Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 113
103
Ekki má heldur gleyma þeim minningarsjóð sem falinn er í orðtökum og málsháttum og
vitnar um vinnubrögð og starfshætti genginna kynslóða. Með sýningum, atburðum og frá-
sögnum geta ferðaþjónustubændur oft á einfaldan hátt rniðlað þessurn sjóði til gesta sinna og
þannig bætt nýjum víddum í upplifun þeirra af sveitinni.
AÐ LOKUM
Ferðaþjónusta í sveitum nýtur hagstæðra strauma sem byggjast á sífellt vaxandi sókn manna í
þau lífsgæði sem felast í kyrrð og ró, tengsl við lífshætti sem byggjast á nánu samspili manns
og náttúru. Svo þessir straumar megni að fleyta ferðaþjónustu í sveitum á íslandi inn í ábata-
sama framtíð þarf að koma til samstillt átak landbúnaðargeirans og ferðaþjónustubænda.
Brýnt er að búgreinin endurheimti aftur starf ráðunautar, en þannig má efla hagsmunafélag
ferðaþjónustubænda og gera þau samtök að leiðandi afli í dreifbýlisferðaþjónustu á íslandi.
Um leið hafa bændur möguleika til þess að nióta þá sýn sem gefm er af íslenskum sveitum,
menningu þeirra og mannlífi. Ekki er hægt að ætlast til þess að almeimar ferðaskrifstofur,
leiðandi flutningsfyrirtæki (Flugleiðir) eða önnur ráðandi ferðaþjónustufyrirtæki hafi frum-
kvæði að því að markaðssetja og kynna ferðaþjónustu í dreifbýli. nerna að því marki sem það
hentar þeirra rekstri. Og þeir hagsmunir ríma ekki alltaf vel við hagsmuni þeirra sem sveit-
imar byggja.
Miklu skiptir að þess sé gætt að miðla þekkingu og fræðslu lil þeirra sem í greininni eru
og að í boði sé nám sem taki mið af þörfum þeirra sem sveitimar byggja. Hólaskóli á þegar í
góðu samstarfi við ferðaþjónustubændur sem byggir á uppbyggingu kennslu og rannsólcna við
ferðamálabraut skólans. Árið 2000 var til að mynda gerður samningur milli Hólaskóla, Félags
ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónustu bænda hf. er felur í sér verkefni er viðkemur gæða- og
þróunarstarfi í greininni.
Ferðaþjónusta hér á landi á án efa eftir að taka miklurn breytingum næstu áratugina og
erfitt að sjá fyrir strauma og stefnur í þeirn efnum. Bændur hafa að sjálfsögðu alla möguleika
á vera með í þeirri þróun og raunar ekki að efa að ferðaþjónusta bænda á íjölmörg sóknarfæri
á markaðstorgi ferðaþjónustunnar sé þess gætt að efla og varðveita þá sérstöðu sem þessi
tegund ferðaþjónustu felur í sér . „Bændur verða.... að gæta þess að viðhalda og rækta það
sem aðgreinir þá frá hótelum.“ (Lemaitre 2000).
heimildaskrá
Butler. R.W. & Hall. C.M., 1998. Image and reimaging of rural areas. Í: Tourism and Recreation in Rural Areas
(ritstj. Butler, R„ Michael Hall, C. & Jenkins, J.). Jolin Wiley and Sons Ltd, 115-137.
Byggðastofnun, 1999. Byggðir á íslandi: aðgerðir í byggðamálum. Byggðastofnun, 41 s.
Bændasamtök íslands, 2000. íslenskur landbúnaður 1999. Búnaðarrit 113.
Gladstone, J. & Morris, A„ 1998. Tlie role of Farm Tourism in the Regeneration of Rural Scotland. í: Rural
Tourism Management: Sustainable Options. International Conference Proceedings (ritstj. Hall, D. & O’Hanlon.
L.). Tlte Scottish Agricultural College, Scotland.
Guðni Ágústsson, 2001. Árdegið kallar, áfiant ligaja sporin - Landbúnaður á nýrri öld. Framsaga á almennum
umræðufundi í Varmahlíð ló.janúar.
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, 1999. Styrkur ferðaþjónustubænda er fjölbreytileikinn, smæðin og tengslin við um-
hverfið. Bændablaðið 5(14); 11.
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, 2000. Skóli í mótun. Erindi flutt á málþingi Búnaðar- og garðyrkjufélagi íslands,
Hvanneyri 24. maí. [http://wwvv.hoIar.is/gthg.htm].
Gunnar Rögnvaldsson, 2000. Lesið í landið. Freyr 96(9): 20-21.
HEI, 2000. Kýrnar ntiklar selskapsstelpur. Viðtal við Þorvald Guðmundsson, bónda Laugarbökkum. Dagur 29.
desember, 16.