Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 89
79
ÍSLENSKT BÚSETULANDSLAG?
Víða erlendis er lögð mikil áhersla á verndun búsetulandslags eða menningarlandslags
(kulturlandskab, cultural landscape) og er það oft einn fyrirferðamesti þáttur náttúruverndar.
Raunar rniðar náttúruvernd í Evrópu sjaldnast að einhverju sem kalla mætti upphaflega eða
villta náttúru, hún glataðist víðast hvar fyrir svo löngu síðan að hún verður ekki endurheimt.
Lífríkis- og landslagsvernd í Evrópu beinist miklu oftar að þeirri manngerðu náttúru sem
mótaðist á löngum tíma af hefðum og verkmenningu sem héldust svipaðar um hundruðir eða
jafnvel þúsundir ára, allt fram til þess tíma þegar landbúnaður tók að vélvæðast á 20. öld.
Hugtakið búsetulandslag tekur til alls lands þar sem ummerki mannsins sjást (Frislid 1990).
Borgarlandslag og iðnaðarlandslag fellur því einnig undir búsetulandslag, en oftast beinist
áhugi að landslagi mótuðu af hefðbundnum landbúnaði. Verndun búsetulandslags tekur til
margra þátta. gróðurs og annars lífríkis, menningarverðmæta, s.s. gamalla húsa og mann-
virkja, og til sögu verkmenningar eins og hún birtist í landinu. Verndun búsetulandslags er
víða nátengd verndun líffræðilegrar Qölbreytni og fjölbreytni í landslagi.
Lítið liefur verið skriíhð um íslenskt búsetulandslag og kemur þar líklega margt til. Hér er
ræktunarstig lágt og þaulræktuð akurlendi alls ekki til. Vegna þess hve ræktunarstig er lágt er
miklu minni munur á líffræðilegri fjölbreytni milli minnst-ræktaða og mest-ræktaða landsins
hér á landi en í Evrópu og á sama hátt miklu minni munur á landslagi. Það hefur því ekki þótt
ástæða til að tengja verndun búsetulandslags við verndun Iíffræðilegrar fjölbreytni. Það má nú
samt benda á að til er a.m.k. ein sjaldgæf íslensk plöntutegund sem treystir verulega á nú
næstum horfið búsvæði. Þar á ég við blöðrujurtina (Ulricularia minor), sérkennilega vatna-
plöntu sem ekki er rótföst heldur marar í yfirborði og veiðir skordýr í blöðrur sem opnast og
gleypa dýr sem snerta næma þræði við blöðrumunnann. Blöðrujurtina er helst að frnna í
gömlum mógröfum sem flestar hafa nú fallið saman og eru óðum að hverfa.
-BÆRINN STÓÐ UNDIR HLÍÐINNI ÞAR SEM HÆTTAST VAR VIÐ SNJÓFLÓÐUM
OG SKRIÐUFÖLLUM“
En hver skyldu vera helstu einkenni og sérkenni íslensks búsetulandslags? Allt fram á 20. öld
má segja að íslensk mannvirki hafi samsamað sig landinu: vfírlætislausir byggingar úr torfi og
grjóti sem úr fjarlægð urðu varla greindar frá umhverfinu og urðu áreynslulaust hluti af
landinu á ný eftir að þau gengu úr sér. Ræktaða landið oft aðeins lítill skiki kringum bæinn.
Ætli dæmigerður íslenskur bóndabær standi ekki undir brattri hlíð eða fjalli og horfí niður að
á eða sjó með víðáttumikil fjalllendi eða jafnvel óbyggðir að baki. Víða myndar byggðin ein-
falda röð bæja, t.d. við rætur íjallshlíða í dölum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum,
sömuleiðis á Síðunni og á Snæfellsnesi. Að Öræfunum undanskildum varð óvíða margbýli,
ólíkt því sem gerðist víða í Evrópu þar sem bóndabæir mynduðu lítil þorp. Islenskur sauðfjár-
búskapur, eins og hann hefur verið stundaður hingað til, sver sig í ætt við hjarðbúskap og hér
hefur aldrei orðið til búsetulandslag tengt sauðfjárrækt svipað því sem sést t.d. í Wales og á
Irlandi þar sem landinu er skipt í beitarhólf með hlöðnum veggjum úr lausum steinum
(random stone).
Að frátöldu ræktunarstiginu hlýtur það að vera mest sláandi einkenni íslensks búsetu-
landslags að hér á landi eru bæir og tún eins og litlar eyjar í óræktuðu landi, þveröfugt við
Evrópu þar sem sæmilega náttúrleg svæði eru yfirleitt litlir blettir í endalausu flæmi af-
markaðra ræktaðra skika. í Evrópu virðist manninum hafa tekist að gera náttúruna sér undir-
gefna, hér á landi vekja mannvirki í landinu frekar tilfinningu fyrir smæð mannsins og verka
hans i náttúrunni. Ferðalangur um islenska sveit verður meðvitaður um baráttu mannsins við
óblíða, harðneskjulega og oft duttlungafúlla náttúru. Hann sér merki skriðufalla og fram-