Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 110
100
Nú er það svo að ferðaþjónustan er ein búgreina íslensks landbúnaðar, en aðkoma hennar
að kerfinu er verulega á skjön við aðrar búgreinar. Sem dæmi má nefna að ekki er starfandi
fagráð fyrir ferðaþjónustu bænda, en samkvæmt 4. gr. búnaðarlaga skal fagráð starfa fyrir
hverja búgrein (http://www.althingi.is/lagas/122b/1998070.html), starf ráðunautar hefur verið
lagt niður og ferðaþjónustubændur hafa ekki aðgang að Lánasjóð landbúnaðarins. Ferða-
þjónustubændur greiða að sönnu ekki búnaðargjald og hafa þannig ekki þau réttindi á borð
við aðra bændur að njóta þjónustu bændasamtakamra1). Þannig eru ferðaþjónustubændur
frekar einangraðir innan Bændasamtakanna' .
En er einhver ávinningur fólgin i því fyrir ferðaþjónustubændur að hnýta sig sterkari
böndum við landbúnaðargeirann og þurfa þannig að taka upp viðbótarálögur (búnaðargjald)?
Margt bendir til þess að svo geti verið og þá ekki síst sú staðreynd að öll sérstaða er í há-
vegum höfð, með jákvæðri landbúnaðartengingu hafa ferðaþjónustubændur skapað sér skýrari
ímynd sem kemur þeim til góða í samkeppni við aðra á ferðamarkaðnum.
Einnig skiptir máli að ferðaþjónusta bænda er vel þekkt hugtak víða i Evrópu, t.d. í Aust-
urríki. Þýskaland. Frakkland, Italiu og Svíþjóð. 1 ílestum þessum löndum eru tengingar milli
landbúnaðar og ferðaþjónustu mjög sýnilegar. 1 Svíþjóð geta til að nrynda þeir einir tilheyrt
samtökum ferðaþjónustu bænda sem stunda eimiig lifandi búskap (Korta fakta um Bo pá
Lantgárd 2000). Gestir frá þessum löndum koma hingað til lands með ákveðnar væntingar í
farteskinu sem byggjast fyrst og frernst á þeirri reynslu sem þeir hafa heiman að frá sér. Þessa
staðreynd þekkja þeir sem selja þjónustu ferðaþjónustubænda erlendis og er án efa hollt að
taka tillit þeirra skoðana. Sölustjóri franskrar ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í íslandsferðum
liefur m.a. gert þessar væntingar að umtalsefni:
Gistiaðstaðan á bæjunum er orðin mjög góð og bilið milli hótela og bændagistingar hefur minnkað. Það
getur haft áhrif á væntingar ferðamannsins. Þegar hann ákveður að gista á bæ á vegum Ferðaþjónustu
bænda vill hann finna ákveðið sveitaandrúmsloft; geta sest niður með húsráðendum og spjallað um
daginn og veginn. Þess vegna verður hann fyrir nokkrum vonbrigðum þegar hann gistir á sveitahóteli þar
sem hann fínnur ekki þessa sveitastemmingu.
(Lemaitre 2000)
Eins og áður hefur komið frarn þá hafa Bændasamtökin ekki lengur beina aðkomu í
gegnurn ráðunaut að ferðaþjónustu bænda, en engu að síður hafa samtökin forgöngu urn ýmis
konar starfsemi sem tengist beint ferðaþjónustu til sveita. Á vef Bændasamtakanna (http://
www.bondi.is) er gátt er nefnist ,.Heimsóknir í sveitina;‘ og þegar hún er skoðuð nánar á
vefnum þá sést að undir hana falla flokkar eins og: Búgarðar, Fræðsluefni, Sveitaheimsóknir
barna og Vistforeldrar. Séu þessir flokkar skoðaðir aðeins nánar þá rná fræðast uni það að
Bændasamtökin hafa í 13 ár haft milligöngu um lieimsóknir grunnskóla- og leikskólabarna á
sveitabæi, reyndar einungis í nágrenni Reykjavíkur og svo á Eyjafjarðarsvæðinu (er ekki þörf
eða áhugi á svona heimsóknum á öðrum svæðum?). I ár eru það fimm bæir sem að sögn sam-
takanna gefa sig að þessari móttöku skólabarna og kemrara þeirra. Töluverður áhugi virðist
vera á þessari þjónustu, en hátt í 15.000 einstaklingar nýttu sér þetta tækifæri á sl. ári (http://
www.bondi.is/wpp/bondi.nsf/pages/svcitaheimsoknir). Enginn þessara fimm bæja tilhevrir
samtökum ferðaþj ónustubænda.
11 Þó má benda á að innan raða ferðaþjónustubænda eru fjölmargir einstaklingar sem hafa verið í hefðbundnum
búrekstri um árabil og greitt búnaðargjald allan þann tíma. Búnaðargjald er auk þess innheimt af þeim sem
stunda aðrar búgreinar samhliða ferðaþjónustu, en það veitir þeim bændum ekki aðgang að Lánasjóði
landbúnaðarins vegna málefna er varða ferðaþjónustureksturinn.
21 Raunar niá segja að almennt hafi gengið frekar hægt fyrir nýbúgreinar að fá sig viðurkenndar sem landbúnað
til jafns á við hefðbundnar búgreinar. Landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, gerði þetta að umtalsefni á
almennum kynningarfundi landbúnaðarráðuneytisins nú í aldarbyrjun. Lagði hann áherslu á fjölþætt hlutverk
islensks landbúnaðar og nauðsyn náinnar samvinnu milli búgreina.