Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 120
110
Fjallað hefur verið um áhrif aukinnar skógræktar á mannlíf, sem eru almennt séð jákvæð.
Áhrif skógræktar á aðra þætti á listanum eru yfirleitt jákvæð eða þá hverfandi lítil miðað við
að einungis er áætlað að rækta skóg á 5% láglendis og að ræktunin verði skipulögð þannig að
ekki er t.d. gert ráð fyrir ræktun á verndarsvæðum eða í næsta nágrenni fornminja. Upp úr
stendur tvennt sem er vert að skoða nánar: áhrif skógræktar á landslag, einkum ásýnd lands,
og álirif á sjaldgæfar lífverutegundir eða sjaldgæf vistkerfi.
ÁSÝND LANDS
Áhrif skógræktar á ásýnd lands og útsýni eru í raun sálræn áhrif, ekki spurningin um hvort
skógrækt hafi áhrif, heldur hvort þau séu álitin jákvæð eða neikvæð. Hægt er að lýsa breyt-
ingum sem verða, en ógjörningur er að ræða þýðingu þeirra á rökrænan hátt þar sem mat fólks
er háð smekk hvers og eins.
Skógur er landslag og því hefur skóg- og skjólbeltarækt breytingar á landslagi í för með
sér. Segja má að vídd bætist í íslenskt landslag, þ.e.a.s. hæð gróðurs eykst. Flest skógræktar-
svæði verða í grennd við bæi, gjarnan í brekku fyrir ofan bæjarstæði og tún. Yfirleitt verður
um afmarkaða reiti að ræða á hverri jörð. oftast 20-150 ha að flatarmáli og skóglaust land á
alla kanta. Því munu myndast skil í landi við skógarjaðra vegna hæðar, áferðar og Iitar
skógarins. Mcð sérstakri hönnum jaðra og notkun á lágvaxnari tegundum í þeim verður hægt
að milda þessi skil. Gert er ráð fyrir að lausaganga búijár verði áfram við líði og því er ekki
hægt að horfa framhjá þeim staðreyndum að girða þarf skógræktarsvæðin af og girðingar eru
beinar. Skil í landslagi við skógarjaðra mynda því oft beinar línur.
Með skjólbeltarækt breytist landslag ræktunar og verður munurinn einkum sá að skurðir
verða rninna áberandi og tún verða reituð af með skjólbeltum í staðinn.
Breytingin á landslagi verður mest áberandi í svokölluðu búsctulandslagi í þéttbýlum
sveitum, minni í dreifbýlli sveitum og yfirleitt engin í afréttarlöndum. Hægt er að sjá þessi
áhrif í gamla Öngulsstaðahreppi (nú hluti Eyjafjarðarsveitar) þar sern mikil skóg- og skjól-
beltarækt liefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Þar er ræktunin einkum innan hins þétt-
býla búsetulandslags en nær lítið upp í brekku og ekkert niður á flatlendið í botni Eyjafjarðar-
dals.
Áform um að klæða 5% láglendis skógi á næstu 40 árurn að viðbættu því skóglendi sem
fvrir er þýðir að um miðja öld verða 94,5% láglendis ennþá skóglausir. Þetta takmarkaða urn-
fang skógræktar þýðir að áhrif skóga á ásýnd lands verða áfram lítil þegar á heildina er litið.
Seint verður komið í veg fyrir árekstra sem skapast vegna skiptra skoðana varðandi ásýnd
lands. en með góðu skipulagi á að vera hægt að varðveita mikilvæga útsýnisstaði og lands-
lagsþætti sem menn vilja ekki hylja.
SJALDGÆFAR TEGUNDIR
Fátt er hægt að segja með vissu um heildaráhrif skógræktar á íslandi á líffræðilega fjölbreytni.
Almennt er þó hægt að gera ráð fyrir svipuðum áhrifum og verða við breytingar á vistkerfum
yfirleitt hvort sem þær stafa af mannavöldum eða náttúrlegum orsökum. Við breytingu hættir
vistkerfið að henta sumum tegundum og þær hverfa af svæðinu. Á móti kemur að vistkerfið
lientar nú öðrum tegundum og þær nema land. Enn aðrar tegundir notfæra sér svæðið bæði
fyrir og eftir breytingu en stofnstærðir þeirra breytast e.t.v. Álmfin á líffræðilega fjölbrevtni
fara eftir hörku (hraða og eðli) breytingarinnar, en algengt er að tegundum fækki í upphafi en
fjölgi síðan á ný. Við skógrækt verða þessar breytingar yfirleitt hægfara þar sem skógur er
a.m.k. áratug að byrja að valda breytingum og marga áratugi að klára. Þá eru breytingar
mestar á þeim blettum þar sem skógur verður ræktaður en mun minni á landslagsvísu og