Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 115
105
RÁÐUNAUTflFUNDUR 2001
Ferskvatnsnytjar við upphaf nýrrar aldar
Skúli Skúlason
Hólaskóla
YFIRLIT
íslensk vatnakeríi eru mjög fjölbreytt að gerð og lífríki þeirra er um margt mjög sérstakt.
Þetta skiptir grundvallarmáli þegar litið er til umgengni, viðhorfa og hvers kyns áætlanagerða
sem varða ferskvatn og nýtingu á auðlindum þess.
Nytjar af auðlindum vatnsins eru margvíslegar og nauðsynlegt er að skilgreina þær.
Flestum kemur fyrst í hug neta- og stangaveiði, en margt fleira kemur við sögu, s.s. fiskeldi,
þekkingaröflun, fræðsla og margs konar ferðaþjónusta. Þá eru ótalin þau beinu not sem við
höfum af vatninu sjálfu, t.d. til neyslu og virkjunar orku vatnsfalla. Samverkun er á milli allra
þessara þátta og hér koma við sögu ólík sjónamið og hagsmunir. Stjórnvöld hafa það hlutverk
að móta stefnu og mikilvægur liður í því er að stýra og taka á skynsamlegan hátt tillit tii urn-
ræðu ólíkra hagsmunaaðila. Það er tvímælalaust hlutverk landbúnaðarins að sinna þessum
málaflokki í breiðum skilningi. Landbúnaður á nýrri öld felur í sér vítt sjónarhorn og við
höfum séð skýr merki um slíka þróun á undanförnum árum.
Viðhorf íslendinga til náttúrunnar hafa verið að breytast á undanförnum árum og þetta
kemur fram í ýmsum málum sem hafa fengið rnikla umQöllun. Hvað snertir nýtingu á
vötnum, ám og votlendi ber núna talsvert á varkárni sem oft einkennast af virðingu fyrir
ákveðnu svæði. Gildi fagurfræðilegra sjónarmiða hefur aukist, ekki síst með betri aðgangi að
náttúrunni og aukinni ferðaþjónustu. Mismunandi gildismat og viðhorf manna er hollt að
skoða í ljósi verklegra, andlegra og siðferðilegra gæða. Það opnar augu okkar fyrir því hve
einstaklingarnir eru ólíkir og er leið til að móta reglur og ramma um nýtingu og vemdun. Hér
kemur mikið við sögu mismunandi næmni einstaklinga fyrir landinu, en eitt af höfuðein-
kennum góðs bónda er ást á landinu og umhyggja fyrir því.
Lög og reglur um auðlindir íslenskra vatnakerfa eru urn margt barn síns tíma, en em í sí-
felldri umræðu og munu öruggiega verða skýrari og afdráttarlausari á næstu árum. Auknar
kröfur urn að farið sé að lögum og reglum. sem settar verða, kallar á meiri fræðslu, eftirlit og
samvinnu þeima aðila sem hér koma við sögu. Þessi þróun er í takt við alþjóðasamfélagið. al-
rnenna viðhorfsbreytingu og alþjóðasamþykktir. Þá er ljóst að einstaklingar, fyrirtæki og
sveitarféiög munu í æ ríkari mæli móta sér skýrari reglur um umgengni sina við ferskvatn,
m.a. í anda Staðardagskrár 21. í þessu sambandi er rétt að rninna á að ferskvatn er takmarkað
í heiminum og verðmæti þess munu margfaldast á öldinni sem er að heijast.
Mikilvægi aukinnar þekkingar og fræðslu er ótvírætt. Náttúra ferskvatns á íslandi er um
margt sérstæð og ramrsóknir verða að taka tillit til þess. Til dæmis er ljóst að á íslandi eru
hlutfallslega fáar tegundir lífvera og iíffræðilegur ijölbreytileiki kemur fyrst og fremst fram
innan tegunda. Þessi fjölbreytileiki er umtalsverður, því íslensk vatnakerfl bjóða þeirn fáu
tegundum sem hér eru uppá margskonar búsvæði og fæðu. Þessa sérstöðu má nýta á margan
hátt. Til dæmis er fjölbreytileiki bleikjumrar grundvöllur arðbærs bleikjueldis og möguleikar á
þróun náttúrutengdrar ferðaþjónustu eru óteljandi. Skipulagðar rannsóknir á breytileika nátt-
úrunnar og miðlun niðurstaða er hér grundvallaratriði. Mikil þörf er á almennu, aðgengilegu
fræðsluefni um íslensk vatnakerfi, t.d. í ljósi vaxandi ferðaþjónustu og fiskeldis. Mikilvægt er