Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 103
93
og bættri ímynd svæða. Margfeidisáhrifin fyrir hvert svæði af því að ná að stöðva ferðamenn,
selja þeim vörur og þjónustu og fá þá til að dvelja deginum lengur eru þó sennilega meiri en
flestir gera sér í hugarlund. Rannsóknir hafa líka sýnt að þar sem áhersla er lögð á menningar-
tengda afþreyingu og ferðaþjónustu skilur atvinnugreinin meira eftir í kassa heimamanna en
aðrar tegundir ferðamennskunnar.
Framtak þar sem byggt er á sögu og menningararfí hefur líka oftast margvísleg jákvæð
áhrif á samfélagið. Sumt af því liggur í augum uppi, en á öðru er dýpra. Slíkt framtak:
• Stuðlar að jákvæðri byggðaþróun.
• Eykur fjölbreytni í atvinnulífi, skapar ný störf.
• Skapar ný tækifæri fyrir ungt fólk til atvinnu á sumrin.
• Skapar íbúum svæðisins margvíslega möguleika á aukatekjum, t.d. með handverks-
framleiðslu.
• Liður í að byggja upp og styrkja ímynd svæðisins.
• Hefur jákvæö áhrif á viðhorf heimamanna til byggðarinnar.
• Er framlag til menningarmála og minjaverndar.
• Er heppileg leið til að skemmta og fræða.
• Ákveðinn hópur ferðamanna hefur sérstakan áhuga á menningararfi og sögu.
• Eykur veltu ferðaþjónustufyrirtækja.
• Ef ferðafólk staldrar lengur við hefur það margfeldisáhrif á svæðinu.
Félagslegur ávinningur af öflugu menningarlífi og markvissri vinnu með menningararf
og samtímamenningu sveitanna er líka töluverður. Aukin vitund og vitneskja um menningu,
sögulega sérstöðu og landið sjálft stuðlar að bættri ímynd svæðisins meðal heimamanna og
styrkir þannig sjálfsmynd íbúanna og eykur almenn lífsgæði. Það verður líka að hafa í huga
að blómstrandi mann- og menningarlíf, sem trauðla verður metið til fjár, er oft meira virði en
sá ávinningur sem telja má i krónurn og aurum.
MENNINGARARFURINN SEM ATVINNUTÆKIFÆRI
En það er vissulega hægt að hugsa sér menningararfinn sem atvinnutækifæri á margvíslegan
annan hátt en sern hluta af uppbyggingu ferðaþjónusm. Möguleikamir eru engan veginn algjör-
lega bundnir við þá atvinnugrein. Þeir eru heldur ekki bundnir við meimingarstofnanir reknar af
opinberum aðilum. Sjálfur hef ég nú i sjö ár framflevtt mér og minni ijölskyldu með fræði-
störfum og hugmyndavinnu. Og síðastliðin þrjú ár hef ég rekið fyrirtæki sem gerir út á og ein-
beitir sér að miðlun sögu og þjóðfræða og margvíslegum menningan'erkefnum á lands-
byggðimti. Imian vébanda þess starfa að jafnaði 3^1 ungir fræðimenn og ekkert okkar er nálægt
því að drepast úr hungri. íslenskur memtingararfur er líka óþrjótandi og lítið notuð auðlind.
Þekktir einstaklingar, atburðir frá öllum öldunt, sögustaðir. náttúmperlur. kirkjur, alþýðu-
fræðintenn, bóknrenntir og skáld af svæðinu, einstakar Islendingasögur. búskaparhættir. skóg-
arnir, steinarnir, fuglarnir, fjaran, sauðféð, hreindýrin, þokan, rigningin, stríðsárin, þjóðsögur,
galdrar, vatnaskrímsli og huldufólk. Allt eru þetta athyglisverðir þættir í menningararfmum
°g stundum maitnlífi. Allt eru þetta þættir sem geta orðið auðlind 1 höndunt heintamanna. Allt
eru þetta þættir sent hægt er að afmarka, rannsaka og gera að söluvöru á ntargvíslegan hátt.
Þennan efnivið sem menningararfurinn er má setja fram á óteljandi vegu effir viðeigandi
rannsóknir og túlkun. í öllum þeim þáttum í menningararfmum sent ég taldi upp felast at-
vinnutækifæri og möguleikar á tekjum, svo ekki sé nú talað um sögulega sérstöðu einstakra
svæða í heild sinni. Og það sent meira er, hvem og einn af þessum þáttum má nýta á ólíkan
hátt, ntiðla og selja á ólíkan máta.