Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 107
97
ust í eitt félag, Flugleiði árið 1972, bre>1tust áherslur og flugfélagið beindi gestum sínum fyrst og
fremst á sín eigin hótel. Bændur urðu eiginlega eftir í lausu lofti og gistinóttum hjá þeim fækkaði
þar sem ekki var lengur til staðar virk markaðssetning á þjónustu þeima. Raunar má segja að þetta
dæmi sanni hversu brýnt það er fyrir landsbyggðina að ffumkvæði að atvinnuuppbyggingu komi
úr röðum heimanianna því áhugi utanaðkomandi aðila getur verið ærið fallvaltur.
Þessi tilraun Flugfélags íslands var þó til þess að áhugi bænda á ferðaþjónustu var
vaknaður og þegar á Búnaðarþingi 1971 ræddu menn nauðsyn þess að halda þessari þróun
áfram. Það var þó ekki fyrr en 1980 þegar Félag ferðaþjónustubænda (FFB) var stofnað að
hjólin fóru verulega að snúast aftur og skriður komst á markaðs- og sölumál á nýjan leik (Paul
Richardsson og Margrét Jóhannsdóttir 1994). Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag íslands
stóðu sameiginlega að rekstri skrifstofu félagsins og árið 1983 kom fyrsti kynningarbækl-
ingurinn út þar sem 34 ferðaþjónustubændur kynntu þjónustu sína. I erlendum kynningar-
bæklingi þessa árs kynna 112 ferðaþjónustubændur starfsemi sína, gistingu sem og ýmis
konar þjónustu og afþreyingu. Eg hef ekki tölur um íjölgun ferðaþjónustufyrirtækja í sveitum
á þessum tíma, en margt virðist þó benda til þess að hún sé mun meiri en aukning í röðum
ferðaþjónustu bænda.
HAGTÖLUR UM FERÐAÞJÓNUSTU
Undanfarin misseri hefur umræða um slæma stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu verið nokkuð
hávær. Menn hafa ekki síst beint augum sínum að gististöðum á landsbyggðinni þar sem
nýting hefur versnað á síðustu misserum (Samtök ferðaþjónustumiar 2000). Hafa ber þó í
huga að nýting er mjög mismunandi eftir landssvæðum og yfir sumarið eiga sumir ferða-
þjónustubændur því láni að fagna að vera með allt að 95% nýtingu (Bændasamtök íslands
2000).
Því miður er það svo að allar tölur um umfang ferðaþjónustu bænda eru harla óná-
kvæmar. Mjög mikilvægt er þó að afla sem gleggstra upplýsinga urn ferðaþjónustu bænda til
að byggja þróun og áætlunargeró á raunhæfum grunni. I skýrsluhaldi Hagstofu Islands og út-
reikningum Þjóðhagsstofnunar er ferðaþjónusta bænda ekki greind frá annarri ferðaþjónustu.
Hagþjónusta landbúnaðarins sinnir, eins og allir vita, hagskýrslugerð fyrir landbúnaðinn, en
ferðaþjónusta bænda er ekki þar til umíjöllunar. í hinu árlega Búnaðariti Bændasamtaka ís-
lands er hlutur ferðaþjónustu í heildarverðmætum landbúnaðarframleiðslunnar þó jafnan
gefinn upp og árið 1999 nam hann 4,5%. Til samanburðar má geta þess að verðmæti loðdýra-
geirans er l,8%, lirossa 3,2%, svína 4,9% og hlunnindabúskapar 5,2% (Bændasamtök íslands
2000)
KYNNINGAREFNI OG ÍMYND
Síðan árið 1991 hefur verið rekin ferðaskrifstofa í nafni Ferðaþjónustu bænda hf. og á vegum
hennar hefur verið rekið rnikið kynningarstarf, sem virðist vera að skila árangri því reksturinn
hefur verið í ágætu jafnvægi hin síðustu ár (Sævar Skaptason 2000). Að sjálfsögðu er ekki
gefið að bændur eigi og reki ferðaskrifstofu þar sem aðrar ferðaskrifstofur geta selt gistingu
og afþreyingu lijá ferðaþjónustubændum, ásamt því auðvitað að selja ýmis konar aðra ferða-
þjónustu. Ferðaþjónusta bænda hf. einbeitir sér hins vegar að afmarkaðri tegund ferða-
þjónustu sem þýðir það að starfsfólkið þekkir vel þá vöru og þjónustu sem verið er að selja,
en það er alár mikilvægt, eklci síst þar sem vitund um neytendarétt verður sífellt meiri. Ferða-
skrifstofan er SH (Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna) ferðaþjónustubænda, hún er sameinaður
gluggi framleiðandanna við neytendur, hún ábyrgist gæði þeirra vöru sem er seld og hún leitar
nýrra markaða.