Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 101
91
RRÐUNRUTRFUNDUR 2001
Menning og saga
Jón Jónsson
Sögusmiðjunni
Þjóðtrúin segir okkur að þar sem fé og Qársjóðir séu faldir í jörðu sjáist bláleitur logi upp af
landinu. Aragrúi slíkra sagna af fjölmörgum slíkum stöðum urn allt land er varðveittur í ís-
lenskum þjóðsagnasöfnum. í sumum sögunum segir að menn hafi ekki þorað að grafa í hólinn
eða þúfuna til að ná í gullið og gersemarnar vegna þjóðtrúar sem tengist staðnum, en í fleiri
sögum reyna ungir oflátungar og ofurhugar að nálgast fjársjóðinn en mistekst. Þeim sýnast
hús og kirkjur standa í björtu báli, fæturnir festast við jörðina eða þá að ýmsar ofsjónir gera
verkið ómögulegt. Það er helst að kunnáttumenn um galdra og ýmsa forneskju séu færir um
að nálgast slíka ijársjóði.
MENNINGARSAGAN í ÍSLENSKU LANDSLAGI
Það er eins með fólgið fé i jörðu og menningarsöguna sem í landslaginu býr, að það er
ýmsum vandkvæðum bundið að nýta þessa auðlind. Oft hefur verið haft á orði að sögustaðir
séu á hverju strái eða við hvert fótmál um land allt, að menningarsöguna sé hægt að lesa úr
landslaginu á hverri jörð. Þessir frasar eru vissulega bæði sannir og réttir.
Hitt er svo allt annað mál og oft öllu erfiðara fyrir bændur og íbúa dreifbýlisins að breyta
þessum gersemum sem sögustaðir, menningarleg sérstaða og menningararfurinn eru í krónur
og aura. Til þess þarf meira en samvinnu heimamanna við kunnáttumenn. Það þarf vakningu,
það þarf að benda fólki á möguleikana, tækifærin og leiðirnar, og það þarf samvinnu innan af-
markaðra svæða - milli ráðgjafa, ferðaþjónustuaðila, menningarstofnana, sveitarstjórna og
íbúa.
Segjum sem svo að einhver ætli að nýta sér að sögustaður eða náttúruperla sé á
iandareign hans. Markaðssetning á staðnum eða vamingi og þjónustu sem tengist honum er
ófúllkomin nema fræðileg heimildavimra og fagleg kymiing á staðnum og þjónustunni komi
til. Sala og ágóði er afleiðing af þeirri vinnu og árangurinn helst í hendur við fagmennsku við
undirbúninginn.
Það er af nægurn efniviði að taka í sögu hvers héraðs, fólk hefur búið hér á landi í meira
en 1100 ár og við þekkjum tiltölulega vel lífshætti og sögu forfeðra okkar og til eru ótal
ritaðar heimildir. Auk þess em í landslaginu allt í kringum okkur minjar um liðna tíð og fram-
kvæmdir genginna kynslóða - rústir, tóftabrot, gömul naust, túngarðar, áveitur, skurðir og
túnsléttur, hálflrrundir stekkir, vörður og grónar götur. Hér gildir fyrst og fremst að hafa góða
yfirsýn og gnótt af hugmyndaflugi, en vissulega hættir mönnum til að verða einhvem veginn
svo samgrónir umhverfi sínu að þeir hætta að veita þessum menningarminjum og verðmætum
eftirtekt. Raimsóknir, hugmyndavinna og varðveisla er grundvöllur gróðans og í þessum
efnum þurfa nienn að fá aðstoð kunnáttumanna við áætlanagerð og hugmyndavinnu.
En það er ekki aðeins sú menningarsaga sem lesa má úr landslaginu sem er þess virði að
miðla og hagnýta. Samtímamenningin, atvinnu- og búskaparhættir. mannlíf og sérkenni hvers
svæðis eru svo sannarlega þess virði að íbúar þess geri sér mat úr þeim. Og það er hreint ekki
lítið unnið ef hægt er að kynna borgarsamfélaginu landbúnað og lífið í dreifbýlinu nú til dags
á jákvæðan og athyglisverðan hátt með atvinnuskapandi verkefnum.