Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 104
94
Það er hægt að framleiða handverk og matvöru sem byggir á einstökum þáttum í sögu-
legri sérstöðu hvers svæðis. Það er líka hægt að hugsa upp og selja þjónustu sem byggir á ein-
stökum þáttum menningararfsins, t.d. selja leiðsögn í gönguferð eða hestaferð. Það er hægt að
skrifa um þá grein eða bók, kannski sérstaka bók fyrir ferðamenn eða útbúa kennsluefni, gera
listaverk, gefa út póstkort, selja ljósmyndir, búa til vefsíður, halda kvöldvöku eða ráðstefnu,
sýna leikrit, setja upp minja- eða myndasýningu, gera útvarpsþátt, sjónvarpsþátt eða kvik-
mynd. Allt þetta er hægt að gera á grundvelli eins afmarkaðs atriðis i menningararfsins. Það
er líka hægt að stofna og reka fyrirtæki sem einbeitir sér að einhverri einni af þessum að-
ferðum en hefur menningararfmn allan undir - t.d. útgáfustarfsemi, handverksframleiðslu,
heimildamyndagerð eða skipulögðum ferðum. Allt þetta er líka hægt að gera sem hliðarspor
við hefðbundinn landbúnað og þá í smærri sniðum. Þessi störf eða aukastörf geta orðið dreif-
býlinu mikilvæg í framtíðinni, fólkið sjálft skiptir hverja byggð miklu meira máli en svo að
menn geti leyft sér að einblína á einstakar atvinnugreinar.
Stofnkostnaður við fyrirtæki sem glímir við miðlun og sölu menningararfsins getur verið
óvenjulega lítill - hugvit, menntun, góður tölvubúnaður og símasamband er stundum allt sem
til þarf. Það er vissulega nú þegar vaxandi eftirspurn eftir og þörf fyrir þjónustu á þessu sviði
og slíkur rekstur getur verið staðsettur hvar sem er á landinu. Og í framtíðinni verður hann ör-
ugglega fyrst og fremst þar sem vel er búið að honum og þar sem skilningur er á starfseminni.
Vissulega þarf rekstur sem hefur menningararfmn sem efnivið að glíma við ýmis vanda-
mál, en þrátt fyrir það mun fólki sem leggur fyrir sig og lifir á hugverktöku örugglega fjölga
verulega á næstu árum, fólki sem hefur sérhæft sig á mismunandi sviðum. hefur mismunandi
reynslu, menntun og þekkingu.
UNGA FÓLKIÐ, SAGA OG MENNING
Annað atriði sem tengist menningu, mannlífi og sögu og vert er að minna á, eru mögu-
leikarnir sem atvinnuuppbygging á þessu sviði getur skapað fyrir ungt fólk. Kannski er fátt
eins mikilvægt og unga fólkið í samhengi við þessa umræðu um menningarstofnanir, atvitmu-
líf og ferðaþjónustu.
Það vill nefnilega brenna við að það gleymist þegar verið er að reyna að byggja upp fjöl-
þættara atvinnulíf í dreifbýlinu að láta fjölbreytnina ná niður í yngri aldurshópana, niður á
framhaldsskólastigið. Auðvitað er Qölbreytni ekki síður mikilvæg meðal ungs fólks en ann-
arra. Rétt eins og hjá þeim fullorðnu eru áhugamálin ólík og ef menn fá ekki vinnu við hæft í
heimabyggð, t.d. á surnrin á meðan þeir eru enn í námi, minnka líkurnar á búsetu þar til langs
tíma verulega. Ferðamenn eiga vanda til að vera á stúfunum yfir sumartímann og þá eykst
þörfm á starfskröftum í þjónustugeiranum, einmitt á sarna tíma og framboð á vinnuafli er
mest. Þarna er þörf á markvissari stefnu sveitarfélaga sem oftast eru rekstaraðilar menningar-
stofnana. Annars vegar þurfa þau að hafa yfirsýn yfir hvaða möguleikar eru fyrir hendi til at-
vinnusköpunar í tengslum við menningarstarfið og hins vegar skortir hreinlega oft verulega á
að þau hafi yfirsýn yfir unga fólkið sitt, á hverju það hefur áhuga og í hverju það er að mennta
sig.
Ég er sannfærður um að þau sveitarfélög og svæði sem í fyrsta lagi gera vel við unga
fólkið sitt á meðan það er emi í námi og í annan stað kappkosta að hlúa að og laða til sín starf-
semi sem byggir á hugviti eiga eftir að uppskera ríkulega í framtíðinni. Ég tala nú ekki um ef
starfsemin hefur jákvæð samfélagsleg áhrif.
RÁÐGJÖF OG RÁÐUNAUTAR
Atvimiuráðgjafar, eins og ráðunautar vissulega eru, geta í samvinnu við sveitarfélögin gert