Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 90
80
hlaupa, hann sér hvar hraun hafa lagst yfir land og hann sér jökulár sem flæmast um víða aura
að eigin geðþótta og brjóta land eða bera aur og grjót á gróður. Hér er ijöldi náttúrufyrirbæra
enn áberandi í landinu; lækir og ár hafa gjaman náttúrlegan farveg, tjarnir em enn til, hólar
eða jafnve! álfaborgir. í einsleitu ræktunarlandi í Evrópu hafa allir fínir drættir verið máðir út
og fá kennileiti náttúrunnar eru eftir. Eitt í viðbót vil ég nefna sem ég hef grun um að teljist
sérkenni á íslensku landslagi, en það er óvenju rík örnefnahefð: sagan er skráð í aragrúa ör-
nefna sem endurspegla landgæði, nytjar, hefðir, trú og hindurvitni og bera vitni um náin
tengsl þjóðar og náttúru gegnum aldirnar.
Erum við að glata einhverju af okkar hefðbundna búsetulandslagi? Þó nokkrir torfbæir
hafa verið friðaðir, en eins og Hörður Ágústsson benti nýlega á í blaðaviðtali, hefur sáralítið
verið hugað að verndun gamalla steinlrúsa í sveitum og líklega enn minna að verndun gamalla
útihúsa. Erum við að glata síðasta tækifærinu til að vernda þennan hluta byggingar- og verk-
memiingarsögu okkar? Sú spurning vaknar hvort betur hafi verið að verki staðið hvað varðar
skráningu á sögu íslensks sjávarútvegs og vemdun minja tengdum sjávarháttum og útvegi en
sögu landbúnaðarins, hins höfuðatvinnuvegar þjóðarinnar. Mannvirki sem náð hafa 100 ára
aldri eru friðuð sem fornminjar undir þjóðminjalögum, en oft eru lítil tök á að halda þeim við
eða greiða aðgang almennings að þeim. Sem dæmi um minjar sem fallið gætu undir verndun
búsetulandslags má nefna áveituskurði. Þeir eru minnismerki mjög merkilegs tímabils í ís-
lenskri landbúnaðarsögu senr lítið hefur verið rannsakað (en sjá þó Ásgeir L. Jónsson 1975)
og ástæða virðist vera til að varðveita. Hafa íslensk sel einhvers staðar verið varðveitt?
Svissneskir bændur eru styrktir til að halda kúm í sumarseljum hátt til fjalla. Beitartíminn er
stuttur, um 100 dagar á ári, en nægir til að viðhalda tegundaauðugu graslendi með mörgum
blómfögrum tvíkímblöðungum, en slík litskrúðug háfjallaengi eru eitt aðalsmerki Alpanna og
hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Ég sleppi fegurd náttúrunnar og hinnifögru lítsjón til Alpafjalla sem blasa við en fer með lesandann rak-
leióis IJjósió, en þaó er hið Jallegasta sem ég hef séó, og 30-40 nautgripir á bási.
Guðbrandur Vigfússon 1860. Ferðasaga úr Þýzkalandi.
Því hefur verið haldið fram að íslendingar hafi lengst af einungis metið náttúruna út frá
nytjasjónarmiði og að þeir hafi engan greinarmun gert á náttúrufegurð og gróðursæld. Fögur
náttúra var búsældarleg sveit og búsældarleg sveit var fögur náttúra. Fræðimenn hafa raunar
ekki verið sammála um þá náttúrusýn sem birtist í fornum ljóðum og kvæðum og hafa ýmist
talið hana endurspegla hreint nytjamat eða næma tilfinningu fyrir hreinni náttúrufegurð (sjá
umræðu hjá Þorvarði Árnasyni 1994). Eg notaði hér orðið náttúrusýn án þess að skýra nánar
merkingu þess. Þorvarður Árnason (1994), sem skrifað hefur merka grein um náttúrusýn ís-
lendinga, segir að náttúrusýn manna verði „til við samruna þess sem raunverulega ber fyrir
augu og þess sem sjáandinn telur sig hafa greint". Þar ræðir hann hvernig tilkoma landslags-
málverksins og fyrstu íslensku málaranna um og eftir aldamótin 1900 hafí valdið straum-
hvörfum í náttúrusýn Islendinga. Erlendis verður þessi vitundarvakning nokkru fyrr og er
upphaf hennar oft tengt rómantísku stefnunni í bókmenntum og listum, en hún sprettur líka
upp úr breyttum þjóðfélagsaðstæðum, s.s. fólksfjölgun í borgum, og öðrum afleiðingum iðn-
byltingarinnar. Samhliða þessari viðhorfsbreytingu vaknar áhugi á náttúruvernd. Bandaríkja-
menn stofnuðu sinn fyrsta þjóðgarð (Yellowstone) árið 1872 og um aldamótin 1900 höfðu
verið mynduð sarntök um verndun landslags og fagurra staða í ýmsum Evrópulöndum. Sá
sem lvrstur vakti athygli á nauðsyn náttúruverndar á íslandi var líklega Matthías Þórðarson,
síðar þjóðminjavörður, í grein í Skírni árið 1907: „Verndun fagurra staða og merkra náttúru-
minja“ (sjá Pál Líndal 1984).
En hvað er falleg sveit? Landslag á Islandi er talsvert ólíkt eftir landshlutum; þröngir
dalir með háum, bröttum fjöllum á Norðurlandi og Austfjörðum, flatneskja með fjarlægum