Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 106
96
RHÐUNflUTHFUNDUR 2001
Ferðaþjónusta í sveitum
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Hólaskóla
Eftil vill
Eftil vill fœrdu aftur að hvílast í grasi
örskammt frá blessuðum lœknuin, rétt eins ogforóum,
og hlusta á vingjarnlegt raul hans renna saman
við reyrmýrarþyt og skrjáf í snarrótarpunti,
ftnna á vöngum þérylgeisla sumarsólar
og silkimjúka andvarakveóju í hári,
er angan af jurtum ogjárnroðakeldum þyngist
ogjaðraki vinur þinn hœttir að skrafa við stelkinn.
(Ólafur Jóhann Sigurðsson 1976)
Ljóðið hér að framan endurspeglar veröld sem var í huga ljóðmælandans. Þetta er veröld þar
sem maður og náttúra dúa sarnan í friðsælum takti eina litla sumarstund. Með öðrurn orðum;
sveitasæla og rómantík. Þessi hugtök kunna að þykja gamaldags en sú er þó ekki raunin því
mitt í allri alþjóðavæðingunni hafa spakir menn greint vaxandi fortíðarþrá og fíkn í aðstæður
og atburði sem geta veifað, hvort það er nú með réttu eða röngu, merkimiðunum þjóðlegt og
upprunalegt (Butler og Hall 1998). Sveitasæla og rómantík eru því söluvara, ekki síst í ferða-
þjónustu og þá þeirri tegund ferðaþjónustu sem kennir sig við dreifbýlið (Hopkins 1998). Hér
á landi höfum við. hins vegai', látið skáldin að mestu um þessa hluti og verið svolítið feimin
eða hikandi við að halda sveitinni, menningu hennar og starfsemi, á lofti þegar lokka á til
okkar ferðalanga nær og fjær. Þama tel ég að við þurfum að gera vemlega bragarbót á, ekki
bara ferðaþjónustunni til hagsbóta heldur og íslenskum landbúnaði.
í þessari grein er ætlun mín að reifa nánar nauðsyn þess að náið og virkt samband sé á
milli landbúnaðargeirans og ferðaþjónustu á vegum bænda. Hvaða leiðir geturn við farið í
þessum efnum og hvemig er þessurn málurn háttað í öðrum löndum? Fyrst er þó að stikla á
stóru í sögu ferðaþjónustu bænda hér á landi.
FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA
Sögu ferðaþjónustu bænda (1. taíla) má rekja aftur til ársins 1965 þegar Flugfélag íslands for-
veri Flugleiða,
hóf að selja 1. tafla. Áfangar í sögu ferðaþjónustu bænda
gistingu á fimm
bæjum víðs-
vegar um landið.
Bæjunum fjölg-
aði nolckuð á
næstu árurn, en
þegar Flugfélag
íslands og Loft-
leiðir sameinuð-
1971
1973
1980
1982
1983
1989
1991
1998
2000
1965-1972
Flugfélag íslands markaðssetur ferðaþjónustu í sveitum
Búnaðarþing ályktar um gildi ferðaþjónustu fyrir bændur og sveitir landsins
Fyrsti formlegi fundur ferðaþjónustubænda
Samtök ferðaþjónustu bænda stofnuð - FFB
Starf ráðunautar í ferðaþjónustu sett á laggirnar
Fyrsti kynningarbæklingurinn kernur út - 34 bæir
Vinna við gæðaeftiriit og flokkun bæja hefst
Ferðaskrifstofa stofnuð - FB hf.
Starf ráðunautar í ferðaþjónustu lagt niður
Samstarf FB hf., FFB og Hólaskóla um verkefni á sviði gæða og þróunar