Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 118
108
gæða eða legu lands eins og í timburskógrækt og reyndar hægt að stunda einhverskonar land-
bótaskógrækt víðast hvar á láglendi.
Landshlutabundnu skógræktarverkefnin veita aðstoð við ræktun skjólbelta eða skjóllunda
í grennd við mannabústaði og til að skýla ræktun og búpeningi. Þetta finnst mönnurn ekki
síður gera jarðir byggilegar en skógrækt. Hér er lögð áhersla á hraðvaxta trjá- og ruimateg-
undir. s.s. víðitegundir og ösp, góðan undirbúning lands og góða umhirðu.
Það sem mestu máli skiptir er að markmið með skógrækt séu skýr frá upphafí og fram-
kvæmdir verði í samræmi við þau. Þá þarf oft litið að hliðra til til að ná fjölbreyttum mark-
miðum og þess vegna er áhersla lögð á gerð ræktunaráætlunar fyrir hverja jörð sem þátt tekur
í skógræktarverkefni. í þeirn áætlunum er tekið á tegundavali og tegundablöndun, undirbún-
ingi lands, hvernig best sé að fella skógimr að landslagi og verndarsjónarmiðum. Svæði innan
skógræktarsvæðis sem henta ekki til skógræktar eða sem ákveðið er að vernda í óbreyttu ást-
andi kallast úrtök og eru algengustu úrtök votlendi, fornminjar og klappir og klettar.
ÁHRIF AUKINNAR SKÓGRÆKTAR Á ATVINNU
Aukin þátttaka landeigenda í skógrækt kemur til með að hafa bæði skammtíma- og langtíma-
áhrif á mannlífið til sveita. Augljós áhrif eru að fólk fær tekjur af því að vinna við skógrækt.
Skógræktendur sjálfir geta haft tekjur sem nema allt að nokkrum hundruðum þúsunda króna á
ári fyrir gróðursetningu, áburðargjöf og grisjun. Þá skapast tengd störf, s.s. við plöntufram-
leiðslu í gróðrarstöðvum, jarðvinnslu og girðingarvinnu. Ekki vilja allir skógarbændur vinna
verkin sjálfir og þar með skapast grundvöllur fyrir verktakavinnu á sviði skógræktar. Verk-
takar í jarðvinnslu og gróðursetningu eru þegar fyrir hendi og eru það ol'tast heimamenn í við-
komandi sveit. Með tilkomu aukins íjármagns til landshlutabundnu skógræktarverkefnanna
Ijölgar bændum sem hafa hluta af sínurn tekjum af skógrækt og störfum við plöntuframleiðslu
og tengd verkefni tjölgar einnig. Þessi störf eru að vísu árstíðabundin og því ekki um það að
ræða að fólk hafi heilsárs vinnu við þau. Öll þessi vinna eykur þó tekjur heimilanna.
Landeigendur eru mjög misjafnlega staddir. Sumir eru starfandi bændur í hefðbundnum
búgreinum, aðrir eru búsettir á jörð sinni en starfa annars staðar, enn aðrir búa og starfa í þétt-
býli. Það er þó nokkum veginn sarna hver landeigandinn er, tekjur af vinnu við skógrækt
haldast að mestu heima í héraði. Þeir landeigendur sem búa í þéttbýli kaupa gjarnan stóran
hluta verka af nágrönnum sínum eða verktökum í sveitinni. Það er eiimig algengt munstur að
nýir skógarbændur fara gjarnan greitt af stað og ætla sér að korna miklu í verk. En gróðursetn-
ing er þreytandi þegar um er að ræða tugi þúsunda plantna á ári og eftir fyrstu árin hafa
rnargir tilhneigingu til að vilja kaupa verkið af verktökum. Það tekur heilan mánuð í fullri
vinnu að koma plöntum í 10 ha.
Áhrif skógræktar á byggðaþróun eru óljós. Hins vegar kom fram alrnenn ánægja og bjart-
sýni á framtíðina rneðal skógarbænda í skoðanakönnun sem gerð var á svæði Héraðsskóga, en
þar töldu nokkrir bændur að skógrækt stuðlaði að því að jarðir héldust í byggð (Karl Gunnars-
son, óbirt gögn). Áhrif skógræktar á markaðsverðmæti jarða er einnig óljós en af flestum talin
auka verðmæti ífekar en hitt.
Þegar fram líða stundir bætist grisjun við þau verk sem vinna þarf í skógi. Gera má ráð fyrir
að hjá mörgurn skógarbændum nái það nokkum veginn saman að þegar búið er að gróðursetja í
allt svæðið verður kominn tími til að grisja það fyrsta. Landshlutabundnu skógræktarverkefnin
gera ráð fyrir að veita framlög til fyrsm grisjunar. sem oftast er annars óarðbær. Grisjun er sérhæf
vinna sem er auk þess hættuleg og því verður hún að mestu unnin af verktökum. Þegar að þessu
kemur verða komnar forsendur fyrir skógverktakavinnu allan ársins hring, og það er stutt í það. Á
Fljótsdalshéraði verður komin veruleg grisjunarþörf eftir 10-15 ár.