæk að það verður erfitt að gera sér grein fyrir þeim; við höfum svo
lítið til samanburðar. Að þessu leyti til er ísland eins og önnur Evrópulönd; vafasamt er að
halda því fram að hér sé til eitthvað, a.m.k. á láglendi, sem stæði undir nafni sem ósnorlin
náttúra. Til dæmis vitum við ekkert um það hvort eða hvernig allt það gífurlega áfok sem
safnaðist fyrir í jarðvegi og tvöfaldaði, fjórfaldaði eða jafnvel tífaldaði jarðvegsþykknun eftir
landnám hefur haft áhrif á gróður eða á lífriki í ám og vötnum.
ÖNNUR UMBYLTING LANDS: FRAMRÆSLA VOTLENDIS
Eins og rakið var að ofan má ætla að hin opna, skóglausa ásýnd íslands hafi mótast fljótlega
eftir landnám. Engar myndir eru til frá miðöldum og landslag í elstu teikningum og mál-
verkum, sem eru frá 18. öld, er verulega stílfært (sjá t.d. Ponzi 1980). Þar er þó ekkert sem
kemur á óvart og svipmótið sem blasir við í raunsærri landslagsmyndum frá 19. öld er
kunnuglegt (sját.d. Collingwood 1897).
Næsta umbylting á íslensku landslagi hófst ríflega þúsund árum eftir þá fyrstu, skömmu
eftir lok síðari heimstyrjaldar þegar íslendingar fóru að ræsa fram votlendi í stórum stíl.
Vissulega höfðu menn grafíð skurði fyrir þann tíma, en áveituskurðir jafnast hvorki að víðáttu
né iíffræðilegum afleiðingum við framræsluna. Framræslan hefur haft feiknarleg álirif á lág-
lendi landsins; á landslag, jarðveg, grunnvatn og síðast en ekki síst á lífríki. Afdrifaríkust hafa
líklega verið áhrif á fuglalíf (Einar Ólafur Þorleifsson 1997). Hlynur Óskarsson (1997) hefur
áætlað að búið sé að ræsa fram 50-75% votlendis á láglendi. ítarlegri kannanir hafa verið
gerðar á Vesturlandi og Suðurlandi. í Borgarfjarðarsýslu áætlaði Hlynur Óskarsson (1997) að
væru eftir óröskuð um 9% upprunalegs votlendis, en um 23% í Mýrasýslu. Lágsveitir Suður-
lands voru áður mesta votlendissvæði landsins. Votlendi þakti áður a.m.k. 1100 km2 flæmi frá
Ölfusi að Markarfljóti, en nú eru aðeins eftir óröskuð um 3% þess (Þóra Ellen Þórhallsdóttir
o.fl. 1997). Framræslan hefur ekki bara vistfræðileg áhrif, hún hefur veruleg sjónræn áhrif á
landslag. Skurðgröftur skiptir landinu í skákir sem oft bera hver sinn lit og áferð. Landslags-
áhrif framræslunnar eru því að því leyti hliðstæð við akuryrkju að til verður mósaík fer-
hyrndra reita.