Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 112
102
Það skal haft í huga að þegar talað er um að landbúnaðurinn verði að vera sýnilegur í
ferðaþjónustunni er ekki einungis átt við hinn hefðbundna landbúnað kýr og kindur, þótt
vissulega skipi hann ríkan sess í rómantískri ímynd sveitanna. Þannig geta skógarbændur,
garðyrkjubændur, fiskeldisbændur, svínabændur og loðdýrabændur í samstarfi við ferða-
þjónustubændur í sínu héraði sett saman skemmtilega og áhugaverða vöru fyrir ferðamenn.
Þessa sér nú reyndar víða stað, ófáir hópar hafa til að mynda gengið um gróðurhús og dreypt
á guðaveigum í gúrkustaupum og ég minnist þess að hafa farið í fróðlega og skemmtilega
skoðunarferð um Flúðasveppi þar sem leyndardómar vei heppnaðrar svepparæktunar voru
hluti af móttökudagskrá fyrir ráðstefnugesti.
SVEITAMATUR
Matur og matarvenjur skipa stóran sess í skynjun og minningum ferðamanna. Mjög víða er
sala eigin afurða aukageta ferðaþjónustubænda. A Italíu hafa til að mynda verið búnar til
matarslóðir (food-trail) þar sem ferðamenn geta íárið á milli sveitabæja og fengið að smakka
á því sem í boði er á hverjum stað (http://w\vw.regione.emilia-romagna.it/turismo/ENGLISH/
chances/itinerari/sapori/sapori_GB.htm). I Noregi hafa bændur stofnað samtökin Norsk
gardsmat (http://w\\rw.norsk.gardsmat.org/), en félagsmenn eiga það sammerkt að selja og
framleiða norskan sveitamat. Samskonar samtök eru til i Svíþjóð, Svensk lantmat (http://
www.lantmat.se) og auglýsa sínar vöru í bæklingi ferðaþjónustubænda. Ferðamönnum þykir
gaman að geta keypt staðbundna matvöru, ekki einungis til þess að kitla bragðlaukana heldur
gegna sultan, hunangið, grænmetið, osturinn, skinkan eða það sem keypt er í hvert skipti
einnig hlutverki minjagrips. Yfir sumartímann má víða rekast inn í gróðurhús og kaupa ferskt
grænmeti í kílóavís, afhverju eru garðyrkjubændur ekki partur af ferðaþjónustu bænda og eru
auglýstir undir liðnum: Sveitaverslun/Farm shops/Gárdsbutiker/Hofladen?
Reglulega hefur verið lagt i miklar markaðsherferðir úti í heimi til kynningar á íslensku
lambakjöti, en minna hefur farið fý'rir því að íslenskar matarhefðir séu nýttar á markvissan
Iiátt í ferðaþjónustu hér á landi. Hvernig væri til dæmis ef ferðaþjónustubændur og sauðfjár-
bændur í Þingeyjarsýslunum tækju sig saman og markaðssettu Hólsfjallahangikjötið? Það
væri hægt að skipuleggja lambakjötsslóð (the lamb food trail) - í hana mætti raða bæjum þar
sem mismunandi framreitt lambakjöt væri á boðstólnum, bæjum þar sem hægt væri að komast
í sauðburð, þar sem hægt væri að fylgjast með réttum. tilhleypingartíminn gæti jafnvel verið
áhugaverður! Þetta gæti verið fyrirtaks samstarfsverkefni Félags sauðfjárbænda. félags ferða-
þjónustubænda og Bændasamtakanna (Félagssviðið). Félag íslenskra sauðfjárbænda hefúr
þegar gert jákvæða tilraun með dreifingu súpukjötspotta í veitingaskála vítt og breitt um
landið og þannig stuðlað að því að í boði sé hefðbundinn íslenskur matur á stöðum þar sem
hamborgarar og pylsur réðu áður ríkjum. Raunar væri þarft að fylgja því framtaki eftir með
viðtökurannsókn meðal gesta sem gestgjafa, svo meta megi ávinninginn og fá upplýsingar
sem nýst geta í áframhaldandi verkefni af þessu tagi.
LANDSLAG VÆRI LÍTILS VIRÐI....
Töluverð vakning hefur verið á síðustu árum hvað snertir merkingu gönguleiða víða um land
og hafa ferðaþjónustubændur rnargir tekið við sér í þeim efnum. Merkt gönguleið og leiðsögn
hvort heldur er i rituðu eða mæltu fonni getur verið prýðileg dægradvöl fyrir gesti um leið og
þeir fræðast um byggð og búsetu viðkomandi býlis i aldanna rás.
Garðabrot, lækur eða álfaþúfa, allt geta þetta verið sviðsmyndir atburða, leikja og dagdrauma fólks um
aldir. Og þarna kreppir skóinn. Stöðugt fara fleiri bæir í eyði eða þar verða ábúendaskipti, eldra fólkið
flyst i burtu og um leið eykst hættan á að sögur og munnmæli, er tengjast landinu, glatist.
Gunnar Rögnvaldsson 2000