Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 109
99
efni, undanfama áratugi hefur sú orðræða ráðið ríkjum að íslenska bændastéttin sé íhaldssöm,
frumkvæðislaus og lift á beingreiðslum, niðurgreiðslum og allra handa greiðslum og sé fyrir-
munað að skilja lögmál markaðarins (Guðrún Þóra Gunnarsdóttir 2000). Hér getur ferða-
þjónustan hins vegar orðið að liði sé rétt haldið á spöðunum.
BJARGVÆTTUR BYGGÐA
Það er ekki ný bóla að því sé haldið fram að ferðaþjónusta geti verið bjargvættur hinna
dreifðari byggða, en þá er fyrst og fremst talað út frá atvinnusjónarmiðum (Byggðastofnun.
1999, Saeter 1998). Rétt er þó að hafa hugfast að erlendar rannsóknir benda til þess að bein
efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu bænda séu frekar takmörkuð. Það er, að fá ný störf myndast,
en engu að síður skapar ferðaþjónustan þann möguleika að bændur geti búið áfram á jörðurn
sínum þrátt fyrir samdrátt í hefðbundnum landbúnaði (Gladstone o.fl. 1998). Það sarna er upp
á teningnum þegar niðurstöður nýlegrar könnunar meðal ferðaþjónustubænda á Norðurlandi
vestra eru skoðaðar (Sæunn H. Jóhannesdóttir o.fl. 2000). Hér verður hinn efnahagslegi
ávinningur ekki gerður að frekara umtalsefni þó vissulega sé það áhugavert verkefni að kanna
ítarlega efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu bænda og þátt hennar í viðhaldi byggðar. í því sam-
bandi er það brýnt hagsmunamál ferðaþjónustubænda að hagskýrslugerð atvinnugreinar þeirra
verði sem áreiðanlegust og ítarlegust.
Hvað sent líður krónum og aurum þá hafa rneirn víða erlendis séð í ferðaþjónustunni far-
veg fyrir auknum skilningi borgarbúa á sveitalífinu og með henni megi draga úr hugsanlegum
fordómum þeirra og fáfræði gagnvart hagsmunum sveitafólksins (Gladstone o.fl. 1998, ÞH
2000) . Þrátt fyrir að á íslandi sé ekki stórborgarsamfélag í sama mæli og víðast hvar í Evrópu
þá er ljóst að bilið á milli höfuðborgar og landsbyggðar heí'ur aukist umtalsvert síðustu ára-
tugi og sveitin býsna framandi veruleiki þeirra sem hafa alið allan sinn aldur í borginni.
Fræðslan og kynningin er auðvitað gagnkvæm, því ekki rná gleyma þeirri staðreynd að
allir bændur eru vöruframleiðendur og þeir þurfa eins og aðrir í heimi vöru og viðskipta að
rækta tengslin við viðskiptavinina. Eða rneð orðum kúabónda eins á Suðurlandi sem gerðist
ferðaþjónustubóndi og opnaði fjós sitt:
Ég tel geipilega þörf á þessu og nauðsyn að halda tengslum við viðskiptavini okkar. En því miður
virðist hvergi skilningur á þvi. Mjög víða er búið að leggja búskapinn niður þar sem er ferðamennska,
en ég hef alltaf talið það mjög jákvætt að hafa þetta samanfléttað.
(HEI 2000)
Þessa mikilvægu ábendingu um nauðsyn traustra tengsla hefðbundins landbúnaðar og
ferðaþjónustu bænda er brýnt að hafa í huga við áframhaldandi vöruþróun og eflingu
greinarinnar.
LANDBÚNAÐARTENGING FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
A síðast liðnu ári hófst átaksverkefni á vegum sænsku Bændasamtakanna sem ber heitið
„Upplev Landet - en affarsidé under tillvaxt/1 Markmið þessa verkefnis er að stuðla að vöru-
þróun ferðaþjónustu til sveita og auka þátttöku og áhuga bænda á ferðaþjónustu (Strömback
2001) . Lögð er áhersla á að ljölbreytni og þróun ferðaþjónustu sem byggir á náttúru og
ntenningu dreifbýlisins. í Noregi hefur landbúnaðarráðuneytið haft forgöngu urn umfangs-
mikla vinnu er lýtur að stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í dreifbýli. Stefnumótunin felur
einnig í sér framkvæmdaáætlun og er þar fyrst og fremst horft til þátta eins og vöruþróunar,
samkeppnishæfi og markaðssetningar (Statens Landbruksbank 1999).
Þrátt fyrir að ferðaþjónusta bænda eigi sér orðið nokkra sögu hér á landi þá skortir mjög á
að landbúnaðarforystan hér á landi hafi séð ástæðu til þess að koma að uppbyggingu ferða-
þjónustu í dreifbýli á sama hátt og frændur okkar Skandinavar.