Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 98
88
unni einkum í leysingum. Veðurfarsþættir eins og ríkjandi vindáttir geta haft áhrif bæði
varðandi aðgengi og einnig þætti er tengjast loftræstingu bvgginganna. Aðgengið tengist
mörgum þáttum og má þar nefna vélaumferð og alla flutninga til og frá byggingunum,
ekki síst þá sem eru bundnir þungaflutningum á ákveðnum tímum, eins og mjólkur- og
fóðurflutningar. Þá verður að taka tillit til Qarlægðar frá íbúðarhúsi og tengsl við beitar-
haga. Einnig getur gætt lyktarmengunar frá gripahúsum. Margt fleira mætti tína til í þessu
sambandi en til frekari fróðleiks skal bent á ágætar upplýsingar sem er að finna á upp-
lýsingavef Byggingaþjónustu Bændasamtaka íslands.
SKIPULAGMÁL
Ekki verður skilið svo við framangreinda umfjöllun án þess að fara nokkrum orðum um
skipulagsmál, enda snerta þau nánast allar byggingaframkvæmdir. Skipulag skiptist í
Ijóra megin þætti.
Landsskipulag
Dæmi um slíkt skipulag er skipulag miðhálendisins. Þar er skipulagt óháð mörkum sveit-
arfélaga og lögsagnarumdæma. Er þá sveitarfélögunum gert skylt að haga byggingar-
framkvæmdum, vegagerð, námuvinnslu og orkuflutningslínum í samræmi við þessa
skipulagsáætlun svo dæmi sé tekið. Þessi skipulagsnefnd vinnur undir stjórn Skipulags
ríkisins og skipuð 12 fulltrúum af umhverfisráðherra til fjögurra ára. Kostnaður við þetta
skipulag greiðist úr ríkissjóði.
Svceðaskipulag
Svæðaskipulag er hugsað til að taka á þeim þáttum sem eiga við um sameiginlega hags-
muni tveggja eða fleiri sveitarfélaga. Má þar nefna sem dæmi þjóðvegi, reiðleiðir. göngu-
leiðir, gjarnan til þess að þeirn verði ekki lokað með girðingum, orkuflutningslínur og
vatnsverndarsvæði. Mörg sveitarfélög hafa tekið miklu fleiri þætti í svæðaskipulag og
njóta þess þá þegar kemur að aðalskipulaginu. Er þá gjarnan farin sú leið að staðfesta
ekki þá þætti sem ekki eru sameiginlegir öllum sem standa að skipulaginu. í svæða-
skipulagsnefnd eru jafnmargir fulltrúar frá öllum aðildarsveitarfélögunum og að auki á
Skipulag ríkisins starfsmann í nefndinni. Kostnaður greiðist af hálfu úr ríkisjóði og að
hálfu úr sveitarsjóði.
Aðalskipulag
Aðalskipulag er skipulagsáætlun hvers sveitarfélags. Aðalskipulag er að lágmarki til 12
ára. Þar kemur frarn stefna sveitarfélagsins um samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfis-
mál og þróun byggðar. Landbúnaðarsvæði, þéttbýli og annað umhverfi er afmarkað. Þar
skal koma fram núverandi og framtíðar skipulag á hverri jörð, t.d. Qöldi íbúðarhúsa á
hverri jörð, sumarbústaðarhverfí og bændaskógrækt svo eitthvað sé nefnt. Það skal vera
eitt af fyrstu verkum sveitarstjóma eftir hverjar kosningar að ákveða hvort vinna skuli að
breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Deiliskipulag
Á gmndvelli aðalskipulagsins er unnið deiliskipulag til hverfis, liluta bújarðar eða heillar bú-
jarðar. Ef bújörð er deiliskipulögð fer það mjög eftir aðstæðum hvar rétt er að draga rnörk
skipulagssvæðisins. Eðlilegast er að meta það eftir hugsanlegum framkvæmdum á bú-
jörðinni. Þeir þættir sem em skipulagsskyldir em byggingarframkvæmdir hverskonar, skóg-
rækt í stærri stíl, þurrkun lands, fiskrækt, virkjanir, vegagerð, fyrirhleðslur, námur og stofh-
lagnir á línum og veitum. Einnig að ákvörðun verði tekin um notkun á viðkomandi landi.