Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 96
86
RRÐUNflUTAFUNDUR 2001
Ásýnd og skipulag bújarða
Grétar Einarsson' og Ólafur Guðmundsson2
1 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútœknideild
2 Byggingafulltrúi
YFIRLIT
í eftirfarandi pistli er í upphafi fjallað um að víða í dreifbýlinu er töluverður uppgangur í framkvæmdum.
Einng er bent á þeir opinberir aðilar sem koma að byggingamálefnum dreifbýlisins verða oft varir við að
ásýnd býlanna, afstaða og innra skipulag fá ekki þá umfjöllun sem þó vissulega virðist vera þörf fyrir. Bent
er á fyrri skrif um þessi mál sem hníga í sömu átt. Þá er nokkur umfjöllun um hvaða fagurfræðileg atriði
beri að hafa í huga til að ásýnd býlanna verði sem best og vitnað í nokkrar heimildir þar að lútandi. Einnig
er farið nokkrum orðum um hagnýt sjónarmið varðandi staðsetningu bvgginga og tengsl við ýmsa þætti bú-
skaparins. Gerð er nokkur grein fyrir skipulagsmálum og hvemig þeim er skipt upp í landsskipulag, svæða-
skipulag. aðalskipulag og deiliskipulag. Mest er fjallað um deiliskipulag, á hvaða þáttum það tekur og
hvernig það getur nýst sem hjálpartæki við innra skipulag bújarða.
INNGANGUR
í könnunum hefur komið fram að meðalaldur búrekstrarbygginga hér hefur hækkað veru-
lega á undanförnum árum og af þeirri ástæðu einni er aukin þörf fyrir endurnýjun. Önnur
tilefni eru af ýmsum toga og nefna má að mjólkurframleiðslan er að færast á færri hendur
og þau bú því að stækka með tilheyrandi nýbyggingum og breytingum. Sömu sögu er að
segja í alifugla- og svínarækt. Þó að ekki sé aukning í sauðijárræktimri eru margir bændur
að endurbæta húsin og noklcur ný eru að rísa. Mikil aukning er í öðrum greinum eins og
lérðaþjónustu og skógrækt. Þessi staða, ásamt eðlilegum viðgangi í búskapnum, leiðir til
að ntjög rnargir bændur standa í byggingaframkvæmdum bæði nýbyggingum, endur-
bótum og breytingum. Ástæðurnar fyrir því að þessi pistill er á borð borinn er að í verk-
efninu „Fegurri sveitir“ sem landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, lirinti í framkvæmd
síðastliðið sumar bar þessi mál á góma. Einnig er tilefnið að þeir opinberir aðilai- sem
koma að byggingamálefnum dreifbýlisins verða oft varir við að ásýnd býlanna, afstaða
og innra skipulag er ekki nægilegur gaumur geftnn. Algengara er en áður að þeir sem
hanna og skipuleggja húsin hafa ekki búfræðilegan bakgrunn og koma jafnvel aldrei á
byggingastað. Bygginganefndirnar hafa takmarkað umboð til afskipta af þessum málum
svo fremi sem mannvirkin uppfylla lög og reglugerðir enda ekki með þau gögn í hönd-
unum eða fagþekkingu sem þarf til aðgerða.
ÁSÝND BÚJARÐA
Af bæ þeim helst sá örmull eini:
Á eyðivelli ræktarlausum
stóð sauðahús. Úr hellusteini
var hleðslan gerð og moldarhnausum.
og hliðarveggjum var hlaðið sarnan,
og hellublöðum mænir reftur,
en glugginn skjár á gafli framan
i glufu undir þekju krepptur.
Þannig hefst ágæt grein sem Þórir Baldvinsson skrifar 1968 uni byggingar í sveitum.
Kvæðið er eftir Stefán G. Stefánsson og lýsir snilldarlega í fáum orðum húsaefni íslend-
inga í þúsund ár. í grein sinni segir Þórir ennfremur orðrétt: