Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 111
101
Fjórir bæir virðast falla undir heitið búgarðar, þar af tilheyrir einn samtökum ferða-
þjónustu bænda (sú staðreynd kemur reyndar ekki fram á heimasíðunni). Búgarðar er orð sem
okkur er ekki tamt að nota í íslensku samhengi, en skilgreiningin á þeim hljómar svona á vef
Bændasamtakanna:
Nokkrir bændur hafa tekið upp reglulega gestamóttöku um lengri tíma, jafnvel árið um kring. Á þessum
bæjum, sem hér fá samheitið búgarðar, hefur verið sköpuð aðstaða fyrir gesti til þess að komast í snert-
ingu við búfé og annan landbúnað við sem eðlilegastar aðstæður.
(http://www.bondi.is/wpp/bondi.nsf/pages/bugardar)
Orðalagið „nokkrir bændur hafa tekið upp reglulega gestamóttöku" hljómar raunar afar
undarlega í ljósi þess að bændur hafa boðið þessa þjónustu síðan árið 1965 og árið 2000 buðu
á annað hundrað bændur fram þjónustu sína undir merkjum ferðaþjónustu bænda, þar af eru
56 bæir þar sem lifandi búskapur er stundaður samhliða gestamóttöku, eða búgarðar sam-
kvæmt skilgreiningu á heimasíðunni.
SÓKNARFÆRI í SVEITINNI
Ferðaþjónustubændum er sífellt nauðsyn á því að endurnýja og auka ijölbreytni þjónustu
sinnar, ásamt því að skerpa og skýra sérstöðu sína á ferðamarkaðnum. I þessu samhengi má
nefna að ferðaþjónusta bænda hefur langa sögu að baki í Austurríki og oft er litið þangað eftir
fordæmum er viðvíkur ferðaþjónustu í sveitum. Þar hafa memi nýlega gengið í gegnum mikla
uppstokkun og unnið að því að gera ferðaþjónustu bænda að enn sýnilegri á markaðstorgi
ferðaþjónustunnar. Því í heimi viðskipta verða menn sífellt að halda vöku sinni, skerpa ímynd
sína og vinna nýja markaði.1 * 3) Búgarðahugtakið og sveitaheimsóknir barna eru fyrirtaks leiðir
til þess. Það sætir því nokkurri furðu að hagsmunaaðilar skuli ekki nýta sóknarfæri sitt með
tilraun til þess að tengja þessa starfsemi við ferðaþjónustu bænda.
Bændasamtökin hafa útbúið fræðsluefni í tengslum við heimsóknir skólabarna en mér er
ekki kunnugt um að samtökin hafi haft milligöngu um gerð slíks efnis fyrir ferðaþjónustu-
bændur. Þarna gæti þjónusta ráðunautar komið sér vel. Er ekki að efa að slíkt efni gæti komi
sér vel á mörgum ferðaþjónustubæjum og gert sitt í því að gera sveitastemminguna sýnilega a
stöðum þar sem lifandi búskapur er ekki lengur stundaður. Sömuleiðis gæti gott fræðsluefni
aukið upplifun gesta á bæjum þar sem stundaður er búskapur og aukið skilning á þeirri starf-
semi sem fyrir augu þeirra ber.
í nýgerðum samningum sveitarfélaga og grunnskólakennara er í fyrsta sinn gert ráð fyrir
möguleika á vetrarorlofi í skólum. Er ekki að efa að þessi ráðstöfun getur átt eftir að koma
ferðaþjónustu á landsbyggðinni til góða sé haldið rétt á spöðunum (Helgi Pétursson 2001).
Hér hafa bændur forskot á við aðra ferðaþjónustuaðila þar sem „Heimsókn í sveilina" er þegar
orðið þekkt hugtak, en til þess að þetta nýtist ferðaþjónustubændum verða Bændasamtökin og
Félag ferðaþjónustubænda að taka höndum saman og þróa þessa hugmynd enn frekar. Auk
þess þarf að vera gott samstarf milli ferðaþjónustubænda og annarra bænda á hverju svæði.
Með því móti má þróa og skipuleggja fjölbreytta dagskrá sem getur heillað foreldra og böm í
vetrarorlofi.
1 Although farm tourism in Austria has been popular for many years, tourist’s needs are;
changing and the overall market for national and intemational holidavs is much more competitve.
Todays’s tourists are looking for a much more "intelligent” product...requiring a professional and co-
ordinated approach. The creation of a strong “Farm Holidays” brand through the work of the Austrian
Farm Holidays Association not only reassures these potential farm guests of the quality of their holiday,
but it will also serve to strengthen the position Austrian farm accommodation within the European
market, particularly in the face of increasing competition from rural tourism developments in eastem
European countries.
(Sharpley 1997)