Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 91
81
fjallahring á Suðurlandi, en jöklar og sandar ramma inn landslag í Skaftafellssýslum. Það er
sjálfsagt misjafnt hvers konar umgjörð höfðar mest til hvers og eins. A hinn bóginn má spyrja
hvort hægt sé að greina almenna drætti í landslagi sem fólki fmnast aðlaðandi - eða skiptir
uppvöxtur fólks, aldur, menntun eða reynsla mestu við mótun smekks? Engar rannsóknir hafa
verið gerðar á þessu hér á landi, en e.t.v. má líta til Noregs þar sem norskt landslag er senni-
lega það sem helst má bera saman við íslenskt. Strumse (1994ab, 1996) lét tæplega 200
manna hóp gefa 60 ólíkum litskyggnum af landbúnaðarlandi einkunn. Helmingur myndanna
sýndi hefðbundið landbúnaðarlandslag, hinn helmingurimi nútíma landbúnaðarland og var
hvorum helmingi skipt í 5 hliðstæða efnisflokka (einn sýndi t.d. fólk við vinnu, í öðrum voru
byggingar í forgrunni, í þriðja inannvirki, s.s. vegir eða brýr). Niðurstöður voru afdráttar-
lausar, hæstu einkunn fengu aimars vegar mvndir af hefðbundnu landbúnaðarlandslagi með
gömlum byggingum, hins vegar myndir þar sem fjölbreytt náttúra var mest áberandi, t.d.
blómskiý'dd engi. Lægstu einkunn fengu annars vegar myndir með nútíma landbúnaðar-
tækjurn og byggingum og hins vegar myndir af greniskógi. Einnig var reynt að greina hvaða
einkenni eða mynstur hefóu áhrif á upplifunina. í landi þar sem náttúra var í fyrirrúmi, ein-
kenndust aðlaðandi myndir af samræmi eða samfellu (coherence), landið var fremur opið, og
fjölbreytt. ..Aldur" landslagsins virtist líka skipta máli (gamalt var fallegra) og flókíð eða
margleitt (complexity) fallegra en einsleitt og fólki virtist finnast aðlaðandi landslag sem
virtist búa yfir dulúð og lofaði nýrri upplifun og uppgötvunum (mystery).
ÍSLENSKT BÚSETULANDSLAG Á 21. ÖLD?
ísland er mikilúðugt land og víðast hvar er það náttúran sjálf sem mestu ræður um svipmót
sveita. Ég ræddi áðan að það hefðu einkurn verið tvö tímabil í sögu búsetunnar sem voru af-
drifarík við að móta landið. skógaeyðing fljótlega eftir landnám og framræsla á síðustu 50
árum. Eru í sjónmáli breytingar sern gætu valdið nýrri umbyltingu á ásýnd landsins? Ég nefni
einkum tvennt.
Nú er fyrirhuguð, og raunar sums staðar hafin. skipulögð nytjaskógrækt í stórurn stíl. Ef
áformin verða að veruleika munu vaxa upp víðlendir skógar í öllum landshlutum. Þeir hefðu
gífurleg landslagsáhrif. Eitt af því sem fylgir skógleysinu er óhindrað útsýni, og víðsýni er
vissulega eitt af aðalsmerkjum íslensks landslags. Það að klæða heil héruð hávöxnum nytja-
skógum mun ekki einungis breyta ásýnd þeirra úr fjarska, heldur einnig loka að mestu fyrir
sjóndeildarhringinn eins og hann er nú. Víðáttumiklir nytjaskógar hafa stórfelld líffræðileg
álirif. Jarðvegur undir plantekrum barrtrjáa verður súr og einkennist af afgerandi lagskiptingu.
Ban-viðarplantekrur eru tegundafátæk og fábreytt vistkerfi með gisnum botngróðri. Margar
plöntutegundir þola ekki hið lága sýrustig jarðvegs og jafnvel þótt skógurinn yrði felldur má
búast við að breyttir jarðvegseiginleikar hefðu áhrif á landnám nýrra tegunda og gróðurfram-
vindu. Ef stórfelld nytjaskógrækt verður að veruleika værum við í fyrsta sinn að búa til
ræktunarlandslag sem svipar til þess evrópska að því leyti til að það vrði líffræðilega fábreytt.
Þá þyrftum við jafnhliða að huga að leiðum til að vemda líffræðilega fjölbreytni á þeim
svæðurn. Stórfelld nytjaskógrækt gæti vissulega orðið hin þriðja umbylting í íslensku búsetu-
landslagi. Þrátt fyrir það á að hrinda þessum áformum í framkvæmd, án þess að fram hafi
farið mat á umhverfisáhrifum þeirra.
Annað sem gæti breytt íslensku búsetulandslagi er ef innfluttar plöntutegundir taka að
breiðast út í íslenskri náttúru, hér á ég þá við aðrar tegundir en þær sem notaðar eru til nytja-
skógræktar og ræddar voru áðan. Hingað til lands hefur verið fluttur og gróðursettur aragrúi
erlendra plantna. Eyþór Einarsson (1997) hefur áætlað að hér vaxi nú um 10.000 innfluttar
tegundir háplantna, liðlega 20 sinnum fleiri tegundir en finnast í íslensku flórunni. Langfyrir-